Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2024, Blaðsíða 71

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2024, Blaðsíða 71
69 Ritrýnd grein | Peer review Tímarit hjúkrunarfræðinga | 1. tbl. 100. árg. 2024 Atvikaskráning tengd skurðaðgerðum á Landspítala: Lýsandi rannsókn INNGANGUR Samkvæmt Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni, WHO, eru óvænt atvik í heilbrigðiskerfinu ein af tíu aðalástæðum óvæntra dauðsfalla og örorku í heiminum í dag. Leiða má líkum að því að einn af hverjum tíu sjúklingum í hinum vestræna heimi verði fyrir skaða þegar hann leggst inn á spítala. Talið er að koma megi í veg fyrir allt að 50% þessara atvika (World Health Organization, 2019). Að sömu niðurstöðu er komist í samantekt 25 rannsókna um tilurð, tegund, afleiðingar og fyrirbyggjanleika atvika. Þar kemur jafnframt fram að óvænt atvik tengd skurðaðgerðum eru ein af þremur algengustu tegundum atvika í heilbrigðiskerfinu (Schwendimann o.fl., 2018). Margar ástæður eru taldar fyrir því að óvænt atvik eigi sér stað í heilbrigðiskerfinu svo sem mannleg mistök, álag, ófullnægjandi þjálfun og að gátlistum og klínískum verklagsreglum er ekki fylgt (Clapper og Ching, 2019) sem og brestur í teymisvinnu og slök samskiptahæfni (Ameryoun o.fl., 2019). Oftast má þó rekja atvik til samverkandi mannlegra- og kerfislægra þátta. Mikilvægt er því að öðlast dýpri skilning á þeim þáttum sem til grundvallar liggja svo hægt sé að vinna að markvissum aðgerðum til að fyrirbyggja endurtekningu atvika (Ameryoun o.fl., 2019; Clapper og Ching, 2019; Kohn o.fl., 2000). Embætti landlæknis á Íslandi hefur unnið mikið og þarft starf til þess að auka öryggi sjúklinga og samkvæmt íslenskum lögum eiga sjúklingar rétt á bestu heilbrigðisþjónustu sem völ er á, miðað við þarfir þeirra og horfur sem og þekkingu á hverjum tíma (Embætti landlæknis, 2021a). Sem dæmi hefur verið sett á fót fagráð sem unnið hefur að leiðbeiningum sem snúa að gæðum og öryggi heilbrigðisstofnana (Embætti landlæknis, 2016). Mikil áhersla hefur verið lögð á skráningu atvika og hefur Landlæknisembættið haldið utan um þau gögn. Samkvæmt árskýrslum Embættis landlæknis frá árunum 2018, 2019 og 2020 var heildarfjöldi skráðra óvæntra atvika á Landspítala 4.317 árið 2018 (Embætti landlæknis, 2018), 4.412 árið 2019 (Embætti landlæknis, 2019) og 4.549 árið 2020 (Embætti landlæknis, 2020). Atvik í heilbrigðisþjónustunni verða þegar sjúklingur fær ekki ákjósanlega meðferð og þau geta haft í för með sér neikvæðar afleiðingar fyrir sjúklinginn (Clapper og Ching, 2019). Viðhorf heilbrigðisstarfsfólks til atvika og eflingu öryggismenningar á vinnustaðnum er grundvallarþáttur í því að bæta þjónustuna og minnka þá gjá sem er á milli væntinga og raunveruleikans. Í lögum um landlækni og lýðheilsu kemur fram að veitendur heilbrigðisþjónustu skuli halda skrá yfir óvænt atvik með það að markmiði að finna skýringar á þeim og reyna að fyrirbyggja að þau endurtaki sig (Embætti landlæknis, 2021b). Án gagna verða engar umbætur. Atvikaskráning er mikilvægt tæki til gagnasöfnunar og gerir okkur kleift að koma auga á hættur í heilbrigðiskerfinu, lagfæra þær og koma þannig í veg fyrir skaða í þjónustunni (Nilsson o.fl., 2018; Rodziewicz og Hipskind, 2020; Schwendimann o.fl., 2018; Soydemir o.fl., 2017). Heilbrigðisstarfsfólk sem hlut á að atviki, faglegir yfirmenn þeirra eða aðrir sem koma að atvikinu eru hvött til að skrá það sem úrskeiðis fer (Embætti Landlæknis, 2021b). Ekki hefur verið lagt mat á gæði atvikaskráningar á Íslandi en samkvæmt erlendum heimildum er mikill misbrestur á skráningum atvika á heimsvísu (Fagerström o.fl., 2018; Halperin og Bronshtein, 2019; Hong og Li, 2017). Vanskráning gerir það að verkum að heildarmyndin verður ekki rétt (Halperin og Bronshtein, 2019; Hammoudi o.fl., 2017; Hong og Li, 2017). Til þess að heilbrigðisstarfsmenn sjái tilgang þess að skrá er mikilvægt að þeir fái endurgjöf um Höfundar SIGRÍÐUR RÚNA ÞÓRODDSDÓTTIR1 ÁRÚN K. SIGURÐARDÓTTIR2,3 MARTIN INGI SIGURÐSSON1,4 1Landspítali 2Háskólinn á Akureyri 3Sjúkrahúsið á Akureyri 4Háskóli Íslands
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.