Skólavarðan - 2023, Blaðsíða 28

Skólavarðan - 2023, Blaðsíða 28
Selfoss 28 SKÓLAVARÐAN HAUST 2023 KENNARASAMBANDIÐ / Hringferð Þ að eru mikil forréttindi að fá að starfa með ungu fólki,“ var eitt af því fyrsta sem Guðfinna Gunnars- dóttir, ensku- og leiklistarkennari, sagði þegar hún var spurð hvort kennarastarfið væri ánægjulegt. Hringferðarhópurinn átti afar ánægjulega stund í Fjölbrauta- skóla Suðurlands um miðjan september og ekki annað hægt að segja en að móttökurnar hafi verið framúrskarandi. Guðmundur Björgvin Gylfason kennari leiddi hópinn um víðfeðmt húsnæði skólans og það var bæði gaman og áhugavert að sjá hið fjölbreytta nám sem er stundað í þessum stóra skóla í höfuðstað Suður- lands. Guðfinna er viðmælandi Skólavörðunnar á Suðurlandi. Hún segir okkur að hún hafi starf- að í FSU nær allan sinn starfsferil, eða í rúm 20 ár. Það var samt ekki endilega planið hjá Guðfinnu að verða kennari. „Ég valdi að fara í BA-nám í ensku í Háskóla Íslands og hafði svo sem ekki hugsað málið mikið lengra. En þá gerðist það að Örlygur [Karlsson] aðstoðarskóla- meistari hringdi í mig og bað mig að koma og leysa af í kennslu. Ég varð að hefja störf strax því önnin var byrjuð. Ég kastaði mér í djúpu laugina og datt inn í að kenna einn áfanga,“ segir Guðfinna og bætir við að kennarastarfið hafi strax átt vel við hana. „Mér fannst þetta bara alveg frábært.“ Þegar BA-gráðan var í höfn skráði Guðfinna sig í M.Paed-nám með kennslugreinina ensku. Hún vann sem kennari í FSU á meðan hún stundaði meistaranámið. En af hverju enska? Nú brosir Guðfinna. „Einn þráðurinn er sá að mér leiddist óskaplega í ensku í grunnskóla. Ég var á undan og það var ekki mikið í gangi fyrir nemendur sem voru komnir lengra. Önnur ástæða fyrir þessu vali var áhugi minn á bókmenntum. Ég var mikill bókaormur og las frá unga aldri mikið á ensku,“ segir Guðfinna. Jákvæð og falleg orka í leiklistinni „Það ríkir ákveðið frelsi í leiklistartímum. Nemendur vinna með eigin rödd og líkamann og ævinlega í mikilli gleði,“ segir Guðfinna en hún var frumkvöðull þegar kom að því að bjóða leiklist sem valáfanga í FSU.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.