Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2024, Blaðsíða 62

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2024, Blaðsíða 62
60 Tímarit hjúkrunarfræðinga | 1. tbl. 100. árg. 2024 o.fl., 2020; Sóley S. Bender o.fl., 2021). Unglingum finnst vanta meiri fræðslu um jafnrétti, samskipti um kynlíf og jafningaþrýsting auk þess að skorta réttu verkfærin til að vinna gegn óraunhæfum útlitskröfum, neikvæðum staðalímyndum og áhrifum kláms (Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir o.fl., 2019; Lóa Guðrún Gísladóttir o.fl., 2020). Samkvæmt skýrslu sérstaks starfshóps, sem mennta- og menningarmálaráðuneytið skipaði árið 2020, er „afar mikilvægt að fá upplýsingar um það hversu vel kennsla um kynheilbrigði komi til móts við þarfir allra nemenda miðað við núverandi stöðu“ (Mennta- og menningarmálaráðuneytið, 2021). Mikilvægt er að kanna nánar hvernig unglingar á Íslandi meta kennslu um kynheilbrigði og nýta þá vitneskju til þess að bæta hana. Tilgangur þessarar rannsóknar er að skoða hvað unglingar í framhaldsskólum telja að einkenni góða kennslu um kynheilbrigði og hversu gagnleg hún er út frá jákvæðum og uppbyggjandi þáttum kynverundar eins og kynferðislegri sjálfsvirðingu. Lagðar eru til grundvallar þrjár tilgátur sem eru: Munur er á viðhorfum nemenda sem telja kennslu um kynheilbrigði hafa verið góða í gegnum skólagöngu sína samanborið við þá sem telja hana síðri a) eftir kennsluháttum, b) hvort komið hafi verið til móts við fræðsluþarfir þeirra og c) eftir kynferðislegri sjálfsvirðingu. AÐFERÐ Rannsóknarsnið Rannsóknin var þversniðsrannsókn á mati unglinga í framhaldsskólum á gæðum kennslu um kynheilbrigði í gegnum skólagöngu þeirra og er hluti af stærra rannsóknarverkefni sem ber heitið Heilbrigði og kynfræðsla unglinga. Þátttakendur Tilgangsúrtak (e. purposive sample) var notað til að velja þátttakendur en slíkt úrtak er notað þegar velja þarf þátt- takendur sem hæfa rannsókninni best og sem þurfa að uppfylla ákveðin skilyrði (Polit og Beck, 2021). Valdir voru nemendur, einkum á aldrinum 18-20 ára. Af 38 framhaldsskólum á öllu landinu voru 11 þeirra valdir í úrtak þessarar rannsóknar, sex skólar af höfuðborgarsvæðinu og fimm af landsbyggðinni (Menntamálastofnun, 2022). Níu þeirra samþykktu þátttöku. Við val á skólum var miðað við hefðbundið þriggja ára framhaldsskólanám og staðsetningu skóla, bæði á höfuðborgarsvæðinu og landsbyggðinni. Úrtak rannsóknar var alls um 2.488 nemendur og voru 76% af höfuðborgarsvæðinu og 24% af landsbyggðinni. Fjöldi nemenda í úrtaki byggði á upplýsingum frá tengilið innan hvers skóla. Samkvæmt Hagstofu Íslands er úrtak rannsóknarinnar 18% af þýði 18-20 ára einstaklinga á Íslandi miðað við upphaf árs 2022 (Hagstofa Íslands, 2022). Siðfræðilegir þættir rannsóknarinnar Rannsóknin fékk leyfi Vísindasiðanefndar (VSNb2021120029 /03.01). Þá gáfu viðkomandi skólastjórnendur leyfi sitt fyrir framkvæmd hennar. Jafnframt samþykktu þátttakendur þátttöku sína með rafrænum hætti í kjölfar þess að hafa lesið kynningar- bréf rannsóknarinnar. Þar kom fram að um nafnlausa könnun væri að ræða og því ekki unnt að rekja nein svör til einstaklinga. Matstæki Matstæki þessarar rannsóknar var hannað sérstaklega þar sem ekkert slíkt var tiltækt til að meta kennslu um kynheilbrigði og byggðist á nútímalegum áherslum. Þróun þess fylgdi að miklu leyti viðmiðum DeVellis (2017). Tekið var mið af fyrri mats- tækjum á sviði kynheilbrigðismála (Cleland o.fl., 2001; Kolbrún Gunnarsdóttir o.fl., 2008; Sóley S. Bender og Álfheiður Freyja Friðbjarnardóttir 2015). Auk þess var byggt á rannsóknum um kynheilbrigði unglinga (Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir o.fl., 2019; Lóa Guðrún Gísladóttir o.fl., 2020; Sóley S. Bender o.fl., 2021, 2022). Alþjóðlegar skýrslur og leiðbeiningar voru einnig skoðaðar sem og þjóðfélagslegar breytingar á Íslandi síðasta áratug, líkt og #MeToo-hreyfingin, umfjöllun um kynferðislegt samþykki, stafrænt kynferðisofbeldi og kynvitund (Ketting og Ivanova, 2018; UNESCO, 2018; WHO og BZgA, 2010). Til að stuðla að réttmæti matstækisins var það lagt fyrir fjóra nemendur í framhaldsskólum og þrír sérfræðingar lögðu einnig mat á það. Breytingar voru gerðar á matstækinu í samræmi við niðurstöður þeirra prófana (DeVellis, 2017). Matstækið innihélt 20 spurningar. Fimm spurningar voru um bakgrunn þátttakenda (aldur, kynvitund, búsetu, aðsetur og hjúskaparstöðu), níu um fyrirkomulag kennslunnar, þrjár um efnisþætti hennar með 34 fullyrðingum og þrjár spurningar um gagnsemi með 55 fullyrðingum. Spurningar um fyrirkomulag fjölluðu meðal annars um almennt mat á kennslunni, hvenær og hversu regluleg hún var, kennsluaðferðir, kennsluaðila og hæfni þeirra. Fullyrðingar um gagnsemi voru flokkaðar í þrennt; út frá þekkingu, viðhorfum og færni. Settar voru fram 14 fullyrðingar um þekkingu, 23 um viðhorf og 18 fullyrðingar um færni. Framkvæmd Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands sá um rafræna hönnun könnunarinnar sem var lögð fyrir unglinga í níu framhaldsskólum á höfuðborgarsvæðinu og á landsbyggðinni. Kynningarbréf var sent á alla skólastjórnendur um tilgang og markmið rannsóknar- innar og þeir beðnir um aðstoð við framkvæmd hennar. Tengiliður hvers skóla sendi tölvupóst til þátttakenda með kynningarbréfi og vefslóð á könnunina. Tvær ítrekanir voru sendar til þátttakenda en gagnasöfnun hófst 24. janúar 2022 og lauk 20. mars 2022. Gagnagreining Við greiningu gagna var tölfræðiforritið SPSS (27. útgáfa) notað. Gerð var grein fyrir niðurstöðum með lýsandi tölfræði og tilgátuprófunum. Niðurstöður um bakgrunn þátttakenda voru settar fram með lýsandi tölfræði. Til grundvallar lágu þrjár tilgátur um mat nemenda á gæðum kennslu um kynheilbrigði út frá kennsluháttum, fræðsluþörfum og kynferðislegri sjálfsvirðingu. Þær voru prófaðar með Pearson kí-kvaðrat prófi og miðuðust marktektarmörk við p<0,05. Spurningu um mat nemenda á því hvort kennsla um kynheilbrigði væri góð eða ekki, var svarað með fimm gilda Likert-kvarða. Í greiningum var unnið með tvígilda breytu þar sem svarmöguleikarnir „frekar ósammála/ mjög ósammála“ voru flokkaðir saman og „frekar sammála/mjög sammála“ flokkaðir saman. Til að greina aðeins svör þeirra sem höfðu skýra afstöðu til kennslunnar voru svör þátttakenda sem tóku ekki afstöðu, það er svöruðu „hvorki sammála né ósammála“ ekki tekin með í gagnagreininguna. Þegar spurt var um fjölbreytni kennsluaðferða voru þátttakendur beðnir um að merkja við þær aðferðir sem þeir hefðu reynslu af. Fjöldi aðferða var fenginn með því að flokka saman hversu margar kennsluaðferðir hver þátttakandi merkti við og var skipt í „1-2 kennsluaðferðir“ og „3-6 kennsluaðferðir“. Spurning um mat nemenda á kennsluaðila var einnig með svarmöguleika á fimm gilda Likert-kvarða. Svarmöguleikar voru flokkaðir í þrennt þar sem „frekar illa/mjög illa“ fékk gildið 1, „hvorki vel né illa“ fékk gildið 2 og „frekar vel/ mjög vel“ fékk gildið 3. Gæði kennslu um kynheilbrigði að mati framhaldsskólanema
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.