Skólavarðan - 2023, Blaðsíða 35

Skólavarðan - 2023, Blaðsíða 35
HAUST 2023 SKÓLAVARÐAN 35 Vinur eða óvinur? / GERVIGREIND S amsíða kon- unginum gengu gullþernur, líkar lifandi meyjum; þær hafa vit í brjósti og mál og styrkleik, og hinir ódauðlegu guðir hafa kennt þeim hannyrðir...“ Hugmyndina um hina hugsandi vél má að rekja til fornaldar og grískra goðsagna eins og Ilíónskviðu, sem vitnað er í hér fyrir ofan. Það var þó fyrst um miðbik síðustu aldar, þegar breski stærðfræðingurinn Alan Turing, setti fram kenningar sínar um „hugsandi“ tækni sem gæti lært, að það fór að líta út fyrir að skáld- skapurinn gæti orðið að veruleika. Það var þó ekki fyrr en eftir hans daga sviðið fékk fyrst nafn sitt og gervigreind varð til sem rannsóknarsvið, eða sumarið 1956 þegar hópur vísindamanna kom saman á ráðstefnu í Dartmouth, leiddri af stærðfræðingunum og frumkvöðlunum John McCarthy og Marvin Minsky. Sveiflukennd þróun Í kjölfar ráðstefnunnar hófst rússíbanareið í rannsóknum á gervigreind. Fyrst tók við um tuttugu ára gullaldarskeið sem lauk um miðjan áttunda áratuginn þegar greinin lagðist í dvala, enda tölvubúnaður takmarkaður á þessum árum og fjármagn til rannsókna var á þrotum. Silfuröld gervigreindar hófst svo snemma á níunda áratugnum og næsta stökk kom í formi sérfræðikerfa. Viðhald kerfanna reyndist þó dýrt og tímafrekt og aftur fóru fjárframlög dvínandi. Snemma á tíunda áratugn- um jókst áhuginn á ný eftir því sem tölvur urðu öflugri og geta sjálflærandi forrita þar með meiri. Stórum áfanga var svo náð árið 1997 þegar ofurtölvunni Deep Blue tókst að sigra tvo leiki í skák gegn Garry Kasparov, þáverandi heimsmeistara. Síðan þá hafa tölvur verið ósigrandi í allskonar leikjum og sjálflærandi forrit, sem geta unnið sig í gegnum gríðarstór gagnasett, lært og brugðist við í rauntíma, virðast vera allt í kring. Siri og Alexa í snjalltækjum og nú spjall- mennið ChatGBT – og þróunin er hvergi nærri hætt. En hver eru áhrif tækninnar á nám og skóla? Óumbeðni aðstoðarkennarinn? Tækninýjungar eiga stöðugt stærri sess innan skólakerfisins. Nýjungum, eins og nú spjall- menninu ChatGBT, fylgja ósjaldan áhyggjur, enda áhrifin á nám og kennslu enn ófyrirséð. En er ástæða til að óttast? Skólavarðan ákvað að bera málið undir spjallmennið sjálft, ChatGBT, og spyrja það út í kosti og galla tækninnar fyrir skóla- kerfið. Kostirnir:  X Einstaklingsmiðað nám: Gervigreindin getur greint styrk- og veikleika nemenda og þannig hámarkað námsgetu hvers og eins nemenda með því að finna út hvaða lærdómsaðferðir henta einstaklingnum best og sníða námsefni og haga námshraða eftir því. Þá getur gervigreindin virkjað nemandann og gert námið ánægjulegra með því að læra inn á áhugasvið hvers nemanda og sníða námið að því. Með því að mæta mismun- andi námsþörfum hvers og eins getur gervigreindin séð til þess að allir nemendur geti tekið virkan þátt, óháð getu, og þannig aukið inngildingu í skólanum.  X Snemmtæk íhlutun: Gervi- greindin getur greint námsörð- ugleika og mögulegan hegðunar- vanda nemenda strax í upphafi og þannig gert snemmtæka íhlutun kennara og foreldra mögulega.  X Stuðningur við kennara: Með notkun gervigreindar er hægt að draga úr vinnuálagi kennara og gera þeim kleift að eyða meiri tíma í kennslu og stuðning við nemendur, svo sem með því að láta gervigreindina sjá um ákveðin stjórnunarleg verkefni, eins og yfirferð verkefna, einkunnagjöf og utanumhald um mætingu nemenda. Spjallmennin geta einnig verið nemendum innan handar utan skólastofunnar og veitt þeim stuðning og svör, svo sem við að leysa heimaverkefni.  X Gagnadrifin innsýn: Gervi- greindin getur safnað verðmætum upplýsingum sem nýtast við gerð námskrár, val á kennsluaðferðum, úthlutun á fjármagni og til að hámarka námsárangur. Gallarnir: „Þótt gervigreindin lofi góðu og gefi góð fyrirheit ber einnig á áskorunum, eins og hvað varðar persónuvernd og þörf á kennara- menntun. Þá er hætta á því að fordóma og hlutdrægni gæti hjá gervigreindinni. Þessar áskoranir þurfa stjórnvöld og skólasamfé- lagið að takast á við með ábyrgum hætti.“ Þar sem gervigreindin var kannski heldur stuttorð um mögulega galla í sínu fari ákvað Skólavarðan að spyrja aðeins nánar út í þá: „Takk fyrir svarið. En hvað með upplýsingaóreiðu, ritstuld og gagnrýna hugsun, eru það áhyggjuefni við notkun gervi- greindar í skólum? Erum við viss um að ungmenni geti greint rétt frá röngu þegar kemur að marg- slungnum og flóknum málum?“ Og mennið stóð ekki á svörum: „Áhyggjur þínar eru gildar og krefjast vandlegrar skoðunar.“ Já, þakka þér fyrir.  X Upplýsingaóreiða og rangar upplýsingar: Gervigreind í skól- um verður að byggjast á réttum og uppfærðum upplýsingum hverju sinni. Hættan á að villur, úreltar og rangar eða hlutdrægar upplýsingar komist í umferð, með tilheyrandi áhrifum á skilning nemenda, er til staðar. Því þyrftu skólar reglulega að endurskoða og ritskoða efnið sem gervigreindin byggir á og nýtir. Þá ætti að hvetja nemendur til að beita gagnrýnni hugsun; spyrja spurninga og sannreyna upplýsingar.  X Gagnrýnin hugsun: Ofurá- hersla á notkun gervigreindar í námi gæti dregið úr líkunum á því að nemendur þjálfi með sér hæfileikann til beitingar gagn- rýnnar hugsunar og þar með verði erfiðara fyrir þá að leysa sjálfstætt vandamál. Því þurfa kennarar að finna gott jafnvægi á milli notkun- ar hefðbundinna kennsluaðferða og gervigreindar. Þá er mikilvægt að kennarar hvetji nemendur til þess að beita gagnrýnni hugsun og kenni þeim stafrænt læsi, að greina og meta upplýsingar hverju sinni. Þar leika foreldrar einnig stórt hlutverk.  X Ritstuldur: Gervigreindarfor- rit, sem sum geta sett saman texta, leyst verkefni og skrifað ritgerðir á augabragði, geta aukið líkurnar á og auðveldað ritstuld. Því þurfa skólar að styðjast við forrit sem geta greint ritstuld og leggja áherslu á notkun frumheimilda, tilvísanir og fræðileg heilindi. Setja ætti siðfræði og umfjöllun um ábyrga notkun gervigreindar og tækni í námskrá. Komið til að vera Sama hvað hverjum kann að finnast virðast tækninýjungarnar komnar til að vera. Maðurinn býr tæknina til og hún er því háð mörgum af sömu takmörkunum og við. Því skiptir kannski mestu máli núna að finna út – ekki hvort – heldur hvernig hún nýtist best innan skólastofunnar. Hver veit nema að með samvinnu, virku samtali og endurgjöf, ábyrgð og gagnrýnni hugsun að hér sé komið öflugt námstæki, sem samhliða hefðbundnum kennsluaðferðum, geti bylt menntun til hins betra. En dæmi nú hver lesandi fyrir sig. HEIMILDIR: Hjálmtýr Hafsteinsson. „Hver var Alan Turing og hvert var framlag hans til tölvunarfræðinnar?“ Vísindavefurinn, 11. mars 2011. Sótt 8. nóvember 2023. http://visindavefur.is/svar.php?id=58605 Þórarinn Jónmundsson. „Gervigreind: Sjálflærandi forrit og áhrif þeirra á Solow líkanið“ BA-ritgerð, Skemman, 8. Maí 2017. Sótt 8. nóvember 2023. http://hdl.handle.net/1946/27200 Nýjungum, eins og nú spjallmenninu ChatGBT, fylgja ósjaldan áhyggj­ ur, enda áhrifin á nám og kennslu enn ófyrirséð. En er ástæða til að óttast?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.