Skólavarðan - 2023, Blaðsíða 47

Skólavarðan - 2023, Blaðsíða 47
HAUST 2023 SKÓLAVARÐAN 47 Heimur leikskólakennara / LEIKSKÓLI þrautseigur og með góða samskipta- hæfileika. Óhefðbundnara var að þarna kom fram að þessir kennarar hefðu skopskyn og framtíðarsýn og að starf kennarans og líf þyrfti að hafa einhvern tilgang og merkingu. Einnig er mikil- vægt að kennarinn hafi tækifæri til að leita sér hjálpar og fá aðstoð ef þess er þörf. Þetta er eflaust ekki alltaf raunin og stundum mögulega ekki skýrt við hvern eigi að ræða ef vandamál koma upp. Til viðbótar við það erum við sum þannig gerð að okkur finnst við eiga að vita allt sjálf og veigrum okkur því við að leita hjálpar, þar sem það gæti mögulega verið túlkað sem veikleika- merki eða að við ráðum ekki nógu vel við starfið okkar. Að þróa jákvætt andrúmsloft og velsæld starfsfólks hefur gífurleg áhrif. Mikilvægt er að hlúa vel að kennurum því þeirra velferð og starfsánægja er nauðsynleg til að nemendur geti upplifað öryggi, þeim liðið vel og þar af leiðandi gengið vel að læra. Þegar kennarar finna að þau eru metin að verðleikum og valdefld eru þau mun líklegri til að sýna nemendum þolinmæði, skilning og hluttekningu. Þau eru einnig mun líklegri til að deila og vinna með öðrum kennurum og starfsfólki skólans. Þetta finnst mér vera stórkostleg skilaboð til ráða- manna og stjórnenda. Enda þótt þetta segi sig sjálft endurspeglast það eflaust ekki alltaf í okkar raunveruleika. Dómínóáhrif hamingjuvírussins Að hafa velsæld og góð samskipti að leiðarljósi í skólastofunni, vera mannleg og taka sig mátulega alvarlega hefur góð áhrif á námsumhverfi, dregur úr streitu og ýtir undir skilvirkni og starfsgleði allra hlutaðeigandi. Fókusinn þarf að vera á styrkleika, lausnir og að hafa gaman saman. Við þurfum að beina kastljósinu að hinum félagslega jákvæðu gildum góðvild og tillitssemi, ásamt því að reyna að tryggja að öllum finnist þeir hluti af heildinni og skipta máli. Talað er um dómínó-áhrif af því þegar kennari er hamingjusamur í starfi. Það smitast út til samkennara og nemenda og byggir einnig upp góð sam- skipti og ánægju innan nemendahóps- ins. Tilfinningar eru vissulega smitandi og þessi hamingjuvírus þarfnast alls engra smitvarna heldur væri best að hann dreifðist sem víðast út í allt þetta fjölbreytta og skemmtilega vistkerfi sem skólasamfélagið er. Greinin er byggð á fyrirlestri Sue Roffey sem haldinn var í Endurmenntun Háskóla Íslands fimmtudaginn 19. janúar 2023. Uppskrift að velsældarkennara Hugleiðingar og samantekt í kjölfar fyrirlestrar dr. Sue Roffey. Á slaug Jóhanns- dóttir leikskóla- kennari fékk síðastliðið vor styrk úr Sprotasjóði Rannís til að útbúa hefti sem nefnist Hversdagssögur úr leikskóla. Tilgangurinn með heftinu var að veita innsýn inn í heim leik- skólakennara og hversdagsheim barnanna í gegnum myndsköpun og leik. Áslaug starfaði sem listgreinakennari í listaskálanum á Leikskóla Seltjarnarness frá árinu 2017–2023. „Heftið fjallar um hvað ég gerði með börnunum í lista- skálanum síðastliðin ár. Þangað komu börnin í litlum hópum þar sem ýmiss konar verkefni biðu þeirra. Heftið segir frá hvernig gekk, hvað gekk vel og hvað illa, hvað við gerðum og hvað börnin höfðu að segja um verkefnin og ýmislegt annað,“ segir Áslaug. Bókin er ætluð öllum sem hafa gaman af hversdagssögum og vilja kynnast lífi barna í leikskólum. Uppgötvaði „barnaheiminn“ í lista- skálanum „Fljótlega eftir að ég byrjaði að vinna í listaskálanum fannst mér ég uppgötva „barnaheiminn“ miklu betur en ég hafði áður gert. Ég gat spjallað meira við börnin og fylgst betur með þeim. Mér fannst heimur þeirra svo spennandi og skemmtilegur að ég fór að skrá athugasemdir þeirra og tilsvör. Ég tók líka myndir – bæði af börnunum og af verkefnum þeirra,“ segir Áslaug. „Eftir að ég ákvað að hætta í listaskálanum sótti ég um styrk til að gefa verkefnið út. Mig langaði að gefa öðrum dálitla innsýn inn í starf mitt.“ Áslaug nýtti fjölbreyttan efnivið í starfi sínu í listaskálanum; málningu, liti, leir, garn og fleira. „Ég lagði líka alltaf af stað með ný verkefni sem áttu að auka þekkingu og hæfni barn- anna. Til dæmis að kynna fyrir þeim liti og form, mismunandi árstíðir, dýr og hátíðisdaga. Ekki var verra að þau lærðu ný orð í leiðinni eins og ferhyrningur, foss, gljúfur og glysgjarn.“ Friður og ró mikilvægust „En mikilvægast af öllu var að börnin voru í litlum hópum, höfðu frið og ró og gátu að mestu leyti gert það sem þau langaði til. Í því fólust lífsgæðin fyrir börnin í listaskálanum. Börn njóta sín ekki í hávaða og erilsömu andrúmslofti,“ útskýrir Áslaug. Hún segir áherslur sínar í starfi með börnum hafa breyst mikið í gegnum árin. „Áður fyrr fannst mér skipta miklu máli að börnin væru „að læra“ eitthvað í leikskólanum. Nú er meiri áhersla lögð á leik barnanna og að þau læri í gegnum leikinn.“ „Það sem helst rýrir gæði leikskólastarfs- ins – fyrir utan fátt fagfólk og mikla starfs- mannaveltu – er að börnin eru í of stórum barnahópum, eru of lengi í leikskólanum og byrja allt of ung. Við sem samfélag ættum að reyna að breyta þessari þróun – fyrir börnin,“ segir hún. Kveður leikskólann með söknuði „Nú fer að líða að starfslokum hjá mér. Ég kveð starf mitt með söknuði þó oft hafi það reynt mikið á mig,“ segir Áslaug. „Ég hef tekið starfið mjög alvarlega og fundið til mikillar ábyrgðar. En ég er sífellt að reyna að verða aðeins „kærulausari“. Hvort mér tekst það á þeim þremur árum sem ég á eftir í starfi er ekki gott að segja.“ Lengri útgáfa birtist á vef Skólavörðunnar. Bækur Heimur barnanna svo spennandi og skemmtilegur Börn njóta sín ekki í hávaða og erilsömu andrúms­ lofti. Áslaug Jóhannsdóttir leikskólakennari og höfundur bókarinnar Hversdagssögur úr leikskóla.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.