Skólavarðan - 2023, Blaðsíða 50

Skólavarðan - 2023, Blaðsíða 50
50 SKÓLAVARÐAN HAUST 2023 VINNUUMHVERFI / Samskipti alltaf ástæður fyrir viðbrögðum okkar. Með aðstoð sérfræðinga getum við leiðrétt skekkjurnar sem hafa myndast og leyst þannig úr samskiptaflækjum upp á eigin spýtur. Hvaða veganesti fengum við? Einnig virðist sem veganesti okkar úr æsku, uppeldið, hafi áhrif á viðbrögð okkar við aðstæðum þar sem tungutak, skoðanir og stjórnunaraðferðir skipta máli. Þar skiptir mestu hvernig við beitum tungumálinu sem við lærðum að nota í samskiptum. Huga þarf að orðaforða og merkingu tungumálsins, hvað við segjum og hvernig. Viðhorf okkar og skoðanir endurspegla líka uppruna og bakgrunn. Hvernig við metum og dæmum annað fólk, viðhorf okkar til þeirra sem við eigum í samskiptum við og skoðanir okkar á samferðafólki. Að lokum eru það þær aðferðir sem við beitum til að reyna að hafa stjórn á okkur sjálfum og þeim aðstæðum sem við erum í. Í sumum tilfellum þekkjum við ekki bjargráðin sem reynast best til að hafa stjórnina eða þau virka ekki en í öðrum tilfellum gleymum við einfaldlega að nýta þau. Af þessu þrennu litast viðbrögð okkar í samskiptum svo veganestið skiptir máli. Sumir hafa fengið gott og heilbrigt veganesti en það á ekki við um alla. Flestir átta sig á því með auknum þroska og aldri hvort veganestið var gott eða hvort bæta þurfi í það næringarefnum. Hvers þörfnumst við? Til að flækja samskiptamunstur enn frekar þurfum við að huga að þörfum þeirra sem við eigum samskipti við. Hér gæti einhver hugsað, ber ekki hver ábyrgð á sér? Og jú, það er hárrétt en með aukinni meðvitund ganga hlutirnir betur. Fæstum reynist auðvelt að skilgreina og gera sér grein fyrir eigin þörfum, en ef við ætlum að gera okkur grein fyrir þörfum annarra þurfum við að þekkja okkar eigin þarfir. Við þekkjum sameiginlegar líkamlegar og andlegar grunnþarfir okkar sem eru þær þarfir sem við þurfum til að lifa góðu lífi. Hér er átt við t.d. annars vegar fæði, vatn, súrefni og hvíld og hins vegar skilning, stuðning, heiðarleika og tilgang (og margt fleira). En í samskipt- um og samneyti við aðra verðum við að þekkja hvers við sem einstaklingar þörfnumst af öðrum og til hvers við ætlumst. Við getum ekki gert ráð fyrir að aðrir viti hvers við þörfnumst, ekki frekar en að þeir lesi hugsanir, og því er mikilvægt að hafa skilaboð skýr og segja það sem þarf umbúðalaust en af kurteisi og mestu mildi. Við erum gjörn á að gagnrýna í stað þess að segja hvers við þörfnumst. Einnig eigum við það til að sjá frekar það sem er að í fari annarra og uppfyllir ekki okkar þarfir þegar okkur í raun og veru vantar eitthvað. Þegar við segjum t.d.: „Þú ert alltaf í símanum, ég næ aldrei athygli“ væri betra að segja: „ÉG vil fá athygli frá þér“. Hér er það athygli einstaklings sem við Heilbrigð samskipti Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber sérfræðingur í vinnu- umhverfis- og jafnréttis- málum hjá KÍ. A f hverju bregðast einstaklingar misjafnlega við í sömu aðstæð- um? Á meðan margir bregðast við af samkennd og yfirvegun, hlusta og virða skoðanir, viðra sínar skoðanir og ræða í rólegheitum bregðast aðrir við af æsingi, í vörn og á gagnrýninn og óyfirvegaðan hátt. Stutta svarið er að við erum öll ólík með ólíkan bakgrunn, misgott veganesti og eigum ekki alltaf auðvelt með að orða þarfir okkar, en langa svarið... það er flækjusaga með nokkrum lausum endum. Hvaðan komum við? Heilbrigð samskipti í draumaheimi endurspegla mannskilning og þroska þar sem heilindi og samkennd eru í fyrirrúmi. Flækjum þetta samt aðeins. Ef samskipti eiga að ganga snurðu- laust fyrir sig verðum við að huga að ýmsum þáttum í fari þeirra sem við eigum samskipti við. Þessir þættir hafa áhrif á viðbrögð okkar við aðstæðum og endurspegla bakgrunn okkar og persónueinkenni. Flestir eiga alla jafna í góðum samskiptum en þekking á þess- um þáttum er af hinu góða og gott að hafa þá í huga ef samskipti ganga ekki sem skyldi. Meðvitund hvers og eins og sjálfsþekking skiptir hér máli því við berum ábyrgð á okkar samskiptum og að þau gangi vel. Þættir eins og bakgrunnur, menn- ing, áfallasaga, sérkenni, greiningar o.fl. hafa mikil áhrif á viðbrögð okkar í samskiptum. Allt eru þetta þættir sem hver og einn þarf að vera meðvitaður um að geti litað samskipti. Um leið og grunur vaknar um að eitthvað í lífi okkar hafi áhrif á samskiptamynstur er fullkomlega eðlilegt að leita sér aðstoðar, skoða alla fleti, velta við steinum og greiða úr fornum flækjum. Handleiðsla er ein þessara leiða og er heppileg til að uppgötva að það eru
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.