Mímir - 01.04.1962, Blaðsíða 18

Mímir - 01.04.1962, Blaðsíða 18
og ÞjóSminjasafnshús var tengt minningunni um lýSveldis- stofnun. Erindi þetta, sein var í sjálfu sér næsta brýnt, reyndist í réttan tíma fram borið, því að rás viðburðanna varð því bagstæð. Vorið 1961 samþykkti þjóðþing Dana að skila Islendinguin meginhluta íslenzkra handrita í dönskum söfnum og leiða þannig til lykta deilur þær og óánægju, sem það mál liafði vakið í báðum löndunum. Andstæðingar afhendingarinnar í Danmörku fengu því þó til vegar komið á síðustu stundu, að framkvæmd hennar var frestað um þriggja ára skeið, en að þeim tíma liðnum telja fróðir menn, að varla geti verið vafi á því, að handritin verði flutt heim. Er þegar af þeirri ástæðu óhjákvæmilegt að koma á fót stofnun hér á landi til þess að vinna að rannsókn og útgáfu hinna fornu handrita. Eign og varðveizla slíkra dýrgripa gerir miklar kröfur, og nú var tími til kominn að gera ráðstafanir til að taka mannlega á móti handritunum, þegar þau flyttust lieim, og sýna jafnfraint handritunum, sem heirna eru, verðugan sóma. Sú varð raunin á, að tillögur liáskólans áttu vinsemd og skilningi að mæta á liærri stöðum. Á afmælishátíð háskólans 6. október lýsti dr. Gylfi Þ. Gíslason menntamálaráðherra yfir því af hálfu ríkisstjórnarinnar, að hún hefði ákveðið að leggja lil við alþingi, að komið yrði á fót stofnun til þess að vinna að aukinni þekkingu á máli, hókmenntum og sögu íslenzku þjóðarinnar fyrr og síðar, með því að efla og varðveita gögn um þessi efni, sinna rannsóknum á heim- ildum iim þau, hafa með liöndum útgáfu liandrita og fræði- rita o. s. frv. Á haustþinginu 1961 bar menntamálaráðherra fyrir liönd ríkisstjórnarinnar fram frumvarp til laga um Handritastofnun Islands, og er frumvarpið í fullu samræmi við tillögur háskólaráðs um alla tilhögun stofnunarinnar. Jafnframt tók rlkisstjórnin upp á fjárlagafrumvarpið fyrir árið 1962 510 þús. kr. fjárveitingu til liandritastofnunar. Frumvarp ríkisstjórnarinnar liggur fyrir alþingi því, er nú situr, og virðist ekki ástæða til að efast um, að það liljóti samþykki þingsins og stofnunin geti tekið til starfa á þessu ári. Komið hafa frani raddir um það, að fjárveiting sú, sem ætluð er til stofnunarinnar á fjárlögum fyrir árið 1962, hrökkvi allt of skammt. En það virðist liafa farið fram hjá þeim, sem gert hafa lítið úr fjárfrandaginu, að í athuga* semdum við frumvarpið er tekið fram, að fjárhæðin sé að- eins miðuð við laun þeirra starfsmanná og styrkþega, sem gert er ráð fyrir í frumvarp- inu. Um kostnað við útgáfu- starfið segir liins vegar í at- hugasemdunum: „Þegar stofn- unin er tekin til starfa og hefur gert áætlanir um útgáfustarf- semi sína, mun ríkisstjórnin gera tillögur um fjárveitingar til þeirra þarfa“. Það er því enn of snennnt að áfellast ríkis- stjórnina fyrir þessar sakir, og vonandi þarf ekki til þess að koina. Mér þykir rétt að niinnast liér á nafn stofnunarinnar, þótt það sé í sjálfu sér ekkert höfuð- atriði. Það nafn, sem hún lief- ur hlotið í tillögum háskóla- ráðs og í frumvarpi ríkisstjórn- arinnar, er Handritastofnun Is- lands. Það nafn er að mörgu vel til fallið, með því að það dregur fram aðaltilgang stofn- unarinnar, sem er að vinna á vísindalegan hátt að útgáfum islenzkra handrita, eldri sem yngri, og livers konar rannsókn- um á þeim. Hins vegar hefur nafninu verið fundið það til foráttu, að það væri of tak- markað, þar eð hlutverk stofn- unarinnar væri einnig að fást við rannsóknir á bókmenntum, sögu og þjóðfræðum af ýmsu tagi, og verður þeirri röksemd ekki neitað það sem hún nær. Annars hefur gagnrýni á þessu nafni nær eingöngu komið fram lijá nokkrum mönnum, sem ekki vilja láta sér lynda annað nafn en Stofnun Jóns SigurSs- 10
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Mímir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.