Mímir - 01.04.1962, Síða 28

Mímir - 01.04.1962, Síða 28
er sú, að margræðum orðum muni fjölga að mun í ritmálinu. Menn skyldu þó varast að gera of mikið úr þessari hættu. Ritmálið liefur að vísu ekki möguleika til að beita j>eim hlæbrigðum, sem talmálið ræður yfir, en nær alltaf má sjá á samhengi, um hvaða orð er að ræða, og mætti nefna mörg dæmi þess úr íslenzku og erlendum málum. Sá vandi, sem þarna kynni að skapast, yrði hverfandi lítill miðað við ávinninginn. Margir telja, að breyting yrði of mikil á útliti málsins, einkum með lilliti til fornrita. Auðvitað væri sjálfsagt að láta y haldast í ritum, sem eru eldri en breytingin y > i. En allir vita, að „samræmd stafsetning forn“ er uppfinning nútímamanna og mætti hún gjarna fylgja breytingum á nútímastafsetn- ingu, ef þess væri gætt, að Játa allar orð- myndir haldast. Þá vrði svo lítill munur á stafsetningu nútíðarmáls og fornmáls, að allir gætu lesið fornrit sér til ánægju, án [)ess að ritliáttur yrði þrándur í götu. Fyrir einuin áratug bar dr. Björn Sigfús- son liáskólahókavörður fram tillögur um hreytingar á stafsetningu („Ný samræmd stafsetning. Tillögur og röksemdir“, Lesbók Morgunhlaðsins 1952). Mér virðist, að tillögur jiessar séu yfirleitt mjög skvnsamlegar og gangi í rétta átt, en J)ó finnst mér þær í ýmsu ganga of skammt. Björn sýnir fram á ýmislegt misræmi, sem er í reglum um y, og vill breyta þeim all- mikið; fella y niður í mörgum orðum, }>ai' sem það er nú ritað, en halda því þó allvíða. Visstilega eru meiri líkur til, að slíkar brevt- ingar nái fram að ganga en alger hrottfelling y. Þó þvkir mér }>etta of skammt gengið. Ég eygi engar röksemdir, sem neitt gildi hafa, fvrir að halda í þetta dauða tákn. Hitt virðist mér þó vera enn augljósara, að þær reglur, sem nú eru í gildi, eru allt of einstrengings- legar og langsóttar. Það er ótækt að þurfa á 20. öld að sækja rök fyrir stafsetningu orða aftur í biblíuþýðingu Widfilu, sem gerð var löngu fyrir Islandsbyggð, eða þá í endurgerð- ar orðmyndir úr frumnorrænu. Reglur Björns stefna því í rétta átt, en því skyldum við ekki stíga skrefið til fulls og fleygja }>essu dauða drasli fyrir borð? \ insar fleiri reglur þyrfti að endurskoða. Sjálfsagt er að samræma reglur um ritun j á milli sérhljóða. Finnst mér eðlilegast að rita þar aldrei j. Ennfremur er full þörf á því að endurskoða reglur um tvöfaldan samhljóða. Gæti ég í aðalatriðum fallizt á tillögur Björns Sigfússonar í fyrrnefndri grein um það. Næst á eftir reglum um y hygg ég, að kennsla á reglum um n og nn sé tímafrekust. Þar er við erfitt vandamál að fást, en þó má vafalaust gera þær eitthvað einfaldari en nú er. \ msar fleiri breytingar }>yrfti að gera á stafsetning- arreglum. En þessar tel ég nauðsynlegastar. Ef þær næðu fram að ganga, mætti draga stór- lega vir þeim tíma, sem varið er til stafsetn- ingarkennslu, og mun þó óliætt að fullyrða, að árangur af kennslunni yrði ekki minni, heldur þvert á móti meiri. Þótt ég hafi varið mestu rúmi til að ráðast gegn y og z, má enginn skilja orð mín svo, að ég telji breytingar á stafsetningu nokkurt sálu- hjálparatriði í sjálfum sér. Hér er aðeins um að ræða aS oySa sam minnstu af dýrmw.tum námstíma til einskis. Aldrei fyrr hefur ís- lenzkri tungu, þ. e. a. s. tahnáli almennings, sem er hin raunverulega tunga, verið eins mikil hætta búin og nú. Það vita þeir, sem þekkja mál Reykjavíkuræskunnar í dag. Það er hlutverk íslenzkukennara í barna- og gagn- fræðaskólum að móta málsmekk og málkennd |>eirra, sem eiga að erfa landið, og síðast en ekki sízt afstöðu æskunnar til varðveizht tung- imnar og íslenzkra bókmennta. Þetta blutverk er svo mikilvægt, að þar má ekki ein kennslu- stund fara lil ónýtis. Ég vil því ljúka þessum lnigleiðingum með þeirri ósk, að tímabili stöðnunar og íhaldssemi í þessum málum niegi ljúka sem fyrst og upp verði teknir frjósamari og árangursríkari starfshættir við íslenzku- kennslu. 20

x

Mímir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.