Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2024, Blaðsíða 16

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2024, Blaðsíða 16
Viðtal 14 Tímarit hjúkrunarfræðinga | 1. tbl. 100. árg. 2024 Náttúruhamfarir og uppbygging bráðaþjónustu á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja Viðtal: Helga Pálmadóttir | Myndir: Sigríður Elín Ásmundsdóttir Hver er Ásta Kristbjörg Bjarnadóttir og hver er vegferð þín í hjúkrun? Ég er héðan, fædd og uppalin í Keflavík en fór norður á Akureyri að læra. Ákvað að skella mér ein með barn, þekkti engan á Akureyri, en langaði til að gera eitthvað öðruvísi. Þannig að ég flutti norður og bjó þar í fimm ár, ég kláraði námið árið 2006 og var í ár á eftir að vinna á lyflækningadeildinni á Akureyri. Þar kynntist ég manninum mínum og fórum við suður 2007 og ég fór þá að vinna á sjúkradeildinni hér á HSS. Ég hef unnið á sjúkradeildinni, í ungbarnavernd og svo á bráðamóttökunni. Ég er ekki mikið fyrir að vinna vinnu þar sem ég þarf alltaf að gera það sama. Ég þarf að hafa svolítinn fjölbreytileika og þess vegna fannst mér bráðahjúkrun henta mér vel þó svo ég hafi upphaflega farið í hjúkrunarfræði til að verða ljósmóðir. Ég mæti í vinnuna og veit ekki hvernig dagurinn minn verður. Það finnst mér skemmtilegt og heldur mér á tánum. Ég hef örugglega enst svona í þessu vegna þess. Ég vann á sjúkradeild – var þar örugglega í 12 ár en síðustu árin var ég farin að skipta mér á milli, var þar og svo á bráðamóttökunni og kom svo alfarið hingað niður þegar ég tók við deildarstjórastöðunni í janúar 2020. Ég prófaði líka að fara til Noregs að vinna 2013-2014, vann á alls konar deildum og á hjúkrunarheimilum. Fann þar hvað maður býr vel að því að hafa unnið á Íslandi. Við gerum það sem þarf að gera. Það er í okkar menningu. Mig langaði alltaf til að flytja til Noregs alveg frá því ég kláraði sjúkraliðanámið 2001 en eftir þessar ferðir mínar til Noregs hvarf sú löngun og hefur ekki komið aftur. Var þitt fyrsta verk sem deildarstjóri að takast á við heimsfaraldur? Já, ég hugsaði einmitt að mér fyndist ég alveg hafa tækifæri til að koma mér inn í starfið, hvað ég ætti að gera, en svo var víst ekki. Ég þurfti að læra inn á starfið og þann raunveruleika sem við vorum í þá. Breytingarnar voru miklar þessa fyrstu mánuði eftir að Covid byrjaði. Hvernig var brugðist við Covid á HSS? Í fyrstu bylgjunni fóru allir sem voru með jákvætt Covid-próf og voru veikir beint á Landspítalann. Við vorum ekki að sinna þeim hér hjá okkur. Þegar þetta varð meira og liðinn aðeins tími frá fyrsta smiti þá opnuðum við Covid-herbergi sem var þá í kapellunni við hliðina á líkhúsinu. Þetta var náttúrlega mjög óheppileg staðsetning en eina sem við höfðum. Þrengslin á stofnuninni eru gífurleg. Þannig að við þurftum að finna einhverja lausn. Sjúkrabíllinn gat komið þar að og auðvelt að fara beint inn en svo áttuðum við okkur á því að það var ekkert bjöllukerfi og það var ekki hægt að skilja neinn eftir þar vegna þess að það var ekki hægt að kalla eftir aðstoð. Þannig að þetta voru miklar áskoranir. Auk þess voru einungis tveir hjúkrunarfræðingar á vakt og þá annar fastur inni á einangrunarherbergi í einhvern tíma og því bara einn hjúkrunarfræðingur til að sinna restinni sem var á bráðamóttökunni. Þegar líða tók á Covid-faraldurinn þá tókum við eina skrifstofu á gömlu bráðamóttökunni undir þá einstaklinga sem voru með jákvætt Covid-próf eða grun um Covid því þar gat sjúkrabíllinn komið og farið beint inn á stofuna. En þetta voru náttúrlega engar einangrunarstofur. Bara herbergi eins og hinar stofurnar voru. Þetta var skrítinn tími en lærdómsríkur því allir voru svo tilbúnir til að finna lausnir. Við erum í þessu ástandi núna, hvernig ætlum við að leysa það. Það er svo ótrúlega magnað að sjá hvernig starfsfólk okkar vinnur sem ein heild þegar það koma svona áskoranir því þá leggjast allir á eitt að láta hlutina ganga. Það var ótrúlega gaman að fylgjast með og maður var stoltur að tilheyra þessari heild. Það þurfti stöðugt að breyta vinnuum- hverfi og skipulagi starfsfólks og þó að það hefði mikil áhrif á líf Ásta Kristbjörg Bjarnadóttir, deildarstjóri á bráðamóttöku HSS Undanfarinn áratug hefur verið mikið fjallað um álag í heilbrigðiskerfinu og að birtingarmynd vandamálsins komi fram í stórauknu álagi á bráðamóttökum landsins. Heilbrigðisráðuneytið fór í verkefni til að leita lausna á þessu vandamáli. Eitt af þeim verkefnum var að fara í viðamiklar endurbætur á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja (HSS). Ný og endurbætt bráðamóttaka var hluti af þessum endurbótum á stofnunni en auk hennar var tekin í notkun ný sjúkradeild og geðheilsuteymi stofnunarinnar komst í stærra og betra húsnæði. Nýja bráðamóttakan var opnuð síðastliðið haust og aðstaða fyrir sjúklinga og starfsfólk batnaði til muna. Áður var hægt að taka á móti allt að sex sjúklingum í óhentugu húsnæði en núna hefur bráðamóttakan nær þrefaldast að stærð og er hægt að taka á móti allt að 16 sjúklingum í rúm eða meðferðarstóla á vel tækjum búinni bráðamóttöku. Við fórum í heimsókn og hittum fyrir Ástu Kristbjörgu Bjarnadóttur, deildarstjóra á bráðamóttöku HSS, og ræddum við hana um undangengnar breytingar á stofnuninni – náttúruhamfarir og framtíðarsýn bráðahjúkrunar á landsbyggðinni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.