Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2024, Blaðsíða 4

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2024, Blaðsíða 4
2 Tímarit hjúkrunarfræðinga | 1. tbl. 100. árg. 2024 Tímarit hjúkrunarfræðinga Engjateigi 9 · 105 Reykjavík Sími: 540 6400 hjukrun.is Útgefandi: Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga Ritsjóri og ábyrgðarmaður: Sigríður Elín Ásmundsdóttir Ritnefnd: Helga Pálmadóttir, Sölvi Sveinsson, Þórunn Sigurðardóttir Ritstjóri ritrýndra greina: Sigrún Sunna Skúladóttir Ritnefnd ritrýndra greina: Páll Biering, Kristín Linda H Hjartardóttir, Þóra Jenný Gunnarsdóttir Yfirlestur: Ragnheiður Linnet Auglýsingar: Erna Sigmundsdóttir Umbrot: Prentmet Oddi Forsíðumynd: Sigríður Elín Ásmundsdóttir Prentun: Prentmet Oddi ISSN 1022-2278 Nýtt ár æðir áfram og fyrsta tölublað Tímarits hjúkrunarfræðinga er að verða klárt fyrir prentvélarnar og á, ef ekkert klikkar, að berast félagsfólki Fíh fyrir páska enda tilvalið lesefni með súkkulaðieggjunum og kaffinu. Án þess að fullyrða nokkuð þá held ég að við séum að slá fjöldamet í birtum ritrýndum greinum því það eru hvorki fleiri né færri en sjö ritrýndar greinar í þessu fyrsta tölublaði ársins. Það er því tilvalið að drekka í sig fróðleik í fríinu, greinarnar eru fjölbreyttar, fræðandi og án efa líka frábært innlegg í vísindaheim hjúkrunar sem er í stöðugri framþróun. Ein þeirra fjallar til að mynda um reynslu einstaklinga með offitu af heilbrigðiskerfinu hér á landi og þar kemur fram að hlustun og nærgætni í framkomu heilbrigðisstarfsfólks skiptir miklu máli fyrir upplifun fólks í ofþyngd. Það vekur líka athygli að flestir sem tóku þátt í rannsókninni sögðu að offitan ylli því að stundum væri þeim sagt að þyngdin væri orsök allra einkenna og þeim sagt að létta sig. Þá væri hvorki hlustað né bent á meðferðarúrræði. Maður spyr sig hvort það séu mögulega holdafarsfordómar að kenna aukakílóum um heilsubrest? Offita er ef til vill ofnotaður sökudólgur og megrun þá væntanlega lausn sem ekki leysir allan vanda. Skjólstæðingurinn gæti upplifað vanlíðan samhliða ónær- gætnum athugasemdum um holdafarið og við endurteknar aðfinnslur fer hann mögulega að forðast þessar neikvæðu athugasemdir með því að forðast að sækja sér þjónustuna sem getur haft afleiðingar ef eitthvað sem þarfnast meðhöndlunar er að hrjá hann. Já, fordómar leynast víst víða og oft er besta vopnið í baráttunni gegn þeim fræðsla. Jaðarsettir hópar upplifa fordóma, flóttamenn verða fyrir fordómum, einnig fólk með fíknivanda og trans fólk og svo mætti lengi telja. Sigríður Jóna Bjarnadóttir þekkir mál trans fólks hér á landi vel en hún er fyrsti hjúkrunarfræðingurinn sem er í fullu starfi í Transteymi fullorðinna á Landspítala. Ég ætla að fá að vitna í orð hennar sem snúa einmitt að þessum fordómum sem leynast svo víða: „ ... það er mjög mikilvægt er að öll heilbrigðisþjónusta sé kynstaðfestandi sem vísar til þess að trans fólk á að geta leitað sér heilbrigðisþjónustu án þess að upplifa fordóma og hræðslu. Virða nafn og fornafn sem fólk kýs að nota þó að það sé ekki það sama og er skráð í Þjóðskrá. Svo skora ég öll á að bæta við fornöfnin sín í undirskriftinni sinni í tölvupósti,“ segir Sigríður og ég tek heilshugar undir orð hennar því allt telur þetta í baráttuni gegn fordómum. Önnur vísindagrein í þessu blaði fjallar um sjálfsvíg eða reynslu foreldra af því að missa dóttur eða son í sjálfsvígi og þann stuðning sem þeim stóð til boða í kjölfarið. Þar kemur fram að sjálfsvígið kom öllum foreldrunum í rannsókninni í opna skjöldu og var þeim mikið áfall. Flóknar tilfinningar eins og sektarkennd og sjálfs- ásakanir komu upp og áfallið kom mikið niður á andlegri og líkamlegri heilsu foreldranna. Þarna komum við aftur að því hvað virðing og að sýna mildi getur haft mikið að segja. Þessar tvær greinar, ásamt fimm öðrum ritrýndum greinum fylla síður blaðsins að þessu sinni. Auk þess eru skemmtileg og áhugaverð viðtöl við hjúkrunarfræðinga og ég mæli með þeim öllum því þau gefa innsýn í ólík störf hjúkrunarfræðinga. Gleðilega páska kæru hjúkrunarfræðingar, vonandi njótið þið lestursins og hafið það sem allra best. (hún/she) Pistill ritstjóra Fordómar, virðing og mildi alvogen.isFÆST ÁN LYFSEÐILS Í NÆSTA APÓTEKI | LESIÐ FYLGISEÐILINN FYRIR NOTKUN Sínex 5 ml/5 ml, saft, 180ml. Virkt efni: Brómhexín hýdróklóríð Ábendingar: Sinex er ætlað til meðferðar á einkennum eftirfarandi öndunarfærasjúkdóma: bráð berkjubólga, barka- og berkjubólga, langvinn berkju- bólga, langvinnir berkju- og lungnateppu sjúkdómar, berkjuskúlk, bráð skútabólga, langvinn skútabólga. Til meðferðar við glæru og tárusiggi (Sjögrens heilkenni). Lesið vandlega upplýsingar á umbúðum og fylgiseðli fyrir notkun lyfsins. Leitið til læknis eða lyfjafræðings sé þörf á frekari upplýsingum um áhættu og aukaverkanir. Sjá nánari upplýsingar um lyfið á www.serlyfjaskra.is. SIN.L.A.2024.0001.01 SAFT MÁ NOTA FRÁ 2 ÁRA ALDRI SLÍMLEYSANDI INNIHELDUR BRÓMHEXÍN SYKURLAUST SÍNEX VIÐ BERKJU-, BARKA- OG SKÚTABÓLGU
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.