Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2024, Blaðsíða 104

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2024, Blaðsíða 104
102 Tímarit hjúkrunarfræðinga | 1. tbl. 100. árg. 2024 Hér kom fram að þeir sem höfðu harðari skráp létu ekki bjóða sér slæm samskipti og lélega þjónustu. Þeir svöruðu fyrir sig og leituðu oft annað. Það að ganga á milli heilbrigðisstarfsfólks í leit að heilbrigðisþjónustu er þekkt. Þetta samræmist niðurstöðum Gudzune o.fl. (2014) sem jafnframt tilgreindu að þeir sem einu sinni höfðu skipt um lækni vegna þyngdarfordóma eða neikvæðrar upplifunar væru líklegri til að gera það aftur. Margir þátttakendur virtust sjálfir hvorki hafa góða þekkingu á sjúkdómnum offitu né mögulegum meðferðum. Til að fagfólk geti frætt einstaklinga um sjúkdóminn offitu og mögulegar meðferðir þarf það að hafa góða þekkingu á sjúkdómnum. Í kerfisbundinni samantekt Warr o.fl. (2021) kom fram að fagfólk hafi oft ekki næga hæfni og þekkingu til að fræða og veita einstaklingum með offitu viðeigandi meðferð. Hluti af því sem þátttakendur töluðu um sem fordóma virðist vera samskiptavandamál, misskilningur og þekkingarleysi. Það skiptir alltaf máli hvernig talað er um offitu. Virðing og nærgætni skal því höfð að leiðarljósi við meðferð einstaklinga með offitu, bæði við meðhöndlun sjúkdómsins og þeirra sjúkdóma sem geta fylgt (Erla Gerður Sveinsdóttir o.fl., 2020). Í klínískum leiðbeiningum er talað um mikilvægi þess að heilbrigðisstarfsfólk þekki og viðurkenni offitu sem langvinnan sjúkdóm, biðji um leyfi skjólstæðings til að veita ráðgjöf og aðstoð við að meðhöndla sjúkdóminn, geri mat á skjólstæðingi með offitu með viðeigandi mælingum og greini rót sjúkdómsins, fylgikvilla og hindranir í meðferð. Fræða þarf skjólstæðing um helstu meðferðarmöguleika og gera samkomulag um markmið meðferðar þar sem skjólstæðingur ákveður áhersluþætti. Heilbrigðisstarfsfólk þarf að fylgja skjólstæðingnum eftir, hvetja hann áfram, endurmeta ástand hans og veita góða umönnun (Erla Gerður Sveinsdóttir o.fl., 2020; WHO, 2022). Styrkleikar rannsóknarinnar voru meðal annars þeir að þátttakendur voru fjölbreyttur hópur (m.t.t. kyns, aldurs og búsetu). Einnig að þátttakendur voru bæði einstaklingar sem höfðu farið í efnaskiptaaðgerðir og þeir sem ekki höfðu farið í efnaskiptaaðgerðir. Þannig fékkst meiri breidd í reynslu einstaklinga sem greindir eru með offitu. Til að auka áreiðanleika rannsóknarinnar voru gögnin greind af báðum rannsakendum og flokkuð kerfisbundið. Þar sem rannsakandinn er mælitækið eykur það styrk, réttmæti og trúverðugleika rannsóknar að rannsakendur séu fleiri en einn við gagnagreiningu, enda er ein megináhættan sú að hugmyndir rannsakanda komi í veg fyrir að hann átti sig á því sem þátttakendur eru að segja (Cavanagh, 1997). Þar sem um eigindlega rannsókn er að ræða eiga niðurstöðurnar ef til vill ekki við um reynslu allra einstaklinga með offitu af notkun heilbrigðisþjónustunnar en þær gefa okkur innsýn í reynsluna. Veikleiki rannsóknarinnar voru meðal annars brottfall í hópi þátttakendanna sem buðu sig fram (42%), m.a. vegna veikinda (Covid-19 og annarra árstíðabundinna sjúkdóma), veðurfars og ófærðar. Mögulegt er að einstaklingarnir sem áttu erfiðustu reynsluna hafi verið þeir sem ekki mættu í viðtölin. Þetta er fyrsta íslenska rannsóknin á reynslu einstaklinga með offitu af notkun heilbrigðisþjónustu. Mikilvægt er fyrir hjúkrunarfræðinga og annað heilbrigðisstarfsfólk að sýna nærgætni í samskiptum sínum við einstaklinga með offitu. Lykilatriðið er að hlustað sé á skjólstæðinginn og að allir fái sömu þjónustu, óháð holdafari. Huga þarf að því að meðhöndla offitu þegar einstaklingar með offitu leita sér þjónustu, svo þeir fái greiningu og viðeigandi meðhöndlun sem fyrst. Hjúkrunarfræðingar og annað heilbrigðis- starfsfólk verða að hafa hugfast að það er eðlilegt að tala um offitu en það er ekki sama hvernig það er gert. ÞAKKIR Höfundar þakka þátttakendum fyrir að taka þátt í rannsókninni og deila sinni reynslu, Vísindasjóði Félags íslenskra hjúkrunar- fræðinga fyrir veittan styrk til rannsóknarinnar og Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins fyrir lán á aðstöðu fyrir viðtölin og veitt námsleyfi. Það er eðlilegt að tala um offitu en það er ekki sama hvernig það er gert
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.