Skólavarðan - 2023, Blaðsíða 60

Skólavarðan - 2023, Blaðsíða 60
60 SKÓLAVARÐAN HAUST 2023 MANNRÉTTINDI / Jónína Hauksdóttir H aturs- orð- ræða, for- dómar og árásir í garð hinsegin barna og ungmenna hafa aukist að undanförnu. Það sama má segja um jaðarhópa eins og börn af erlendum uppruna. Þetta er þróun sem sporna þarf við á öllum vígstöðvum. Þar leikur skólinn lykilhlutverk. Skólinn er, eða á að vera, okkar jöfnunartæki. Sá staður þar sem öll börn og ungmenni upplifa öryggi og inngilding er hluti menningar. Þar sem það telst sjálfsagt að við búum í margbreytilegu samfélagi þar sem við erum samþykkt, sama hver uppruni okkar, trú og kyntjáning er. En hvernig förum við að því að tryggja það? Kennarinn lykillinn Kennarinn leikur lykilhlutverk. Hann sáir þeim fræjum sem fylgja nemendum í gegnum skólakerfið og svo út í lífið, og hann þarf að treysta sér í verkið. Til þess þarf að valdefla kennara. Það þarf menntun, fræðslu og þjálfun, bæði í kennaranáminu sjálfu og starfs- þróun. Fræðsla er lykilatriði og hefur áhrif á hvaða fordæmi kennari sýnir, hvað hann kennir og tekur til umræðu, og hvernig. Kennarinn þarf að hafa þekkingu og jafnréttisnæmni til að geta gripið inn í þegar upp koma aðstæður sem kalla á inngrip hans. Tækifærin leynast víða Þess utan þarf að veita kennurum rétt verkfæri, góð starfsskilyrði og rými til að sinna starfsþróun. Þar koma skólastjórnendur og stjórnvöld inn. Þessir aðilar þurfa að tala saman og vera á einu máli um mikilvægi málaflokksins, líka kennarinn. Því ekki má gleyma mikilvægi þess að kennarar komi að ákvarðanatöku í menntamálum. Hér er að finna tækifæri fyrir stjórnvöld til þess að gera inngildingu og hugmyndina um skóla án aðgreiningar skýran hluta af stefnumótun í menntamálum og í opinberri stefnu. Þannig væri hægt að ganga úr skugga um að það væri ekki einstakra kennara eða skóla að velja hvort fylgja ætti sjónarmiðum inngildingar, heldur meginregla. Fjármagn og viðeigandi aðgerðir þyrftu að fylgja slíkri stefnu ef vel ætti að takast til. Jafnréttisnám frá upphafi Þá komum við að nemendunum. Það þarf að taka almennilega utan um þá nemendur sem verða fyrir fordómum og aðkasti og fylgja eftir þeim málum sem hafa kallað á inngrip. Það sama á við um gerendur. Þeir þurfa aðstoð, fræðslu og stuðning svo hægt sé að uppræta hegðunina. Svo má ekki gera lítið úr hlutverki og mikilvægi foreldra. Skólakerfið getur ekki eitt staðið skil á sínu. Það þarf samvinnu við heimilin og foreldra, enda megin ábyrgðin þeirra á að ala upp börnin. Tímasetningin getur einnig skipt sköpum. Ef lögð er áhersla á jafnréttisnám og -kennslu strax frá upphafi; í kennaranámi og í leikskólanum, eru meiri líkur á að jafnréttishugsun og inngilding fléttist inn í alla kennsluþætti og öll skólastig. Þannig geta börnin eflst strax frá upphafi og þróað með sér næmni sem fylgir þeim út í lífið og smitast þar með út í samfélagið. Mannréttindi Virkjum jöfnunartækið okkar Jónína Hauksdóttir, varaformaður Kennarasambands Íslands Fundað um mannréttinda- og lýðræðismiðað skólastarf Greinin er skrifuð í kjölfar þess að varaformaður sat fyrir svörum í pallborði á ráðstefnu mennta- og barnamálaráðuneytisins um mannréttinda- og lýðræðismið- að skólastarf og viðbrögð við hatursumræðu sem fór fram 16. nóvember í Hörpu. Ráðstefnan er haldin í tengslum við formennsku Íslands í Norrænu ráðherra- nefndinni og 34 ára afmæli Barnasáttmálans. Á vef Stjórnarráðsins segir að markmið ráðstefnunnar sé að leiða saman fagfólk á vettvangi til þess að ræða hvernig hægt sé að skapa barnaréttindamiðað og lýð- ræðislegt skólaumhverfi og takast á við það mikilvæga mál að berjast gegn hatursorðræðu og fordómum innan skólaumhverfisins. Úr Skólastefnu KÍ „Menntun á að efla félagslegan, siðferðilegan og vitsmunalegan þroska nemenda og stuðla að vellíðan og jákvæðri sjálfsmynd hvers og eins. Menntun á að greiða fyrir að nemendur geti unnið saman með samkennd og mannúð að leiðarljósi. Nám á að eiga sér stað í vistfræðilegu, fjölmenningar- legu og þverfaglegu samhengi. Nám á að styðja nemendur í að afla sér þekkingar og beita henni með gagnrýnum hætti.“ „Allir nemendur eiga rétt á að njóta upplýsinga, menningar, vísinda, tengsla við aðra og jafnra tækifæra í skólanum, óháð breyt- um á borð við félagslega stöðu, búsetu, kyn, kynhneigð, líkams- gerð, móðurmál og námsgetu.“ „Kennarar hafa lykilhlutverki að gegna við þróun og mótun skóla og menntunar. Þeir búa yfir víðtækri sérfræðiþekkingu og reynslu á sviði kennslu, miðlunar og menntunar sem þeir miðla inn- an sem utan skólans til nemenda, foreldra og samfélagsins alls.“ „Kennarar þurfa að hafa bjargir sem styðja við starfsþróun þeirra og fjölga tækifærum til starfsþróunar.“ Skólinn er, eða á að vera, okkar jöfnunartæki. Sá staður þar sem öll börn og ung­ menni upplifa öryggi og inn­ gilding er hluti menningar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.