Mímir - 01.04.1962, Qupperneq 12

Mímir - 01.04.1962, Qupperneq 12
DEILDARFÉLAGIÐ 15 Á R A Agrip af sögu Mímis jyjlMIR, félag nemenda í íslenzkum fræðum í Háskóla Islands, átti 15 ára afmæli í lok nýliðins árs, og verður hér leitazt við að drepa á hið helzta í sögu félagsins af því tilefni. Stofnfundur félagsins var haldinn 11. des. 1946. Á þessum tíma var hreyfing um það meðal nemenda í háskólanum, að nemendur einstakra deilda stofnuðu með sér félög til þess að koma fram hagsmunamálum sínum og auka kynni innan deildanna. Mímir hefur starfað óslitið þessi 15 ár, en að vísu hefur starfið staðið með misjöfnum hlóma. ICemur það ljóslega fram í gjörðabók félagsins, en hún er helzta heimild að því, sem hér verður rakið. Ekki þarf að efa, að nemendum í íslenzkum fræðum hafi verið og sé enn þörf á félaginu, en umsvif fámenns félags nemenda í einstakri háskólagrein hljóta að verða takmörkuð. Eðli félagsskaparins er af tvennum toga; hann er hagsmunagætir og vettvangur kynningar. Það liggur í augum uppi, að hagsmunamálin hafi verið drýgri livöt til félags- stofnunarinnar en einbert félagslyndi. Islenzk fræði hafa verið kennd við Háskóla Islands, síðan hann var stofnaður, og menn hafa löngum viljað kalla iðkun íslenzkra fræða aðalsmark æðstu menntastofnunar Islands, enda er það sjálfsagt, og er óþarft að rekja ástæður þess hér. Islenzk fræði hafa því verið kennd í háskólanum í 35 ár, áður en þeir æskumenn og konur, er við þennan menntabrunn sátu, bundu með sér félag. Ekki má gleyma því, að nemendur í þessum fræðum voru lengi vel mjög fáir og þurftu ekkert félag til kynningar. Kennsla í deildinni var einnig fábrotnari 4

x

Mímir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.