Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2024, Blaðsíða 88

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2024, Blaðsíða 88
Ritrýnd grein | Peer review Tímalengd föstu og undirbúningur aðgerðar hjá 67 ára og eldri á Landspítala vegna mjaðmabrots: Lýsandi afturvirk rannsókn ÚTDRÁTTUR Tilgangur Áætlað er að 18% kvenna og 6% karla mjaðmabrotni á efri árum. Mjaðmabrot geta orsakað mikla færniskerðingu og breytingu á högum eldra fólks. Fasta fyrir skurðaðgerð er nauðsynlegur undirbúningur aðgerðar en rannsóknir hafa sýnt að föstutími er of langur og bið eftir að komast í aðgerð er að lengjast. Mikilvægt er að huga að næringu hjá eldra fólki fyrir aðgerð til að koma í veg fyrir fylgikvilla. Tilgangur rannsóknarinnar var að greina hvernig undirbúningi og föstu var háttað hjá 67 ára og eldri sem mjaðmabrotnuðu og fóru í aðgerð á Landspítala árið 2021. Einnig að skoða hvaða meðferðir voru veittar á biðtíma eftir aðgerð og hvort mismunur væri milli aldurshópa á veittum meðferðum og hvaða þættir tengjast lengd föstu á tæra drykki. Aðferð Megindleg afturvirk gagnarannsókn, þar sem gögn um sjúklinga 67 ára og eldri, sem mjaðmabrotnuðu og fóru í aðgerð á Landspítala á tímabilinu 1. janúar til 30. júní 2021 voru greind. Niðurstöður Sjúklingar voru 144 talsins, meðalaldur var 82,1 ár (sf ±8,18). Biðtími eftir aðgerð var að meðaltali 30 klst. (sf ±19,6) og meðalföstutími var 13 klst. (sf ± 5,21). Vegna ófyrirséðra aðstæðna þurftu 40% að fasta tvo daga í röð. Fjörutíu prósent höfðu óráðseinkenni fyrir aðgerð sem voru algengari hjá ≥80 ára (n=83) miðað við þá sem voru ≤79 ára (n=61) p=0,038. Mat á næringarástandi var framkvæmt hjá 14,6% sjúklinga fyrir aðgerð en skráningu var oft ábótavant. Aðhvarfsgreining sýndi að lengri fasta á tæra drykki fyrir aðgerð tengdist meiri notum á næringardrykkjum og að hærri aldur dró úr lengd föstu (p=0,001). Ályktun Stytta þarf föstutíma þessa hóps fyrir aðgerð. Leggja þarf áherslu á að stytta biðtíma eftir aðgerð til að koma í veg fyrir fylgikvilla hjá eldra fólki sem mjaðmabrotnar. Huga þarf betur að næringu, líkamlegri, félagslegri og andlegri virkni á biðtíma til að auka vellíðan og fyrirbyggja fylgikvilla í kjölfar aðgerðar. Leggja þarf áherslu á að bæta hjúkrunarskráningu. Lykilorð Fasta, eldra fólk, mjaðmabrot, hrumleiki, næring, óráð. HAGNÝTING RANNSÓKNARNIÐURSTAÐNA Nýjungar: Rannsóknin sýnir að biðtími eftir mjaðmabrotsaðgerð er að lengjast og að sjúklingarnir eru hafðir óþarflega lengi fastandi þrátt fyrir verklagsreglur um föstu. Hagnýting: Hjúkrunarfræðingar og annað heilbrigðisstarfsfólk getur nýtt niðurstöðurnar til að fylgja betur þeim verklagsreglum sem gilda um föstu fyrir skurðaðgerð og leggja meiri áherslu á líkamlega, félagslega og andlega virkni og næringu í undirbúningi fyrir aðgerð. Þekking: Rannsóknin staðfestir að tími sem sjúklingar fasta er of langur og of lítil áhersla er lögð á að gefa eldra fólki sem bíður aðgerðar vegna mjaðmabrots næringu á biðtíma. Áhrif á störf hjúkrunarfræðinga: Hjúkrunarfræðingar þurfa að vinna markvisst eftir gildandi verklagsreglum. doi: 10.33112/th.100.1.5
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.