Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2024, Blaðsíða 49

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2024, Blaðsíða 49
47 Ritrýnd grein | Peer review Tímarit hjúkrunarfræðinga | 1. tbl. 100. árg. 2024 Hæfni hjúkrunarfræði- nemenda á lokaári og ári eftir útskrift, námsumhverfi og áhrif þess á hæfnina: Lýsandi ferilrannsókn INNGANGUR Hæfni og fagleg þróun hjúkrunarfræðinga hefur verið til skoðunar á heimsvísu á undanförnum árum. Áherslan hefur að mestu verið á hæfni hjúkrunarfræðinga, enda er hæfni í starfi nauðsynleg til að tryggja gæði þjónustu og örugga og siðlega umönnun (Flinkman o.fl., 2017). Hæfni hjúkrunarfræðinga byggir á grunnnámi þó sí- og endurmenntun skipti sköpum í þróun heilbrigðisgreina. Breytingar í samfélagi og atvinnulífi kalla jafnframt á framþróun og nýjar áherslur í kennslu í háskólanámi (European Commission, 2017a). Þá hefur COVID-19 faraldurinn, aukin vitund um frekari heimsfaraldra, umhverfisáhætta eins og loftslagsbreytingar, fjölgun tæknilausna, auk langlífis og fjölgunar langvinnra sjúkdóma haft þau áhrif að heilbrigðisþjónusta og nám heilbrigðisstétta þarf að vera í sífelldri endurskoðun (Alvarez-Nieto o.fl., 2018; European Commission, 2017b). Kennsla hjúkrunarfræðinemenda ásamt skipulagningu og innihaldi náms þeirra skiptir sköpum við þær öru samfélagslegu breytingar sem heimurinn býr við nú. Bologna-yfirlýsingin frá árinu 1999 hafði áhrif á skipulag hjúkrunarnáms í Evrópu. Meginstoð yfirlýsingarinnar var samvinna og gæðatrygging menntunar, að koma á samevrópsku háskólasvæði, koma á og skipuleggja gæðaeftirlit innan háskóla og efla sameiginlegan vinnumarkað. Í kjölfar yfirlýsingarinnar hófst Bologna-ferlið sem hafði þau áhrif að menntun varð nemendamiðaðri; áhersla var lögð á það sem er lært í stað þess sem er kennt. Jafnframt varð menntunin hæfnimiðuð. Þá fá allir nemendur skírteinisviðauka við útskrift með kerfisbundinni lýsingu á prófgráðum og námi og áhersla er lögð á þekkingu, hæfni og færni sem nemendur eiga að búa yfir við námslok. Hjúkrunarfræðinám hérlendis fer fram við Háskólann á Akureyri (HA) og Háskóla Íslands (HÍ) og skal uppfylla skilyrði tilskipunar 2005/36/EB og 2013/55/EU um viðurkenningu á faglegri menntun og hæfi (tilskipanir 2005/36/EC og 2013/55/EU) og þar er að finna lýsingu á lágmarkshæfni hjúkrunarfræðinemenda við útskrift (sjá töflu 1). Ekki er gerð krafa um sameiginleg hæfniviðmið fyrir hjúkrunarnám í Evrópu umfram að þau uppfylli lágmarkshæfnina. Tafla 2 sýnir heildarhæfniviðmið sem nemendur í hjúkrunarfræði við HÍ og HA eiga að hafa náð við útskrift. Heildarhæfniviðmiðin skulu hríslast niður í öll námskeið námsleiðarinnar þannig að hæfniviðmið námskeiða eiga að endurspegla heildarhæfniviðmið námsleiðarinnar. Í tilskipun 2005/36/EC segir meðal annars um klínískt nám að það skuli fara fram á sjúkrahúsum, í heilsugæslu eða á öðrum vettvangi á ábyrgð hjúkrunarfræðinga, í samvinnu við og með aðstoð annarra hæfra hjúkrunarfræðinga. Þá segir að klínísk reynsla ætti að vera valin með tilliti til þjálfunargildis hennar og vera undir eftirliti hæfra hjúkrunarfræðinga þar sem fjöldi hæfra starfsmanna og tækjabúnaðar hentar fyrir hjúkrun sjúklinga. Ekki er fjallað um hver hæfni klínískra hjúkrunarfræðikennara ætti að vera umfram það að hafa hjúkrunarfræðipróf. Á Íslandi er stefna háskólanna að deildarkennarar þ.e. klínískir kennarar á deild hafi B.S.-gráðu og að lágmarki tveggja ára starfsreynslu sem hjúkrunarfræðingar og sérfræðikennarar hafi M.S.-gráðu. Námið er skipulagt af akademískum kennurum (lektor, dósent, prófessor) þar sem doktorspróf er krafa. Höfundar HERDÍS SVEINSDÓTTIR Hjúkrunar og ljósmóðurfræðideild, Háskóla Íslands, Landspítala MARGRÉT HRÖNN SVAVARSDÓTTIR Hjúkrunarfræðideild Háskólans á Akureyri KATRÍN BLÖNDAL Hjúkrunar- og ljósmóðurfræðideild, Háskóla Íslands, Landspítala HRUND S. THORSTEINSSON Hjúkrunar- og ljósmóðurfræðideild, Háskóla Íslands, Landspítala BRYNJA INGADÓTTIR Hjúkrunar- og ljósmóðurfræðideild Háskóla Íslands ProComp-rannsóknahópurinn Professional Competence in Nursing | Nursing Science Research Programmes (utu.fi)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.