Mímir - 01.04.1962, Side 47

Mímir - 01.04.1962, Side 47
Ef dæmi þau úr íslenzkum orðabókum, seni tekin voru hér að framan, eru svo leiðrétt samkvæmt þessu, líta þau þannijí lit: Danska: statistik: tiilfræði; hagskýrsla, yfirlits- skýrsla (um ástand í tilteknu efni, oftast í tölum). .statistiker: iölfræðingur, hagfræðingur. statistisk: tölfræðilegur, skýrslulegur; stat- istisk bureau: hagstofa. Þýzka: Statistik: tölfræði; skýrsla, yfirlit. statistisch: tiilfræðilegur, skýrslulegur. F.nska: statisticfal) : tölfræðilegur. statistician: tölfræðingur, hagfræðingur. statistics: tiilfræði; yfirlit, skýrsla: statistics nj crirnc, nf births and deaths: skýrsla um glæpi, skýrsla um fæðingar og dauða (dauðs- föll). Franska: statisticien: tölfræðingur, hagfræðingur. statistique: tölfræðilegur (rapports statisti- ques) ; no. kvk. tölfræði. Ég vil að lokum geta þess, að þessar til- liigur eru byggðar á nokkuð takmörkuðum athugunum mínum á þessu sviði íslenzks máls, og má því sjálfsagt enn bæta þær nokk- uð, áður en endanlegri lausn þessara mála er náð. Hins vegar virðist mér tilgangslaust að standa á móti eðlilegri þróun málsins í þessu efni, þó að vissulega verði að telja, að skemmtilegt væri að geta tekið orðið hag- fræði aftur upp í málið í sinni upphaflegu merkingu. En þar sem enn virðist svo margt vera laust í reipunum í sambandi við merk- ingu þessara orða, virðist vera full ástæða til að benda væntanlegum orðabókahöfundum þjóðarinnar á að leita samstarfs við hina mál- fróðustu menn innan hagfræðingastéttarinnar um sérsvið þeirra, til að forðast frekari mis- skilning og grundroða á þessu sviði. G Á T U R 1. Góðlynd snótin glöð og 1)1 íð geymir tíð, en þó er (lauð, heilsubótar blómstur fríð býður þeim, sem líða nauð. 2. Upp úr öskustó liún arkar bá og mjó. Tróðan var svo tindilfætt, bún teygði sig og hló. 3. Ilver er það með þétta hlekki, þetta mun auðráðin spurn, um helgra tíðum húsa bekki lioppar og slettir sínu í hvurn? 4. Hver er skepnan hentuga með liáar eikur, J)á orma bani lýði lúrar lifnar og blómgast þess náttúra? (Ur gátum Jóns Árnasonar). SVÖR VIÐ GÁTUM •jninjq ‘Biuods-sfeqpt (g ‘uuissojq (g ‘qpq (X 39

x

Mímir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.