Skólavarðan - 2023, Síða 28

Skólavarðan - 2023, Síða 28
Selfoss 28 SKÓLAVARÐAN HAUST 2023 KENNARASAMBANDIÐ / Hringferð Þ að eru mikil forréttindi að fá að starfa með ungu fólki,“ var eitt af því fyrsta sem Guðfinna Gunnars- dóttir, ensku- og leiklistarkennari, sagði þegar hún var spurð hvort kennarastarfið væri ánægjulegt. Hringferðarhópurinn átti afar ánægjulega stund í Fjölbrauta- skóla Suðurlands um miðjan september og ekki annað hægt að segja en að móttökurnar hafi verið framúrskarandi. Guðmundur Björgvin Gylfason kennari leiddi hópinn um víðfeðmt húsnæði skólans og það var bæði gaman og áhugavert að sjá hið fjölbreytta nám sem er stundað í þessum stóra skóla í höfuðstað Suður- lands. Guðfinna er viðmælandi Skólavörðunnar á Suðurlandi. Hún segir okkur að hún hafi starf- að í FSU nær allan sinn starfsferil, eða í rúm 20 ár. Það var samt ekki endilega planið hjá Guðfinnu að verða kennari. „Ég valdi að fara í BA-nám í ensku í Háskóla Íslands og hafði svo sem ekki hugsað málið mikið lengra. En þá gerðist það að Örlygur [Karlsson] aðstoðarskóla- meistari hringdi í mig og bað mig að koma og leysa af í kennslu. Ég varð að hefja störf strax því önnin var byrjuð. Ég kastaði mér í djúpu laugina og datt inn í að kenna einn áfanga,“ segir Guðfinna og bætir við að kennarastarfið hafi strax átt vel við hana. „Mér fannst þetta bara alveg frábært.“ Þegar BA-gráðan var í höfn skráði Guðfinna sig í M.Paed-nám með kennslugreinina ensku. Hún vann sem kennari í FSU á meðan hún stundaði meistaranámið. En af hverju enska? Nú brosir Guðfinna. „Einn þráðurinn er sá að mér leiddist óskaplega í ensku í grunnskóla. Ég var á undan og það var ekki mikið í gangi fyrir nemendur sem voru komnir lengra. Önnur ástæða fyrir þessu vali var áhugi minn á bókmenntum. Ég var mikill bókaormur og las frá unga aldri mikið á ensku,“ segir Guðfinna. Jákvæð og falleg orka í leiklistinni „Það ríkir ákveðið frelsi í leiklistartímum. Nemendur vinna með eigin rödd og líkamann og ævinlega í mikilli gleði,“ segir Guðfinna en hún var frumkvöðull þegar kom að því að bjóða leiklist sem valáfanga í FSU.

x

Skólavarðan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.