Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2024, Blaðsíða 50

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2024, Blaðsíða 50
48 Tímarit hjúkrunarfræðinga | 1. tbl. 100. árg. 2024 Hæfni er flókið fyrirbæri og felur í sér færni, þekkingu, hegðun og ákveðna eiginleika sem nauðsynlegir eru til almennra starfa (Spencer og Spencer, 1993). Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO, 2016) hefur skilgreint kjarnahæfni hjúkrunarkennara sem hæfni í klínísku hjúkrunarstarfi, kennslufræði, samskiptum, samstarfi, eftirliti og mati, stjórnun og stafrænni tækni. Þá þurfa þeir að hafa þekkingu á kenningum um nám og kennslu, á námsskrárgerð og innleiðingu námsskrár, reynslu af rannsóknum og búa yfir siðlegum grunngildum og fagmennsku. Áhyggjum af skorti á menntuðum hjúkrunarkennurum hefur verið lýst (Ryan og McAllister, 2021) og sá skortur jafnvel talinn takmarkandi þáttur í fjölgun hjúkrunarfræðinga (American Association of Colleges of Nursing [AACN], 2022). Klínískir kennarar hafa iðulega enga formlega menntun eða þjálfun í klínískri leiðsögn (Ryan og McAllister, 2021). Rannsóknir á hæfni þeirra eru fátíðar. Meðan sumar rannsóknir sýna að klínískir kennarar upplifa óöryggi og takmarkaða hæfni í hlutverki sínu (Ryan og McAllister, 2021) sýna aðrar að þeir meta hæfni sína til að leiðbeina nemendum góða eða mjög góða (Kaarlela o.fl., 2022; Salminen o.fl., 2013). Nemendur hafa einnig metið hæfni kennara sinna góða en þó minni en kennararnir gera sjálfir (Salminen o.fl., 2013). Samanburður á mati hjúkrunarfræðinemenda í sex Evrópulöndum sýndi að nemendur frá Íslandi og Írlandi mátu hæfni kennara sinna hærri en nemendur frá Finnlandi, Þýskalandi, Litháen og Spáni (Salminen o.fl., 2021). Klínísk hæfni nemenda í hjúkrunarfræði við útskrift hefur verið til skoðunar undanfarið. Ljóst er að fjölmargir þættir hafa áhrif á hvort nemendur nái þeim hæfniviðmiðum sem sett hafa verið fyrir nám þeirra; má þar nefna námsumhverfi, námstækifæri í klínísku námi, leiðsögn og fleira. Ýmsum erfiðleikum er bundið að meta klíníska hæfni á vettvangi, þar sem viðvera kennara/matsaðila getur aukið streitu nemanda, klínískur vettvangur nemenda er mismunandi sem gerir endanlegt mat á hæfni erfitt (Immonen o.fl., 2019). Litlar upplýsingar liggja fyrir hér á landi um hvaða áhrif námsumhverfi nemenda s.s. aðstæður á deild og hæfni klínískra kennara hafa á hæfni hjúkrunarnemenda. Því er mikilvægt að rýna nánar í þá þætti. Því hafa rannsakendur látið nemendur sjálfa meta hæfni sína. Evrópskir útskriftarnemendur hafa almennt metið hæfni sína sem fremur góða (Forsman o.fl., 2020; Kajander-Unkuri o.fl., 2021; Kiekkas o.fl., 2019). Mismunandi er þó eftir löndum hversu mikla þeir meta hæfni sína á mismunandi hæfniþáttum (Kajander-Unkuri o.fl., 2021). Algengast er að mat á hæfni nemenda á klínískum vettvangi horfi til klínískrar færni, samskipta, siðfræðilegra ákvarðana, samvinnu og gagnrýninnar hugsunar (Immonen o.fl., 2019). Heilbrigðisþjónusta er í eðli sínu siðferðileg eins og endurspeglast í siðareglum heilbrigðisstétta. Í siðareglum hjúkrunarfræðinga segir: „Hjúkrunarfræðingur er málsvari skjólstæðings og stendur vörð um reisn hans og rétt og stuðlar að því að komið sé fram af virðingu og heiðarleika. Hjúkrunarfræðingur stendur vörð um sjálfsákvörðunarrétt skjólstæðings og rétt til bestu mögulegrar þjónustu á hverjum tíma“ (Siðaráð Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, 2015, 2. grein Hjúkrunarfræðingur og skjólstæðingur). Siðferðisstyrkur (e. moral courage) er hæfni hjúkrunarfræðingsins til þess að rökstyðja og verja siðareglur hjúkrunarfræðinga og breyta í samræmi við þær, þrátt fyrir að það geti haft fyrirsjáanlegar eða raunverulegar neikvæðar afleiðingar í för með sér. Siðferðisnæmi (e. moral sensitivity) er geta til að koma auga á aðstæður er varða siðferði og er það forsenda siðferðisstyrks (Koskinen o.fl., 2021). Siðferðisstyrkur leiðir af sér persónulegan og faglegan þroska, valdeflingu og yfirvegun sem birtist sem fagmennska í hjúkrun og styður við frama hjúkrunarfræðinga, fagþróun og vinnuumhverfi (Koskinen o.fl., 2021). Siðferðisstyrkur íslenskra hjúkrunarfræðinemenda hefur ekki verið kannaður áður en færa má rök fyrir því að hann verði til með samspili náms og klínískrar reynslu. Sú reynsla fæst bæði með því að starfa við hjúkrun en mjög algengt er að nemendur starfi við aðhlynningu samhliða hjúkrunarnáminu auk þess sem þeir öðlast reynslu í klíníska náminu. Áhersla er lögð á kennslu í siðfræði og álitamálum sem snerta siðferðisstyrk í hjúkrunarnáminu, jafnt í sérnámskeiðum, auk þess sem því er fléttað inn í kennsluna víða. Rannsóknin sem hér er greint frá er hluti af stærri rannsókn (ProComp-Nurse) sem fór fram í sex Evrópulöndum: Íslandi, Finnlandi, Þýskalandi, Írlandi, Litháen og á Spáni. Meginmarkmið hennar er að skoða og bera saman á milli landa hæfni útskriftar- nemenda í hjúkrun og aftur ári eftir útskrift. Í þessari úrvinnslu er hæfni íslensku nemendanna skoðuð ítarlega. Markmið greiningar- innar sem hér er sett fram eru að: a) Lýsa sjálfmetinni hæfni ásamt siðferðilegri hæfni og siðferðisstyrk íslenskra hjúkrunarfræðinemenda í síðustu klínísku námsdvöl og ári eftir útskrift. b) Lýsa mati íslenskra hjúkrunarfræðinemenda í síðustu klínísku námsdvöl á námsumhverfi sínu. c) Skoða samband hæfni íslenskra hjúkrunarfræðinemenda í síðustu klínísku námsdvöl við bakgrunn, siðferðilega hæfni, siðferðisstyrk og námsumhverfi. Hæfni hjúkrunarfræðinemenda á lokaári og ári eftir útskrift Tafla 1. Lágmarkshæfni sem hjúkrunarfræðinemendur skulu búa yfir við útskrift samkvæmt Evróputilskipan 2013/55/EU Formlegur vitnisburður um menntun og hæfi til að starfa sem hjúkrunar- fræðingur í almennri hjúkrun skal færa sönnur á því að hlutaðeigandi fagaðili sé fær um að sinna eftirtöldum hæfniþáttum óháð því hvort menntunin hefur farið fram í háskóla, stofnun á sambærilegu æðra námsstigi, starfsmennta- skóla eða starfsmenntabraut í hjúkrun. A. Hæfni til að framkvæma sjálfstæða greiningu á hjúkrunarþörf með því að beita gildandi fræðilegri og klínískri þekkingu sem og að gera áætlanir, skipu- leggja og stjórna hjúkrun sjúklinga á grundvelli þeirrar þekkingar og færni sem aflað hefur verið skv. liðum (a), (b) og (c) í 6. málsgrein. B. Hæfni til að vinna með aðilum annarra starfsstétta innan heilbrigðiskerfisins, þ.m.t. sinna verklegri þjálfun heilbrigðisstarfsfólks á grundvelli þeirrar þekkingar og færni sem aflað hefur verið skv. liðum (d) og (e) í 6. málsgrein. C. Hæfni til að gera einstaklingum, fjölskyldum og hópum kleift að leggja stund á heilbrigt líferni og sjálfsumönnun á grundvelli þeirrar þekkingar og færni sem aflað hefur verið skv. liðum (a) og (b) í 6. málsgrein. D. Hæfni til að hafa frumkvæði að aðgerðum sem stuðla að verndun lífs, sem og grípa til aðgerða í kjölfar hættuástands og stóráfalla. E. Hæfni til að veita einstaklingum sem þurfa á umönnun að halda og aðstand- endum þeirra sjálfstæða ráðgjöf, fræðslu og stuðning. F. Hæfni til að tryggja og meta gæði hjúkrunar. G. Hæfni til skilvirkra og faglegra samskipta og samstarfs við aðila annarra starfsstétta innan heilbrigðiskerfisins. H. Hæfni til að greina gæði hjúkrunar í þeim tilgangi að bæta eigin fagmennsku sem almennur hjúkrunarfræðingur. Heimild: https://eur-lex.europa.eu/LexUriServ/LexUriServ. do?uri=OJ:L:2013:354:0132:0170:en:PDF. Directive 2013/55/EU of the European Parliament and of the Council of 20 November 2013 amending Directive 2005/36/EC on the recognition of professional qualifications and Regulation (EU) No 1024/2012 on administrative cooperation through the Internal Market Information System.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.