Mímir - 01.04.1962, Síða 40
að um sama efni: hið innra gihli hiutanna
og hina ytri ásýnd þeirra eða þann veruleika,
sem speglast í tilliti annarra til hlutanna. 1
báðum verkunum orðar Kiljan þessa megin-
staðhæfingu á mjög líkan hátt: það sem sýn-
ist, það er það sem er, — annað skiptir ekki
máli.
Skyld hugsun á sér reyndar miklu lengri
sögu í verkum Kiljans. Þegar í Vefaranunt
mikla frá Kasmír 1927 gætir þessa, en þar
lætur Kiljan munkinn, sem kappræðir við
Stein Elliða, hafa yfir þessi orð miðahlaguð-
fræðingsins Bonaventura:
... quantum unusquisque est in oculis tuis
Domine, tantum est et non amplius ... Þess
viriVi sem þú ert í augum Guðs, svo mikils
virði ertu og ekki vitund fram yfir það.1
Vefarinn. 1927. 151. lds.
Og framar í Vefaranum rekumst við á þessi
orð Steins Elliða:
líkkert snertir mig dýpra en hið óbrotna og
lútlausa, sem á styrk sinn i því að vera það, sem
það er. Það er dýrsta gáfan mín að hafa öðlast
fagurskygna sál, hæfileikann til að geta miklað
dýrðina á ásýnd hlutanna.
Vefarinn. 1927. 55. bls.
En það er grttnur niinn, að ýmislegt í loka-
þætti Strompleiksins eigi sér einnig tengsl við
fyrri verk skáldsins. Eða minnir ekki athöfn-
in, þegar fulltrúi andans bregðttr kuflinum
yfir kúnstner Hansen, okkttr á það, þegar
skáldsnillingurinn Sigurður Breiðfjörð sté
niður úr sólargeislanum, þar sem Ljósvíking-
urinn lá undir súðinni á Fæti undir Fótar-
fæti, lagði mihla hönd sína á kvalafullt höfuð
Olafs Kárasonar og sagði: þú ert ljós heims-
ins —?
Og tvíhyggjan á sér einnig nokkurn slóða
í fyrri verkum Kiljans. Af tilviljun hef eg
rekizt á tvo staði, sem mig langar að vitna
til að lokum. Hinn fyrri er úr Vefaranum.
1) Kiljan hefur breytt þessari þýðingu í 2. útg.
Vefarans 1948, 120. hls.: þú ert það sem þú ert í guðs
augum og ekki vitund frainmyfir það.
Það eru orð Steins Elliða, þar sem þau tala
sainan, hann og Diljá, á Þingvelli:
— Diljá. Maðurinn hefur tvær náttúrur; við
því er ekki hægt að gera. Onnur stefnir upp í
himinirin, ef þú skilur það, upp í þunna rúmið
fyrir ofan gufuhvolfið, alla leið lil Guðs. Hin
leitur niður á við, niður í jörðina, þúsund
stúngur niður fyrir alt mótak, alla leið nið'ur í
ósköpin, þar sem helvíti brennur og frýs. Máð-
urinn hefur sál, og maðurinn hefur líkama, og
það, sem sálin heimtar, ríður i þverhága við
það, sem likaminn girnist, og líkaminn girnist
þá liluti, sem steindrepa sálina. Það heitir á
latínu: Spiritus adversns carnem. Rctturu sagt:
það er ílt og gott í heiminum og manninum er
frjálst um valið. ... Maðurinn hefur um tvo
kosti að velja, fullkomnun eða fordæmíngu.
Vefarinn. 1927. 43.—44. hls.
Þá mætti bera niður í Sjálfstæðu fólki. I
ræðu, sem Rauð’sniýrarfrúin flytur við hrúð-
kaup Bjarts í Sumarhúsum, mælir hún m. a.:
— Eg veit ekki, hvort þið kunnist við trúar-
brögð I’ersu.
Þessi þjóðflokkur trúði því, að guð ljóssins
og guð myrkursins ættu í sífclldum ófriði og
mönnuin bæri að styrkja ljóssins guð í harátt-
unni með því að yrkja akra og vinna að jarðu-
hótuin. Það er einmitt þetta, sem bændurnir
gera. Þeir eru uð hjálpa guði, ef svo mætti uð
orði kveða, vinna ineð gtiði að uppeldi jurta,
dýra og manna. Göfugra starf er. ekki til á
jörðu hér.
Sjálfstætt fólk. I. 1934. 39. Ids.
I verkum Halldórs Laxness bíða mörg verk-
efni íslenzkra bókmenntarýnenda. Áður en
þeim verði full skil gerð, hlýtur að verða
skrifaður þátturinn um dúalismann í verkum
Laxness. Þau dæmi, sem eg hef tínt til, eru
ekki fundin við langa leit eða mikinn lestur,
lieldur með því að fletta hlöðum hér og livar.
Þeirra er aflað á öngul. Maður verður strax
var. En mér segir svo hugur um, að með
fyrirdrætti mætti ná að landi drjúgum lilut
til kaflans um tvíhyggjuvitund Ilalldórs, um
það, hversu áleitin þessi eilífa barátta góðs
og ills er við hann, um ljós og skugga í verk-
um skáldsins, — heimsljósið og strompinn.
32