Skólavarðan - 2023, Blaðsíða 26

Skólavarðan - 2023, Blaðsíða 26
26 SKÓLAVARÐAN HAUST 2023 KENNARASAMBANDIÐ / Hringferð Akureyri V erkmenntaskólinn á Akureyri er einn af stærstu framhaldsskól- um landsins, með um þúsund nemendur í dagskóla, fjarnámi og kvöldskóla. Kennarar við skólann eru um hundrað talsins. Það var einmitt kvöldskólinn sem vakti áhuga Skólavörðunnar en sendinefnd KÍ fékk sýnisferð um VMA í tengslum við hringferð sambandsins í haust. Leið okkar lá í deild bygginga- greina og þar hittum við Jóhann Hjaltdal Þorsteinsson kennara. Hann sagði okkur frá nýlegri námsleið sem er kvöldskóli í húsasmíði. „Við settum kvöldnám í húsasmíði á laggirnar haustið 2021 og fengum um fjörutíu umsóknir. Fimmtán komust inn og gaman að segja frá því að þeir hafa allir klárað sitt en námið er fjórar annir. Þetta hefur verið ánægjulegt verkefni fyrir okkur en við höfum þurft að aðlaga okkur að því að viðvera í kvöldnámi er töluvert minni en í dagskóla. Að sama skapi er gert ráð fyrir að nemendur búi yfir meiri reynslu. Þess ber að geta að það er ekkert slakað á kröfunum,“ segir Jóhann. Nemendahópurinn sem skráði sig til leiks var fjölbreyttur. Flestir höfðu einhver tengsl við byggingagreinar eða sambærilega vinnu en aðrir höfðu kannski verið í sumarvinnu við smíðar. Svo voru nemendur sem höfðu unnið skrifstofuvinnu og vildu breyta til. Það var fín breidd í hópnum en meirihlutinn hafði einvörðungu lok- ið grunnskólaprófi. Nokkrir höfðu tekið einhverja áfanga í framhalds- skóla á sínum tíma. Það er mikið ánægjuefni að sjá þessa nemendur ljúka formlegu framhaldsskóla- námi,“ segir Jóhann. Fengu rannsóknarstyrk Þegar líða tók undir lok námsins hjá þessum fyrsta kvöldhóp þá ákvað Jóhann í samstarfi við Helga Val Harðarson, brautarstjóra í byggingagreinum, að nýta tækifærið og skoða í grunninn hvernig til hefði tekist. „Við sáum þarna tækifæri til að afla upplýsinga um hver upplifun nemenda var af kvöldskólanum. Við bjuggum til viðtalsramma og tókum viðtöl við alla fimmtán nemendurna. Við erum langt komnir með að vinna úr svörunum,“ segir Jóhann. Rannsókn Jóhanns og Helga Vals fékk styrk úr Rannsóknasjóði KÍ í fyrra. Jóhann segir mikilvægt að skoða viðhorf nemenda til námsins, til þess að sjá hvað megi gera betur og líka til að sjá hverjir styrkleikarnir eru. „Við höfum nýtt þetta efni á fundum með sam- kennurum með að augnamiði að sjá hvernig best verði unnið að mótun brautarinnar til framtíðar.“ Nýr nemendahópur hóf nám í kvöldskólanum í haust en nú eru nemendur tólf en ekki fimmtán. „Það var eitt af því sem við sáum í viðtölunum að það er of mikið að hafa fimmtán nemendur. Það kom fram í svörunum að sumum fannst biðtími eftir kennara stundum of langur og þá er hagkvæmara að vera með tólf og geta skipt hópnum í þrjá fjögurra manna hópa.“ Kvöldskólinn er að sögn Jóhanns kominn til að vera. „Við vonum það að minnsta kosti en það er svolítið að okkur þrengt eins og í fleiri framhaldsskólum. Við gætum þegið að hafa meira pláss en hér er kennsla frá átta á morgnanna til níu á kvöldin fjóra daga vikunnar. Auðvitað er líka jákvætt að nýta húsnæðið svona vel.“ Spurður um aðsókn í húsa- smíði í dagskólanum segir Jóhann að hún sé góð. „Við höfum verið lánsöm að geta tekið inn þrjá nýja hópa og erum með um 40 nemend- ur í grunndeild núna. Þar af eru fimm stelpur sem er ánægjulegt.“ Þrívíddarumhverfi eykur öryggi Fleira hefur verið á döfinni á braut byggingagreina undanfarin ár og eitt af því er alþjóðlegt verkefni sem Jóhann hefur unnið að ásamt Helga Val. „Við höfum verið í samstarfsverkefni með framhalds- skólum og háskólum í Noregi og Slóveníu um hvernig nýta megi stafræna tækni betur í kennslunni,“ segir Jóhann. Afrakstur þessa verkefni er meðal annars þrívíddarumhverfi sem þeir Jóhann og Helgi Valur hafa hannað sem sýnir bygginga- deildina frá a til ö. „Nemendur geta í gegnum snjalltæki ferðast um byggingadeildina, skoðað vélar og tæki auk þess að fá ýmsar upplýsingar og skoða efni. Þetta geta þau gert í eigin tíma og vonir okkar standa til þess að þetta auki öryggi nemenda fyrir umhverfinu.“ Jóhann kveðst ánægður í starfi sínu í VMA. „Það eru mikil forréttindi að fá að vinna með ungu fólki. Því fylgja líka áskor- anir því það er margt sem togar í þau. Kennsla er svolítil glíma sem felst í að reyna að mynda góð tengsl við nemendur og byggja brýr sem fá þá til að tengja vel við námsefnið. Lykilþættir í húsasmíðinni eru nákvæmni og hæfni til að skipuleggja sig fram í tímann. Það hefur sýnt sig að nemendur sem ná að tileinka sér þessa þætti ná mestum og bestum árangri,“ segir Jóhann Hjaltdal Þorsteinsson. Forréttindi að vinna með ungu fólki Jóhann Hjaltdal Þorsteinsson, kennari.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.