Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2024, Blaðsíða 54

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2024, Blaðsíða 54
52 Tímarit hjúkrunarfræðinga | 1. tbl. 100. árg. 2024 á meðaltalssvörum á IS-NCS og undirkvörðum IS-NCS (Mann-Whitney U) út frá aldri, sjálfmetinni frammistöðu, reynslu af heilbrigðisþjónustu, hvort hjúkrun væri fyrsta val, áætlana um framhaldsnám, um annað nám eða starf utan heilbrigðisþjónustu. Sjálfmetinn siðferðisstyrkur var að meðaltali 76,0 (sf=17,3), öryggi í að fylgja siðareglum 75,5 (sf=14,8) og öryggi í að hjúkra sjúklingum með ólíkan menningarlegan bakgrunn 69,3 (sf=17,9) (tafla 3). Hæfni hjúkrunarfræðinemenda Hjúkrunarfræðinemendur mátu heildarhæfni sína að meðaltali 69,1 (sf=11,5) mesta í hæfniþáttunum greiningarhlutverk (M=75,6; sf=14,6) og umönnunarhlutverk (M=75,2; sf=10,6) og minnsta í kennslu- og leiðbeiningahlutverki (M=66,3; sf=15,4). Ári eftir útskrift mátu þeir hæfnina mesta í umönnunarhlutverki (M=78,2; sf=11,0) og minnsta í tryggingu gæða (M=63,9; sf=14,6) (sjá töflu 4). Mat þeirra á eigin heildarhæfni og hæfniþáttum breyttist ekki marktækt á þessu eina ári (Related-Samples Wilcoxon Signed Rank test). Í töflu 5 sést að í síðustu námsdvöl mátu þátttakendur hæfni sína mesta í því að þekkja eigin takmörk, forgangsraða störfum miðað við aðstæður og að greina þarfir sjúklinga fyrir tilfinningalegan stuðning. Minnsta mátu þeir hæfnina í að hafa umsjón með leiðsögn hjúkrunarnemenda á deild, umsjón með aðlögun nýráðinna og að taka þátt í að þróa þverfaglegar verklagsreglur. Ári eftir útskrift mátu þátttakendur hæfnina mesta í að skipuleggja hjúkrun sjúklinga í samræmi við þarfir þeirra, að greina þarfir sjúklinga fyrir tilfinningalegan stuðning og aðlaga hjúkrunaráætlun að þörfum einstaklingsins. Námsumhverfi hjúkrunarfræðinemenda í þeirra síðustu klínísku námsdvöl Nemendur voru frekar sammála því að stjórnarhættir deildar- stjóra, hjúkrun á deildinni og innihald samskipta við klínískan kennara væri gott, en voru hvorki né sammála gæðum kennslufræðilegs umhverfis (tafla 3). Í heild töldu nemendur hæfni kennara góða, besta í að hvetja til gagnrýninnar hugsunar og þar á eftir við að hvetja nemendur til að leita sér nýrrar þekkingar. Aðspurðir sögðust 36 (55%) nemendur hafa verið úthlutað klínískum kennara sem tók þátt í leiðsögn þeirra. Nemendur voru almennt frekar sammála um að samstarf við kennara hafi verið gott, mest sammála því að auðvelt væri að vinna með kennaranum og að hann brygðist fljótt við beiðnum um samvinnu en síst sammála því að leiðsögnin væri einstaklingsbundin leiðbeining frá kennaranum. Langflestir nemendur, eða 89,6%-100%, sem svöruðu spurningum um ánægju með námsdvöl og ánægju með námið sjálft voru ánægðir eða mjög ánægðir. Ánægjan var mest með hjúkrunar- fræðinámið í heild og minnst með kynningu á deild. Marktæk fylgni IS-NCS og hæfniþáttanna sjö við bakgrunnsbreytur, siðferðilega hæfni, siðferðisstyrk og námsumhverfisbreytur Í töflu 6 má sjá fylgni (Spearmanʹs rho) heildarkvarða og undir- kvarða IS-NCS við aldur, spurningar um siðferðisstyrk, CLES og undirkvarða, ERNT, SKN ásamt marktækri fylgni við staðhæfingar þessara kvarða. Bakgrunnsbreytur, og aðrar náms- umhverfisbreytur en þær sem koma fram í töflunni, sýndu ekki marktæka fylgni við hæfnina. Almennt er fylgnin lág eða meðal (r á bilinu 0,01 til 0,596). Marktæk neikvæð fylgni var á milli aldurs og hæfniþáttanna hjúkrunaríhlutanir og trygging gæða. Marktæk jákvæð fylgni var á milli siðferðisstyrks og öryggis í að hjúkra í samræmi við siðareglur hjúkrunarfræðinga við heildarhæfni og alla hæfniþættina og á milli öryggis í að hjúkra sjúklingum með ólíkan menningarbakgrunn við heildarhæfni og alla hæfniþætti utan kennslu- og leiðbeinandahlutverk og Stjórnunar í aðstæðum. Af kvörðum sem mældu námsumhverfi var marktæk fylgni á milli undirþáttar CLES–Hjúkrun á deildinni við heildarhæfni og alla hæfniþættina utan Umönnunarhlutverk og á milli ERNT við heildarhæfni og hæfniþættina trygging gæða og starfshlutverk. Í töflunni sjást jafnframt undirstaðhæfingar kvarða sem höfðu marktæka fylgni við hæfina. Sjá má að oftast er jákvæð fylgni einhverra námsumhverfibreyta við heildarhæfni og Starfshlutverk. UMRÆÐA Niðurstöður rannsóknarinnar benda til að nemendur séu sáttir við námsumhverfi sitt. Þeir mátu hæfni sína almennt góða og heildarhæfni ásamt hæfni í undirþáttunum Greiningarhlutverk, hjúkrunaríhlutanir og stjórnun í aðstæðum meira en nemendur í Finnlandi, Þýskalandi, Írlandi, Litháen og Spáni og hæfnina í hinum fjórum þáttunum næstbesta (Kajander-Unkuri, o.fl., 2021). Ekki var marktækur munur á mati nemendanna á hæfni sinni ári eftir útskrift samanborið við hæfni á lokaári. Í saman- burði við mat íslenskra hjúkrunarfræðinga, flestra með vel yfir fimm ára starfsaldur, starfandi á skurðlækningasviði Landspítala, á bráðadeildum á landsbyggðinni og á bráðadeild Landspítala meta þátttakendur rannsóknarinnar heildarhæfni sína almennt lægri (Dóra Björnsdóttir, 2015; Íris Kristjánsdóttir og Herdís Sveinsdóttir, 2018; Brynja Ingadóttir o.fl., 2019). Þær niðurstöður eru vísbending um að þátttakendur þessarar rannsóknar séu raunhæfir í mati sínu. Þá eru líka þau verkefni sem þátttakendur meta hæfni sína mesta og minnsta í, merki um raunhæfni matsins. Skýr skilaboð eru um að hjúkrun á deild, þ.e. að hún sé ein- staklingsmiðuð og upplýsingaflæði og skráning góð, hafi áhrif á Hæfni hjúkrunarfræðinemenda á lokaári og ári eftir útskrift Tafla 4. Mat hjúkrunarfræðinema í síðustu klínísku námsdvöl í hjúkrunarnámi og ári eftir útskrift á eigin hæfni Hjúkrunarfræði- nemendur Hjúkrunarfræðingar ári eftir útskrift Mat á eigin hæfni Mat á eigin hæfni Hæfniþættir N M (sf)# N M (sf)# Umönnunarhlutverk (7 atriði) 63 75,2 (10,6) 28 78,2 (11,0) Greiningarhlutverk (7 atriði) 52 75,6 (14,6) 27 75,6 (13,9) Hjúkrunaríhlutanir (10 atriði) 49 68,3 (13,2) 27 69,4 (12,8) Starfshlutverk (19 atriði) 49 66,6 (12,7) 27 65,5 (13,4) Stjórnun í aðstæðum (8 atriði) 47 71,9 (14,0) 27 70,1 (10,4) Kennslu- og leiðbein- andahlutverk (16 atriði) 55 66,3 (15,4) 27 64,9 (18,4) Trygging gæða (6 atriði) 46 66,9 (16,5) 27 63,9 (14,6) Heildarhæfni 53 69,1 (11,5) 27 68,5 (12,3) M=Meðaltal; sf=staðalfrávik; Mat á hæfni (valmöguleikar frá 0=mjög lítil hæfni til 10=mjög mikil hæfni).
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.