Mímir - 01.04.1962, Síða 31

Mímir - 01.04.1962, Síða 31
þyrfti kennsla ekki að hefjast fyrr en kl. 9, því að eniiir tímar eru í uppeldisfræðnm frá kl. 9—10 þann dag. Ég sé ekkert þessu til fyrirstöðu og tel það reyndar miklu eðlilegra að byrja vinnu kl. 8 að morgni heldur en kl. 10. Yfirgnæfandi meiri hluti skólanema í lægri skólum liefur þá vinnu sína, og mér finnst háskólastúdentum engin vorkunn í að liafa sama hátt á. Það er hæpinn ávinningur að þeim þætti hins akademíska frelsis að mega sofa til kl. 9 eða 10 á morgnana, og yfirleitt eru þeir, sem sækja fyrst tíma kl. 10, sammála um, að morgunninn sé ódrjúgur til mikilla afreka við lestur. Hér er heldur ekki verið að brjóta neina meginreglu innan veggja háskólans, því að í ýmsum öðrum deildum hefst kennsla kl. 8. Skal þar fyrst nefnd guðfræðideild, en hún hefur sýnt lofsvert framtak í því að bæta námsaðstöðu nemenda sinna á marga lund. Þar liefst kennsla kl. 8 og þykir gefast ágæt- lega. 1 læknadeild eru allmargar kennslu- stundir kl. 8, aðallega í síðasta hluta, og í tannlæknadeild hefst kennsla í vissum grein- um kl. 8 alla virka daga á nýbyrjuðu misseri. Um húsnæðisskort þarf tæplega að tala á þessum tíma. Stofa sú, sem bókmenntasögu- fyrirlestrarnir eru að jafnaði fluttir í, er Iaus frá kl. 8—9 árdegis, að því er bezt verður vitað. Ég er ekki í minnsta vafa um, að þetta fyrirkomulag kennslustunda, ef á kæmist, yrði til jiess að bæta starfsskilyrði stúdenta í íslenzkum fræðum að mun og auka um leið verulega afköst þeirra við tímafrekt og yfir- gripsmikið nám. II „Hver deild semur lestrar- og kennsluáætl- un fyrir sig (upplýsingarit um kennslu og nám). Skal fjölrita hana eða prenta og af- henda nemendum, er þeir hefja nám sitt. I kennsluáætlun skal greina, liverjar náms- greinar séu kenndar í deild, livernig kennslu- greinum sé skipt eftir kennslumisserum, hve námstíminn sé áætlaður langur í heild eða í hverjum prófhluta um sig, el’ því cr að skipta. Þá skal og greina námskeið og æfingar og reglur um þau. Enn fremur skal lýsa Jiar kennsluháttum og prófháttum, Jiar skal geta kennslurita og annarra rita, sem æskilegt er að stúdent kynni sér í námi sínu, og greina almennt frá náminu, eftir Jiví sem þörf J)yk- ir“. Þannig hljóðar 23. gr. reglugerðar fyrir Há- skóla Islands frá 17. júní 1958, og er hún mun ýtarlegri og nákvæmari en samsvarandi grein í reglugerð fyrir Háskóla íslands frá 9. okt. 1912.1) Árhók háskólans 1912—1913 birti og kennsluáætlanir fyrir laga- og læknadeild í samræmi við umrædda lagagrein. Árbókin 1913 -1914 (Rvk. 1914) birli því næst slíka lestrar- og kennsluáætlun fyrir lieimspekideild (hls. 34 48), og fyrir guðfræðideild kom út svipuð áæthui í Árbók 1914—1915. Þar með var þeirri grein laganna fullnægt um sinn. Lestrar- og kennsluáætlun heimspekideildar mun hafa verið gefin út sérprentuð á sínum tíma nemendum til J)æginda. Síðan áætlun J)essi leit fyrst dagsins Ijós, eru nú liðin Uep fimmtíu ár, og allan jnuin tíma hefur lienni verið ætlað að þjóna því hlutverki, sem henni var í fyrstu fengið, með- an háskólinn var enn ungur og námsgreinar hans og námsefni að mörgu leyti ómótað og á tilraunastigi. Mér er ekki kunnugt um, að áætlun þessi liafi verið endursamin eða bætt á neinn liátt fyrr en 1960, er heimspekideildin gaf út Prófkröfur og kennsluáætlun með leið- beiningum um lestrarefni til kennara- og meistaraprófs í íslenzkum fræðum A Mál- fræði. Þar er ýtarlega gerð grein fyrir lestrar- efni og prófkröfum, kennslu og prófum, svo að sú bók gegnir ágætlega því hlutverki, sem fyrrnefnd reglugerðargrein gerir ráð fyrir, að |)ví er málfræði varðar. En um sögu og bók- menntasögu er allt óbreytt. Það, sem hér hefur verið sagt, er eingöngu II Sl>r. Árl.ók H. í. 1912—1913 (Rvk. 1913), l.ls. 36, 13. gr. 23

x

Mímir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.