Mímir - 01.02.1974, Side 5

Mímir - 01.02.1974, Side 5
SÓLVEIG HAUKSDÓTTIR: SNORRI STURLUSON OG KONUNGSVALDIÐ Inngangur Margir þeirra, sem fjallað hafa um Snorra Sturluson, hafa haldið því fram, að Snorri hafi viljað koma Islandi undir Noregskonung. Jón Sigurðsson, forseti, segir svo um Snorra á einum stað: „Minning hans hefur að vísu verið fræg meðal íslendinga, en aldrei mjög vinsæl, því menn hafa eignað honum allmikinn þátt í að landið missti frelsi sitt." (Safn., II bls. 28) I þessari ritgerð verður leitast við að sýna fram á hið gagnstæða. Verður því aðallega fengist við þá hlið Snorra, sem snýr að stjórnmálum, þótt sá þáttur verði að sjálfsögðu ekki með öllu skilinn frá öðrum þáttum í lífi hans. Saman við þessa frásögn af Snorra verður fléttað frásögnum af Skúla jarli Bárðarsyni og Askatli Magnússyni og bent á hugmyndalega samstöðu þessara þriggja manna. I. Snorri Sturluson er fæddur að Hvammi í Döl- um árið 1179, sonur Sturlu Þórðarsonar og Guðnýjar Böðvarsdóttur. Sagan segir Hvamm- Sturlu hafa lent í deilum við Pál prest Sölva- son í Reykholti og í þeim málarekstri veitti kona prests, Þorbjörg, Sturlu áverka nokkurn, er leiddi til þess, að Jón Loftsson Sæmundar- sonar fróða í Odda á Rangárvöllum, tók Snorra son Sturlu, sem þá var þriggja vetra, til fósturs. I þann tíma var Oddi mikið höfuðból og menntasetur. Jón Loftsson var dótmrsonur Magnúsar konungs berfætts, og ræktu Odda- verjar mjög samband við norsku hirðina. Ekki mun það tíundað hér, hversu mikil áhrif and- rúmsloftið í Odda hafði á hugmyndiaheim Snorra. Arið 1199 kvæntist Snorri Herdísi Bersadótt- ur, dótmr Bersa Vermundarsonar, sem bjó á Borg á Mýrum og var stórauðugur maður. Það voru þeir Sæmundur Jónsson fósmrbróðir Snorra og Þórður Smrluson bróðir hans, sem stuðluðu að þessum ráðahag, og er sennilegt, að með því hafi Oddaverjar ætlað að styrkja stöðu sína í vesturhéruðum landsins. Á næstu árum varð Snorri einn voldugasti og auðugasti höfðingi landsins og árið 1215 var hann kjörinn lögsögumaður í fyrsta sinn. II. Eftir aldamótin 1200 urðu hér á landi átök milli íslendinga og norskra kaupmanna út af hækkandi vöruverði og árið 1215 leggja þeir Sæmundur Jónsson í Odda og Þorvaldur Giss- urarson í Haukadal lag (sett hámarksverð) á varning norskra kaupmanna. Þessar aðgerðir mælmst illa fyrir í Noregi. Páll Sæmundarson frá Odda drukknaði við Noreg árið 1216. Héldu þá Oddaverjar, að Norðmenn hefðu drepið hann. Ari síðar gerði Sæmundur Jónsson mikl- ar fjámpptektir á hendur norskum kaupmönn- um í bóta skyni fyrir son sinn. Þessar fjárupptektir Sæmundar leiddu til þess, að Norðmenn drápu Orm Breiðdæling Jóns- son, bróður Sæmundar. Eftir 1215 horfði til stórvandræða, einkum þar eð Norðmenn réðu 5

x

Mímir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.