Skólavarðan - 2023, Blaðsíða 45
HAUST 2023 SKÓLAVARÐAN 45
Guðrún Schmidt / AÐSENT
með heimsmarkmiðin að leiðarljósi.
Þessar áskoranir eru flóknar, oft
yfirþyrmandi og ógnvekjandi og kalla
á róttækar breytingar í samfélögum
okkar. Það er því skiljanlegt að margir
eigi við loftslags- og framtíðarkvíða að
stríða, ekki síst unga fólkið. Fullorðið
fólk ber ábyrgð á því að fara í nauðsyn-
legar aðgerðir og breytingar og einnig
að hjálpa unga fólkinu að vinna bug á
þessum kvíða. Grænfánaverkefnið gefur
ungmennum tól og tæki til að hafa áhrif
og gera eitthvað í málunum og minnka
þar með um leið hugsanlegan kvíða.
Árangur og reynsla sýna að grænfána-
skólar taka þátt í að gera heiminn betri,
rétt eins og nemandi í grunnskóla
Borgarfjarðar eystri orðaði það.
Nánari upplýsingar er að finna á
vefnum menntuntilsjalfbaerni.is
Guðrún Schmit starfar sem sérfræðingur
í menntateymi Landverndar og er með MA
í menntun til sjálfbærni frá háskólanum í
Rostock í Þýskalandi.
hugmyndum sínum í framkvæmd og
vera virkir. Menntun til sjálfbærni á
að endurspeglast í starfsháttum skóla,
samskiptum og skólabrag eins og
stendur í aðalnámskrá. Því er mikilvægt
að til séu verkfæri og farvegur, eins
og grænfánaverkefnið, sem innleiða
menntun til sjálfbærni í skólum á
heildstæðan hátt um allan heim.
Grænfánaverkefnið
Skólar sem taka þátt í grænfánaverk-
efninu velja sér, á hverju tímabili, eitt
til þrjú þemu til að vinna með. Í boði
eru þemun hnattrænt réttlæti, lýðheilsa,
orka, vatn, átthagar og landslag, neysla
og hringrásarhagkerfið, vistheimt,
náttúruvernd, lífbreytileiki og loftslags-
breytingar. Einnig geta skólarnir komið
með eigin hugmynd að þema.
Síðan stíga skólarnir sjö skref:
1. Kosin er umhverfisnefnd þar sem
nemendur hafa mikið vægi.
2. Staða umhverfismála og menntunar
til sjálfbærni í skólanum er metin.
3. Sett eru markmið og búin til aðgerða-
áætlun.
4. Fram fer eftirlit og endurmat á
aðgerðum.
5. Málefnunum er fundinn farvegur í
kennsluna hjá öllum og eru tengd
við skólastarfið á margvíslegan
hátt.
6. Nemendur hafa áhrif og upplýsa aðra
innan og utan skólans og jafnvel fá
aðra með til aðgerða.
7. Nemendur vinna umhverfissáttmála
sem á að einkenna tímabilið og
allir eiga að þekkja og fara eftir.
Það tekur skóla oftast tvö ár að
stíga öll skrefin. Þá geta skólarnir
sótt um úttekt og fengið grænfána
afhentan við hátíðlega athöfn ef þau
standast kröfur verkefnisins. Eftir það
fer skólinn aftur í gegnum skrefin sjö
með nýtt þema og nýja umhverfisnefnd.
Í gamalgrónum grænfánaskólum er
menntun til sjálfbærni hluti af daglegu
skólastarfi og komin á nokkurs konar
sjálfstýringu sem sýnir m.a. hversu vel
verkefnið virkar.
Starfsfólk menntateymis
Landverndar veitir grænfánaskólum
margvíslega aðstoð, fræðslu og hvatn-
ingu, m.a. í formi kynninga, ráðgjafar,
funda, ráðstefna og vinnustofa. Mikið af
námsefni er í boði fyrir alla aldurshópa,
bæði í formi námsbóka og verkefna
í verkefnakistu. Bein tenging er við
heimsmarkmiðin þannig að grænfána-
skólar vinna sjálfkrafa í þeim.
Landvernd rekur einnig annað
stórt alþjóðlegt verkefni í menntun til
sjálfbærni sem kallast Umhverfisfrétta-
fólk. Nemendur sem taka þátt í Um-
hverfisfréttafólki miðla upplýsingum
um umhverfis- og sjálfbærnimál á gagn-
rýninn, fjölbreyttan og skapandi hátt og
eiga síðan kost á að taka þátt í árlegri
keppni hérlendis og erlendis. Nemend-
ur frá Íslandi hafa unnið í alþjóðlegri
keppni í tvígang. Umhverfisfréttafólk er
kjörið verkefni til að valdefla nemendur
og þjálfa gagnrýna og skapandi hugsun.
Grænfánaverkefnið hefur í gegnum
árin þróast úr umhverfismenntaverk-
efni í öfluga leið til að styðja skóla í
menntun til sjálfbærni og að vinna eftir
markmiðum aðalnámskrár og heims-
markmiðum Sameinuðu þjóðanna.
Verkefnið valdeflir kennara, nemendur
og skólasamfélagið allt í menntun til
sjálfbærni og eflir getu til aðgerða í átt
að sjálfbærri þróun.
Úr loftslagskvíða í aðgerðir
Við mannkyninu blasa stórar áskoranir
á borð við loftslagshamfarir, tap á líf-
fræðilegri fjölbreytni og aukið óréttlæti.
Markmið alþjóðasamfélagsins er að
koma okkur á braut sjálfbærrar þróunar
Ljósmynd Freyrs
Thors, nemanda
við Fjölbrautaskól-
ann við Ármúla,
var í öðru sæti í
innanlandskeppni
Umhverfisfrétta-
fólks en vann
svo fyrsta sætið í
alþjóðlegri keppni.
Myndin heitir: „We
don´t care, do
you?“