Mímir - 01.02.1974, Side 8

Mímir - 01.02.1974, Side 8
Jón, son sinn, jarli, sem mælt var með þeim. En engu kom Snorri áleiðis við landsmenn. Flutti hann og lítt. En frið höfðu kaupmenn góðan þann tíma á Islandi”. (Hák.saga g., 1957, bls. 69—71) Islendingasaga segir, að það hafi verið Snorri, sem fyrst lagði það til við Noregshöfðingja, að þeir vinguðust við menn á íslandi, síðan bauðst hann til að beita áhrifum sínum í þá átt, að Islendingar snérust til hlýðni við Noregskonung. I Hákonar sögu er það hins vegar Skúli jarl, sem nefnir það við Snorra, að hann skuli koma landinu undir Hákon konung. Þar segir einnig, að það hafi verið Skúli, sem vildi fara herför til Islands, en þeir Snorri og Dagfinnur lög- maður ásamt fleirum beittu konunginum fyrir sig og taka fram fyrir hendurnar á jarlinum. Vegna orða Hákonar hættir jarl við herförina. Það er líklegra, að Skúli, sem um þetta leyti var valdamesti maður Noregs, vildi frekar fara í stríð við Islendinga en Hákon konungur, sem þá er aðeins 16 ára gamall, enda átti Skúli þar sjálfur hagsmuna að gæta. Þá verður að hafa það í huga, að Sturla Þórðarson skrifaði Hákonarsögu í konungsgarði og studdist þar við skjalasafn konunga og frá- sagnir manna, sem mundu atburðina, en á hitt ber einnig að líta, að þegar Hákonarsaga er skrifuð, hefur Skúli jarl beðið lægri hlut fyrir Hákoni konungi í baráttu þeirra um völdin í Noregi og sagan er skrifuð af sagnfræðingi sigurvegarans. Niðurlagsorð þessarar frásagnar á Hákonarsögu; „En engu kom Snorri áleiðis við landsmenn. Flutti hann og lítt. En frið höfðu kaupmenn góðan þann tíma á íslandi", (Hák.saga g. 1957 bls.71) hafa oft verið skilin á þann veg, að Snorri hafi gengið slælega fram í því að koma landinu undir konung. En það kemur hvergi fram, að Snorri hafi tekið það verkefni að sér. Það sem Snorra var fyrst og fremst ætlað, var að friða fyrir norskum kaup- mönnum. Um þetta leyti var Snorri lögsögu- maður, svo að ef til vill gerðu þeir konungur og jarl ráð fyrir, að hann flytti þetta mál á Alþingi. Þegar Snorri kom út til íslands, ýfðust Sunn- lendingar mjög við honum, einkum þó tengda- menn Orms Jónssonar. Þeir óttuðust, að Snorri væri sendur af Norðmönnum til að standa í móti bótum fyrir víg Orms. Björn Þorvaldsson spurði Snorra, „hvort hann ætlaði að sitja fyrir sæmdum þeirra um eftirmál Orms. En Snorri duldi þess". (Sturl. II, bls. 87) Þess er hvergi getið síðar, að Snorri hafi minnst á þetta mál framar. Helstu andstæð- ingum norskra kaupmanna lenti í hár sam- an, og var Björn Þorvaldsson drepinn í þeirri viðureign. Norðmenn álitu þá þetta mál vera úr sögunni, og gíslunum í konungsgarði var sleppt Það skýrir hvers vegna Orækja kemur svo fljótt út til Islands afmr. III. Á meðan Snorri Sturluson dvaldi í Noregi, bjó hann einkum hjá Skúla Bárðarsyni. Þeir Snorri hafa eflaust bundist vináttuböndum, enda voru þeir á svipuðum aldri, og Skúli jarl hefur getað frætt Snorra um ýmislegt varðandi sögu norsku konunganna. Eftir að hafa verið með jarli einn vemr, heldur Snorri ausmr á Gautland á fund Áskells lögmanns Magnússonar og konu hans Kristín- ar. Snorri hafði áður ort um konu þessa kvæði það, sem heitir Andvaka, en það gerði hann að beiðni fyrri manns Kristínar, en sá var Hákon jarl galinn. Askell lögmaður var æðsti valdamaður í Svía- ríki um þessar mundir. Hann var af ætt Fólk- unga. Nokkra áður en Snorri kemur til Gaut- lands, höfðu Fólkungar risið gegn Sörkvi kon- ungi og stefnu hans, en Sörkvir vildi styrkja konungsvaldið á kostnað höfðingjavaldsins, hann vildi umbreyta hinu forna konungsveldi meir í átt við það, sem tíðkaðist sunnar í Evrópu, þ. e. fastmótað lénsskipulag. Fólkungar höfðu borið sigurorð af Sörkvi, og Eiríkur konungur Knútsson felldi hann í orustu á Gestilreini árið 1210. Þá tók Askell lögmaður að endurskoða hin fornu lög Vest- Gauta til að koma í veg fyrir, að konungsvaldið 8

x

Mímir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.