Mímir - 01.02.1974, Side 7

Mímir - 01.02.1974, Side 7
„Snorri hafði þegar náð því, sem hann vildi, og frelsað föðurland sitt. Loforð það, sem hann hafði gefið norska konunginum, hugsaði hann sér sjálfsagt frá upphafi að hafa að engu; hann hefur áreiðanlega aldrei eitt augnablik hugsað til þess í raun og sannleika að svíkja föður- land sitt, og hann gerði aldrei minnstu tilraun í þá átt. Frá íslensku sjónarmiði og siðahug- myndum þeirra tíma var þetta þjóðhollt og nærri hrósvert viðbragð, pia fraus (heiðarleg svik) á sínum stað. Það er auðskilið, að Hákon konungur liti síðar á framkomu Snorra öðr- um og allt annað en mildum augum”. (Den Oldnors. bls. 676) Jón Aðils segir í Islandssögu sinni, að Snorri skyldi „fara út til Islands og friða fyrir kaupmönnum og jafnframt leita eftir við Is- lendinga, að þeir gengju konungi á hönd þegar Snorri kom út, varð mönnum tíðrætt um för hans, en engu kom hann á leið við landsmenn um erindi það, er honum var falið, enda flutti hann lítt". (ísl.s., 1946, bls. 110) Islendingasaga Arnórs Sigurjónssonar segir um afstöðu Snorra til norska konungsvaldsins, að ekki sé kunnugt, „að hann ræki konungs- erindi á Islandi, er heim kom". (Islendingas., 1948, bls. 109) Einar Ol. Sveinsson segir í bók sinni, Sturl- ungaöld, að Snorri hugsi sýnilega mikið um konungserindi á þriðja tug aldarinnar, „eftir að hann hefur farið hingað í þessum erindum" (St.öld., bls. 13) Þá segir Einar einnig, að fyrsta sendiförin, sem farin var til að koma Islandi undir konung, hafi verið för Snorra til íslands árið 1220. í Lundi í Svíþjóð kom Heimskringla út í sænskri þýðingu árið 1919. Formáli er ritaður af Emil nokkrum Olson. Hann segir, að til þess að af- stýra herförinni til Islands hafi Snorri gefið Skúla leynilegt loforð um að stuðla að því, að Island gengi Noregi á hönd. Þá telur Olson ástæðu til að ætla, að Snorri hafi aldrei hugsað sér að svíkja landið. „Að minnsta kosti virðist Snorri aldrei hafa gert neina tilraun með að efna loforð sitt". Og Olson heldur áfram: „Mark- ið, sem hann stefndi að, var glæsilegt höfðingja- einveldi, smækkuð mynd af riddarafurstadæm- um Evrópu". (Formáli af Nor. kon. sag. bls. X, XV) Sturla Þórðarson skrifaði einnig Hákonar- sögu, og þar segir svo um þessa sömu atburði: „Þennan vemr sátu þeir í Þrándheimi, sem fyrr var ritað, Hákon konungur og Skúli jarl. En er voraði, fóru þeir suður til Björgvinjar og sátu þar lengi um sumarið. Þá gerði jarl orð á því, að hann myndi gera her til Islands. Þá hafði Björn, son Þorvalds Gissurarsonar, dregið mann norrænan úr kirkju í Miðfirði og látið drepa. Þóttist hann það láta gera í hefnd Orms, því að hann átti Hallveigu, dóttur hans. Jarl ætlaði mörg skip til ferðarinnar Snorri Sturluson og þeir íslenskir menn, sem þar vora, báðu Dagfinn bónda flytja fyrir konunginum, að þessi ætlan félli niður. Og kom svo, að stefna var til lögð, og talaði konungur á stefnunni og hóf svo: „Herra jarl", segir hann, „ætlan þessi, sem hér hefur verið í sumar, sýnist ekki viturleg voru ráði, að her sé görr til Is- lands, því að sú ferð þykir torsótt, en land það hefur héðan byggst, og vorir frændur og for- eldrar hafa kristnað landið og veitt landsmönn- um mikil hlunnindi. Eru þar og flestir menn saklausir fyrir oss, þótt sumir hafi illa gört til vorra þegna, en það mun verða allra skaði, ef landið er herjað. Nú vil ég biðja yður, herra, að þér látið niður falla þessa ætlan fyrir sakir míns flutnings". Sem konungur hafði þetta mælt, þá fluttu margir með honum. Gaf þá jarl upp þessar ráðagjörðir. Var það þá ráð gjört, að Snorri Sturluson var út sendur að friða fyrir Austmönn- um. Gaf Hákon konungur honum lends manns nafn. Töluðu þeir jarl margt um mál manna á Islandi. Var þá fyrsta sinn mælt af jarli, að Snorri skyldi koma landinu undir Hákon kon- ung. En um haustið, er Snorri kom út, urðu þeir ósáttir sjálfir Sunnlendingar, og um vorið eftir drap Loftur í Skarði Björn Þorvaldsson á Breiðabólstað. Það sumar sendi Snorri utan 7

x

Mímir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.