Skólavarðan - 2023, Blaðsíða 37
HAUST 2023 SKÓLAVARÐAN 37
Gervigreind í skólastarfi / UMFJÖLLUN
Notendur verða að skilja efnið
Hjörvar Ingi segir að gervigreind
sé frábær ritari en hræðilegur
yfirmaður.
„Það sem ég á við er að gervi-
greind getur skapað spennandi og
áhugavert efni en hún getur ekki
metið hvort það sé rétt, gagnlegt
eða viðeigandi. Því þarf notandinn
að hafa góða þekkingu á efninu
sem hann er að vinna með og geta
endurskoðað og endurbætt niður-
stöðurnar frá gervigreindinni. Það
eru tvær mikilvægar ástæður fyrir
þessu.
Fyrri ástæðan er að því betri
skilgreiningu sem notandinn
gefur gervigreindinni á verkefninu
því betri verður niðurstaðan. Ef
fyrirspurn notanda er óljós eða
ónákvæm getur gervigreindin
skilað óviðkomandi eða röngum
upplýsingum.
Seinni ástæðan er að
gervigreind er ekki fullkomin og
getur gert mistök eða mistúlkað
gögnin. Það er því mikilvægt að
notandinn fari yfir niðurstöðurnar
frá gervigreindinni og leiðrétti
þær ef þörf krefur. Notandinn
getur jafnvel beðið gervigreindina
að laga sjálf niðurstöðu sína með
því að gefa henni endurgjöf eða
nánari leiðbeiningar. Ef not-
andinn þekkir ekki sjálfur efnið
vel þá getur hann ekki unnið úr
niðurstöðunum og þarf að treysta
á þær í blindni. Þetta getur leitt til
verri niðurstaðna eða hreinlega
rangs efnis.
Þess vegna þarf alltaf að
tryggja að notendur skilji efnið
sem er unnið með og geti metið
gildi og gæði niðurstöðunnar frá
gervigreindinni.“
Hvernig mun þetta breyta
kennslu? Verða ritgerðir úrelt
fyrirbæri?
Hjörvar Ingi bendir á að
gervigreind hafi breytt kennslu á
mörgum sviðum og að mikilvægt
sé að kennarar séu meðvitaðir
um það. „Ég held að ritgerðir séu
ekki úrelt fyrirbæri en það þarf
að endurhugsa hvernig þær eru
metnar. Það er ekki hægt að gera
ráð fyrir að nemendur skrifi rit-
gerðir án hjálpar frá gervigreind
eða öðrum upplýsingatækjum.
Það er því nauðsynlegt að
kennarar setji skýrar reglur um
notkun gervigreindar í ritgerðum
og að nemendur séu heiðarlegir
um það.“
Hjörvar Ingi hefur haft eftir-
farandi reglur í huga í tengslum
við þær námsgreinar sem hann
kennir, sem eru tölvugreinar og
stærðfræði:
„Ég geri ráð fyrir að
allir nemendur hafi aðgang að
gervigreind og noti hana við
réttar aðstæður. Þetta er frábært
vinnutæki sem mun spara tíma
og það er nauðsynlegt að þjálfa
nemendur í notkun gervigreindar
áður en farið er út á vinnumark-
aðinn.
Gervigreindin má aldrei
vera stjórinn, heldur á að vera
aðstoðarmaðurinn. Það þýðir
að þið þurfið að hafa þekkingu
á efninu sem þið eruð að nota
hana í. Oft skilar hún röngum
niðurstöðum og ef ykkur vantar
þekkinguna þá getið þið ekki
lagað niðurstöðuna. Við svona
aðstæður ættuð þið EKKI að
nota hana. Þið verðið að skilja
niðurstöður hennar til að geta
notað þær. Ef þið notið rangar
niðurstöður frá gervigreind þá er
það á ykkar ábyrgð, ekki á ábyrgð
gervigreindarinnar.
Þegar þið notið gervigreind
þá eigið þið að láta vita hvar þið
gerðuð það í verkefninu og einnig
hvað þið skrifuðuð í inntakið fyrir
fyrirspurnina.
Gæðin á úttakinu frá gervi-
greindinni fara eftir gæðunum
á inntakinu. Þetta er eitthvað
sem þarf að læra, þjálfa og leggja
vinnu í.
Ef það er sagt við ykkur að
í ákveðnum verkefnum eigið þið
EKKI að nota gervigreind þá
er það bannað og verkefnaskil
dæmd ógild ef þið hafið notað
gervigreind við vinnslu á
verkefninu.“
Hjörvar Ingi segir að í
sambandi við ritgerðavinnu og
breytingar á þeim áherslum sé
gott að hugsa um hvað það er
sem viðkomandi ætli að fá með
ritgerðavinnunni. „Ef hugmyndin
er að nemendur eigi að sýna fram
á þekkingu, skilning og gagnrýna
hugsun á ákveðnu efni þá er
hægt að nota gervigreind sem
hjálparritara en ekki sem höfund.
Svo má hugsa sér að ritgerða-
vinna feli í sér meiri áherslu á
rannsóknarvinnu hjá nemand-
anum og að hann nýti sér hjálp
gervigreindar við vinnsluna.
Nemendur þurfa þá að
kunna að setja upp ritgerðina,
laga málfarið og orðaforða ásamt
því að skilja efnið mjög vel. Svo
getur partur af námsmatinu
verið að nemendur þurfi að verja
ritgerðina og þá eykst þekking
þeirra á efninu þar sem þeir þurfa
að geta staðið með niðurstöðun-
um sínum og útskýrt þær. Þannig
að ég er ekki sammála þeim sem
hafa sagt að ritgerðir verði úreltar
en ég held að þetta sé frábært
tækifæri til þess að endurhugsa
áherslur í námsmati ritgerða.“
Þarf að efla kennslu í gagn-
rýninni hugsun
Hjörvar Ingi talar um að gagn-
rýnin hugsun sé mikilvæg færni
sem þurfi að efla í kennslu.
„Í nútímasamfélagi erum við
stöðugt að fá upplýsingar frá ólík-
um uppsprettum en ekki eru allar
þær upplýsingar réttar, gagnlegar
eða áreiðanlegar. Gervigreind
hefur gert það mögulegt að falsa
myndir, myndbönd, hljóð, texta
og fleira með einföldum hætti.
Það er oft erfitt að sjá muninn á
því sem er búið til af gervigreind
og því sem er alvöru. Því þarf
að tryggja að nemendur læri að
taka inn allar upplýsingar með
gagnrýninni hugsun og pæla í
henni.“
Samkvæmt Hjörvari Inga
þýðir þetta að nemendur þurfi að
geta:
X Greint í sundur staðreyndir
og skoðanir.
X Athugað uppsprettur og
áreiðanleika þeirra.
X Borið saman og metið
mismunandi sjónarhorn.
X Rökstutt og gagnrýnt
niðurstöður.
X Leitað að staðfestingu eða
mótsögn á eigin hugmyndum.
X Verið opnir fyrir nýjum
upplýsingum og breytingum á
skoðunum.
„Gagnrýnin hugsun er ekki
bara mikilvæg til þess að meta
upplýsingar frá gervigreind
heldur einnig frá öðrum tækjum,
fjölmiðlum og fólki. Gagnrýnin
hugsun er því grundvallarfærni
í nútímasamfélagi og það er
nauðsynlegt að kennarar leggi
áherslu á að þróa hana hjá
nemendum.“
Kennarar setji skýrar reglur
„Það er erfitt að spá fyrir um
framtíðina í tengslum við gervi-
greind því hún er í stöðugri þróun
og breytingu. Það sem virðist
vera ómögulegt í dag getur orðið
að veruleika á morgun. Það sem
við getum sagt með vissu er að
gervigreind er komin til að vera
og að hún hefur mikil áhrif á allar
greinar og svið í samfélaginu.
Það er því mikilvægt að
kennarar séu meðvitaðir um
möguleika og áskoranir sem
gervigreind býður upp á og að
þeir nýti sér hana sem vinnutæki
og námsauka. Ef kennarar kynna
sér ekki gervigreind geta þeir
misst af tækifærum til að bæta
kennslu sína og auka skilning og
áhuga nemenda.“
Hjörvar Ingi segir að einnig
sé hætta á að nemendur noti
gervigreind til að leysa verkefni
kennarans án þess að skilja eða
læra nokkuð, sem endar með
því að kennarinn metur gervi-
greindina í staðinn fyrir nem-
andann. „Það er því nauðsynlegt
að kennarar setji skýrar reglur
um notkun gervigreindar í námi
og námsmati og að þeir tryggi
að nemendur skilji og geti beitt
gervigreind á ábyrgan hátt.“
Það er því
nauðsynlegt að
kennarar setji
skýrar reglur um
notkun gervi
greindar í námi
og námsmati og
að þeir tryggi að
nemendur skilji
og geti beitt gervi
greind á ábyrgan
hátt.
Ég geri ráð fyrir
að allir nemend
ur hafi aðgang
að gervigreind og
noti hana við rétt
ar aðstæður.