Mímir - 01.04.1962, Side 44

Mímir - 01.04.1962, Side 44
Eysteinn SigurSsson: Hagfræði og tölfræði fjEGAR við tökum okkur í munn orðið hagfrœSi, eigum við tvímælalaust við þá fræðigrein, sem á erlendum málum er gjarn- an nefml ökonomia og fæst við þau viðfangs- efni og vandamál, sem frain koma við liina margvíslegu búskaparstarfsemi mannanna, og skiptisl síðan í ýinsar undirgreinar svo sein þjóðhagfræði, rekstrarliagfræði o. s. frv. Ef við aftur tölum um statistik, eða þá fræðigrein, sem íslenzkir liagfræðingar nefna tölfrœði, leikur varla nokkur vafi á því, að við eigum við þá fræðigrein, sem reyndar er náskyld liliðargrein hagfræðinnar og fæst við að afla hvers konar tölulegra upplýsinga og vinna síðan lir þeim og setja fram niðurstöður, oftast í formi liagskýrslna eða annarra talna- skýrslna. Orðið hagfræði er orðið svo rótgróið í mál- vitund nútímamanna sem heiti á fræðigrein- inni ökonomiu, að fæstum eða engum myndi nokkru sinni detta í liug að nota það í annarri merkingu. Sömuleiðis á statistikin eða töl- fræðin sér svo greinilega afmarkaðan bás í hugum flestra, að engum, sem þekkti bæði hugtökin, myndi nokkru sinni koma til liugar að nefna liana hagfræði eða að blanda þessum tveim hugtökum saman á annan liátt. Það mun því líklega koma fleirum en mér, sem þessar línur rita, talsvert á óvart að lieyra, að orðið hagfræði var upphaflega myndað og notað sem íslenzkt heiti á fræðigreininni statistik. Ferill orðsins er rakinn allt aftur til ársins 1857, en það ár birtist í Skýrslum uin landshagi á Islandi, sem Bókmenntafélagið gaf út, ritgerð eftir Arnljót Ölafsson, síðar prest og alþingismann á Bægisá, þar sem hann 36

x

Mímir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.