Skólavarðan - 2023, Blaðsíða 61
HAUST 2023 SKÓLAVARÐAN 61
Laufey Kristinsdóttir / AÐSENT
Þ örfina
fyrir álíka
námsefni tel
ég að megi
rekja til þeirra
kaflaskila
sem urðu í hljóðfærakennslu
á Íslandi þegar nýtt prófakerfi
tónlistarskóla var tekið í notkun
árið 2004, að undangenginni
innleiðingu fyrstu Aðalnámskrár
tónlistarskóla árið 2000.
Nýmæli nýrrar námskrár
voru meðal annars þau að
skapandi vinna var innleidd í
hljóðfæranám. Til stuðnings
áherslubreytingum aðalnámskrár
var innleiddur nýr þáttur í áfanga-
próf hljóðfæranáms, svokallaður
valþáttur, þar sem nemendur gátu
meðal annars valið að leika eigin
tónsmíð á prófi.
Nú, þegar nær fjórðungur er
liðinn af nýrri öld, tel ég að tími
sé kominn fyrir nemendabók
sem hefur það meginmarkmið að
gera tónsmíðar í námi sýnilegri
og markvissari, færa kennurum
nýtileg verkfæri og styðja þannig
við skapandi þátt námsins.
Könnunarleiðangur um heim
tónlistar
Tónsmíðaskjóðan, fyrsta ferð
fyrir píanó er nemendabók í
grunninn. Hún býður nemendum
í könnunarleiðangur um heim
tónlistar og hvetur þá til að læra
með því að leika sér, gera tilraunir
og semja. Hugmyndafræði bók-
arinnar er sótt til kennsluaðferða
Johanna M. Roels „Children on
Wings“, aðferða uppgötvunar-
náms og skapandi vinnubragða.
Bókin skiptist í þrjá kafla
með inngangi og eftirmála sem
ætlaður er kennurum, foreldrum
og þeim sem aðstoða nemendur.
Fyrsta kaflanum er ætlað að leggja
jarðveginn og undirbúa nemand-
ann til að takast á við þá vegferð
sem skapandi vinna er.
Í kafla tvö eru tólf kveikjur
sem hafa það hlutverk að
hjálpa nemendum að hefja
tónsmíðavinnuna. Tíu af kveikjun-
um eru með opnum verkefnum
en síðustu tvær bjóða eigendum
bókarinnar að velja eða skapa
eigin kveikjur. Þó marka megi
námslega framvindu bókar eru
nemendur hvattir til að velja sér
kveikju úr efnisyfirliti óháð röð.
Kveikjur bókar má endurvinna
þegar færni nemandans eykst og
skilningur dýpkar.
Í lokakafla bókarinnar eru
svo taldir upp ýmsir tónlistar-
tengdir fróðleiksmolar sem gott
er að vita.
Tónsmíðavinna í formi eigu-
legrar bókar
Í vinnuferli Tónsmíðaskjóðu var
mér hugsað til þeirra teikninga,
ritgerða og annarra gagna sem
foreldrar geyma til minningar
um skólagöngu barna sinna. Tón-
smíðavinna í hljóðfæranámi hefur
ekki áður átt sinn stað í formi
bókar. Hugmyndavinnan er oft
unnin á laus blöð sem krumpast
og týnast. Upptökur af fullunnum
verkum eru stundum varðveittar
en skráning hugmyndavinnu
glatast oftast.
Nemendur fá að nálgast námið
á sínum forsendum
Tónsmíðaskjóðan vinnur út frá
barninu í anda sjálfsprottinnar
nálgunar og uppgötvunarnáms. Í
þeim anda valdi ég að fá nem-
endur mína til að myndskreyta
bókina.
Hugmyndafræðin er einnig
sótt til kenninga John Dewey
um að læra með því að
gera og framkvæma,
eða „learning
by doing“ á
ensku. Tón-
smíðaskjóðan
setur kveikjunum
ekki skorður með
fyrirfram ákveðinni
tóntegund, takttegund, stíl
eða tónlistarformi. Kveikjur
og leiðbeiningarnar sem þeim
fylgja eru opnar og nemendum í
sjálfsvald sett hvort þeir nýta sér
tillögurnar eða ekki.
Hver og einn fær tækifæri til
að nálgast viðfangsefni sitt á sinn
eðlislæga hátt, leita í eigin þekk-
ingu og reynslu og öðlast skilning
á lögmálum tónlistarinnar með
því að handleika efnivið hennar.
Skjóðan nýtist frá fyrsta tíma
Bókin er ætluð nemendum allt
frá upphafi píanónáms eða á
grunnstigi námsins. Bókin ætti
að fylgja nemandanum í tvö til
þrjú ár minnst, því skapandi
vinna er einungis einn liður í
hljóðfæranámi og tónsmíðavinna
þarfnast nægs tíma. Mögulegt er
að leiðbeina nemendum og styrkja
beitingu þeirra við hljóð-
færið með hjálp Tón-
smíðaskjóðunnar
strax á fyrstu mánuðum námsins.
Það getur verið krefjandi fyrir
barn sem er að hefja nám að ná að
einbeita sér að öllum fjölbreyttum
þáttum námsins samtímis. Með
því að hefja námið með leik og
sköpun fær nemandinn tækifæri
til að tengjast hljóðfærinu á sinn
eðlislæga hátt; vinna með þunga
handa, lausan úlnlið, kraftinn frá
líkama án þess að nota afl, kanna
hátt og lágt tónsvið og skerpa eigin
hlustun, svo eitthvað sé nefnt.
Þegar vel gengur fær
nemandinn tækifæri til að tengjast
hljóðfæri sínu tilfinningalega því
hann vinnur út frá eigin sköpun.
Því tel ég að Tónsmíðaskjóðan
geti stutt kennara við að leggja
góðan grunn áður en farið er að
þjálfa nótnalestur og takast á við
hefðbundnara námsefni.
Tónsmíðavinna vannýttur
fjársjóður
Von mín er að Tónsmíðaskjóðunni
takist að styðja hljóðfærakennara
við að nýta betur alla þá náms-
legu möguleika sem felast í
tónsmíðavinnu í námi. Ég tel að
í tónsmíðavinnu felist fjársjóður
í námi. Vinnan getur dýpkað
skilning nemandans á tungumáli
tónlistar, eflt hljóðfærafærni hans
og þroska, sem og lausnamiðaða
og skapandi hugsun. Einnig getur
vinnan kveikt innri áhugahvöt sem
er mikilvæg öllu námi.
Tónsmíðaskjóðan byggir á
ákveðinni hugmyndafræði sem
mögulegt er að útvíkka og aðlaga
fyrir aðra hljóðfærahópa. Draumur
minn er að gefa út álíka bækur
fyrir strengi, blásturshljóðfæri,
gítar og hörpu. Ég sé líka fyrir mér
Tónsmíðaskjóðu, aðra ferð fyrir
píanó. Mig langar sömuleiðis til
að freista þess að finna mark-
að fyrir Tónsmíðaskjóðuna
erlendis. Hvað ætti hún
þá að heita? Ég held að
það sé hollt að eiga stóra
drauma og markmið.
Hvort það takist, veit ég ekki.
Que sera, sera.
Aðsend grein
Tónsmíðaskjóðan styður við
skapandi þátt námsins
Píanókennarinn Laufey Kristinsdóttir gaf nýverið út kennslubókina Tónsmíðaskjóðan, fyrsta ferð fyrir píanó
sem hún vonast til að mæti þörfum tónlistarkennara fyrir námsefni sem styður við tónsmíðavinnu í námi.
Hún segir Skólavörðunni frá þessu í aðsendri grein.
Laufey Kristinsdóttir er píanó-
kennari við Tónskóla Sigursveins
og starfar einnig reglulega sem
stundakennari við tónlistardeild
Listaháskóla Íslands.