Skólavarðan - 2023, Blaðsíða 13

Skólavarðan - 2023, Blaðsíða 13
HAUST 2023 SKÓLAVARÐAN 13 Formaður FSL / VIÐTAL Hægt að hægja á hröðum vexti Við víkjum talinu að sjálfu leikskóla- kerfinu sem byggir vissulega á sterkum faglegum stoðum en hefur vaxið á ógnarhraða síðustu árin. Krafan um að æ yngri börn fái pláss hefur orðið háværari síðustu misserin. „Leikskólinn hefur vaxið mjög og miklu hraðar en æskilegt er enda gengur afar brösuglega að uppfylla lagaskylduna um að 2/3 starfsmanna- hópsins séu kennarar. Þetta er stað- reynd þótt vissulega hafi náðst að fjölga kennaranemum töluvert með markvissu átaki. Hér þarf að bæta enn frekar í og þá skiptir miklu að háskólarnir sem mennta kennara fái nægilegt fjármagn. Við höfum því miður séð nemendum vísað frá vegna fjöldatakmarkana.“ Sigurður segir að vel megi halda aftur af hraðri stækkun leikskólastigs- ins. „Það er mögulegt ef viljinn er fyrir hendi. Á sama tíma verðum við hjá Kennarasambandinu og sveitarfélögun- um að vinna saman að því marki að lög um hlutfall kennara í starfsmanna- hópnum séu uppfyllt.“ Leikskólastigið er ekki skylduverk efni sveitarfélaganna og á almennum vinnumarkaði er oft talað um leikskólana sem þjónustustofnanir. „Við höfnum auðvitað þessari umræðu enda er leikskólinn fyrsta skólastigið samkvæmt 1. grein laga um leikskóla. Í 2. grein sömu laga er fjallað um markmið leikskólanna en hvergi koma fyrir orðin þjónusta eða þjónustustofn- un. Skipulag leikskólastarfs miðast við uppeldi, umönnun og menntun barna.“ Dropinn holar steininn Starfskjör og vinnuumhverfi eru mikilvægir þættir í störfum stjórnenda sem annarra. Hvaða árangur hefur náðst í vinnuumhverfismálum á síðustu misserum og hvað er í bígerð? „Við eigum mikið óunnið í vinnu- umhverfismálum og því miður er enn langt í land með að vinnuumhverfi barna og fullorðinna sé viðunandi í öllum leikskólum. FSL hefur unnið ötullega að því að fræða stjórnendur, sveitarstjórn- arfólk, ráðherra og stjórnvöld um hvaða vandamál eru helst uppi er kemur að vinnuumhverfi, og vinnurými barna og fullorðinna í leikskólum. Víða eru starfsaðstæður þannig að þær eru beinlínis brot á reglum. Því miður höfum við talað fyrir daufum eyrum og lítið hefur þokast að okkar mati. En dropinn holar steininn og við höldum verkinu áfram. Meðal annars höfum við bent sveitarfélögum og rekstraraðilum á reglur um húsnæði vinnustaða sem alltof víða eru ekki virtar. Ég vil nýta tækifærið og hvetja stjórnendur til að fara yfir ástandið í sínum skólum og ég er tilbúinn að ræða málin við fulltrúa sveitarfélag- anna svo hægt sé að gera áætlanir um betrumbætur þannig að markmiðum byggingaeglugerða verði náð.“ Sigurður segir vert að nefna að á sama tíma og ástandið sé slæmt í mörgum leikskólum þá sé alltaf verið að byggja einn og einn nýjan skóla þar sem vinnuaðstæður séu í samræmi við kröf- ur nútímans. „Viðhaldi skólabygginga hefur verið ábótavant víða og þá kemur upp vandi sem mörg sveitarfélög standa frammi fyrir, svo sem vond loftgæði, raki og mygla – en síðastnefndu atriðin geta haldið leikskólum í gíslingu á meðan unnið er að lausn.“ Ferillinn  X Sigurður útskrifaðist með B.Ed. í leikskólakennarafræðum árið 1999.  X Starfaði sem leikskólakennari við leikskólana Dal og Kjarrið í Kópavogi að lokinni útskrift.  X Tók við sem leikskólastjóri leikskólans Skýjaborgar í Hval- fjarðarsveit árið 2003.  X Varð síðan aðstoðarleik- skólastjóri og sérkennslustjóri við leikskólann Akrasel á Akranesi 2011.  X Árið 2016 tók Sigurður við starfi leikskólastjóra leikskólans Andabæjar á Hvanneyri.  X Kosinn formaður Félags stjórnenda leikskóla árið 2018 og gegnir því embætti í dag. Gegndi embætti varaformanns árin fjögur á undan.  X Hefur sinnt trúnaðarstörfum fyrir félagið frá stofnun og þar áður fyrir Félag leikskólakennara.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.