Skólavarðan - 2023, Blaðsíða 51

Skólavarðan - 2023, Blaðsíða 51
HAUST 2023 SKÓLAVARÐAN 51 Samskipti / VINNUUMHVERFI þörfnumst en í stað þess að koma okkur beint að máli málanna þá bendum við á ókost sem stuðar og veldur pirringi í áframhaldandi samskiptum. Þegar við höfum áttað okkur á þörfum okkar getum við sett fram ósk sem byggir á þessum þörfum. Í samtali við unglinginn sem við teljum að sofi ekki nóg er líklegt að við segjum: „Þú ferð alltaf svo seint að sofa“ en í raun væri betra að segja „ÉG vil ekki að þú farir seint að sofa því það hefur áhrif á það hvernig þér líður í skólanum“ eða „ÉG vil að þú farir fyrr að sofa svo þú vaknir hress og úthvíld(- ur) í fyrramálið“. Hvort sem þetta hefur áhrif eða ekki þá veit hann hvað við viljum, til hvers við ætlumst af honum og hvers vegna. Í samtali við samstarfsfélaga gæti okkur orðið á að segja: „Vantreystirðu mér?“ eða nota fullyrðingu eins og „þú vantreystir mér“ eða „þú skilur ekki það sem ég er að segja“. Hér væri betra að segja: „ÉG vil að þú treystir mér“ „ÉG vil að þú hlustir þegar ég tala og bíðir með að segja EN þangað til ég hef lokið máli mínu.“ „ÉG vil að þú sýnir mér að þú hafir skilið það sem ég sagði.“ Og þegar einhver hefur notað hárblásarann, eða réttara sagt hækkað róminn (eitthvað sem á ekki að líðast á vinnustöðum), „ÉG vil að þú talir við mig með venjulegum raddstyrk.“ Ég vil, ég þarfnast! Hér er lykillinn að nýta svokölluð ÉG-boð, (sleppa ÞÚ-boðunum sem við vitum einmitt að virka alls ekki á nemendur okkar). Hér erum við komin á þann stað að vita hvað við viljum í samskiptunum og segja frá því í stað þess að gagnrýna hinn aðilann fyrir að gera ekki eins og við viljum. Þetta er auðvelt að skrifa en erfitt að framkvæma og þess vegna þurfum við að æfa okkur. Við þurfum að æfa okkur í að þekkja eigin þarfir og vita hvað við viljum. Við þurfum að æfa okkur í að koma þörfum okkar í orð vegna þess að við getum ekki ætlast til að fólk viti hvað við viljum ef við komum ekki orðum að því. Og við þurfum að æfa okkur í að þora líka að orða þarfir okkar við stjórnendur. Hér gildir gullna reglan um skýr jákvæð skilaboð, ekki hálfkveðnar vísur eða lýsingar á því sem við teljum okkur sjá eða ekki vilja. Erfiðari aðstæður kalla á flóknari samskipti en aðferðirnar eru þær sömu. Við orðum óskir okkar á einfaldan, skýran og jákvæðan máta, t.d. værirðu til í að... Gætirðu.... í stað ÉG vil... og reynum að átta okkur á óskum annarra og þörfum. Auðvitað óttumst við að mótherj- inn geri lítið úr þörfum okkar eða neiti óskinni en þá verðum við að vera nógu örugg til að sjá að þarfir okkar eiga Heilbrigð samskipti jafnan rétt og annarra, þekkja vel okkar eigin óskir og þrár og standa með þeim af kurteisi og skilningi en einnig sveigj- anleika. Hér gildir að þekkja samferða- fólk okkar, hafa mannskilning, þroska og sveigjanleika til að sjá að okkar þarfir mæta ekki alltaf þörfum annarra en við þurfum að ná lendingu. Við gætum þurft að rýna í þarfir annarra og orða þær í samvinnu við þá. Við gætum líka þurft að fá aðstoð sérfræðinga til að ná lendingu. Lykillinn að sáttum er að gera tilraun til að mæta þörfum allra, hlusta og sýna samkennd. Það sagði enginn að samskipti væru einföld en með auknum skilningi á þeim þáttum sem hafa áhrif getum við bætt þau. Hver er þá niðurstaðan?  X Við þurfum að gera okkur grein fyrir að öll erum við alls konar og komum víða að með ólíkan uppruna og mishollt veganesti fyrir lífið.  X Við þurfum að vera opin fyrir því að breyta rótgrónu hegðunarmynstri okkar og þora að leita okkur aðstoðar við það.  X Við þurfum að vita hvers við óskum og orða það á skýran hátt.  X Við þurfum að vera meðvituð um að okkar þarfir eigi jafnan rétt á sér og þarfir annarra.  X Við þurfum stundum að orða þarfir annarra til að skilja aðstæður og ná sáttum. Stundum gætum við þurft aðstoð við það. Við berum öll sameiginlega ábyrgð á að samskipti verði heil- brigð, jákvæð og öllum til heilla. Byggt á: Rosenberg, Marshall (2015). Nonviolent Communicatins: A Language of Life. PuddleDancer Press. Rosenberg, Marshall (2012). Living Nonviolent Communications: Practical Tools to Connect and Communicate Skillfully in Every Situation. Puddle- Dancer Press. flækjusaga
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.