Skólavarðan - 2023, Blaðsíða 17

Skólavarðan - 2023, Blaðsíða 17
HAUST 2023 SKÓLAVARÐAN 17 Kennarahúsið / UMFJÖLLUN Það var gert í vor við hátíðlega athöfn. Þá fékk Magnús Þór Jónsson, formaður Kennara- sambands Íslands, Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra lyklakippuna drjúgu. Valgeir sagði nokkur orð um húsið við tilefnið, for- sætisráðherra gerði slíkt hið sama og þakkaði sérstaklega fyrir hversu vel hefði verið hugsað um bersýnilega vel ástatt húsið. „Svo þegar ég kom núna í húsið, daginn sem það var afhent ríkinu, þá fór ég um það allt og var mjög ánægður með hvað það er í góðu standi.“ „Það er eiginlega alveg í topp- standi. Og það er gaman að því, að afhenda það svona.“ Viðveran í húsinu ómetanleg Þar með hafði Valgeir fylgt starfsemi Kennarasambands Íslands í gamla Kennara- húsinu allt frá því að sambandið fékk húsið að gjöf og þar til því var skilað til ríkisins árið 2023. „Í sjálfu sér var þetta bara eðlileg upp- lifun, að sjá húsið fara úr höndum Kennara- sambandsins,“ segir Valgeir. „En ég hef alltaf miklar tilfinningar til þessa húss, hver sem verður í því. Það er önnur saga.“ „Þetta var náttúrulega svona heimili. Það var mjög skemmtilegt að vera með félagið í þessu húsi. Það var í sjálfu sér alveg ómetan- legt að mínu mati.“ Aðspurður um hvaða væntingar og vonir hann hafi um framtíð gamla Kennarahússins við Laufásveg segir hann: „Nú virðist ekki vera búið að ákveða hvaða starfsemi fer inn, en ef við trúum orðum forsætisráðherrans við afhendinguna, þá verður það eitthvað við hæfi. Svo skulum við sjá til hvað það verður.“ Einu sinni var... Vörðubrot Mikill styr hefur verið í umræðu um námsefni og hvort það þyki viðeigandi. Það eru ekki bara bækurnar sem hafa farið fyrir brjóstið á fólki. Vert er að nefna verk Kristjáns Guðmundssonar, Vörðubrot, frá 1970. Verkið var gert úr um 85 heilhveitibrauðhleifum sem raðað var upp í eins konar vörðu á Skólavörðuholtinu og vísaði í gömlu Skólavörðuna sem þar stóð. Vörðubrot vakti bæði hneykslan og reiði almennings, varpaði ljósi á átök „gamalla gilda og nýrra sjónarmiða í listum“, eins og það var orðað í Lesbók Morgunblaðsins árið 2009. Að lokum leiddi samfélagsumræðan um verkið til þess að lögreglan „fjarlægði það af vettvangi á Skólavörðu- holtinu af heilbrigð- isástæðum“, eins og sagði í Lesbókinni. Það gerði verkið að sjálfsögðu aðeins alræmdara, eða eins og Kristín G. Guðnadóttir listfræðingur sagði í samtali við RÚV árið 2017: „Á sínum tíma var Vörðubrotið eitt þekktasta myndlist- arverk íslenskrar myndlistarsögu vegna þess að það var fjarlægt af sýningunni. Ég held að heilhveitibrauð hafi aldrei nokkurn tímann, hvorki fyrr né síðar, verið talið eins hættulegt og þarna.“ Kristján hafði árinu áður komið inn í íslenskan myndlistarheim með hvelli, með sýningu sem hann hélt 1969 þar sem þungamiðjan var straubretti þakið óhrein- indum og hænsnaskít. Þrátt fyrir að aðeins 47 manns hefðu sótt og séð sýninguna vakti hún mikla hneykslan meðal almennings. Þó keypti Listasafn Íslands engu að síður það sem eftir var af innsetningunni 1988 og setti hana aftur upp tveimur árum síðar – og þá aftur við mikið fjaðrafok. Bera Nordal, þáverandi forstöðumaður safnsins, neyddist til að birta athugasemd í fjölmiðlum í ljósi viðbragðanna þar sem fram kom að það væri „lögum sam- kvæmt hlutverk safnsins að afla verka sem endurspegluðu nýja strauma og stefnur í íslenskri myndlist“ og að „þetta verk væri mikilvægur fulltrúi ákveðinna listviðhorfa og stefnu sem fram kom á sjöunda áratugnum,“ eins og útskýrt var í Lesbók Morgunblaðsins 2009. Kristján Guðmundsson skipaði sér stall meðal virt- ustu listamanna Norðurlanda og tók, árið 2009, eins og minnst er á í Lesbókinni, á móti Carnegie-verðlaununum af Margréti Danadrottningu. Efri til vinstri Dúkurinn í stigun- um tveimur er frá því að Freysteinn Gunnarsson, fyrr- verandi skólastjóri Kennaraskólans, tók við honum 1930. Þá réðst hann í töluverðar framkvæmdir; lagði þennan endingargóða dúk á gólf og stiga og klæddi inniveggi með krossvið. Valgeir Gestsson, fyrrum skrifstofu- stjóri Kennara- sambandsins fór yfir sögu hússins við skil þess. Á veggnum sjást lyklarnir að húsinu sem forsætis- ráðherra veitti viðtöku. Neðri til vinstri Lengi vel var aðeins einn sími í húsinu – sími sem enn hangir vegg- fastur á sínum stað – í miðjum stiga. „Þetta var eini síminn í skólanum. Þetta var skólasíminn – fyrir alla starfsemi skólans. Og sá sem var næstur þegar það hringdi svaraði í símann,“ útskýrir Valgeir. MYND: GUNNAR V. ANDRÉSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.