Mímir - 01.02.1974, Side 16

Mímir - 01.02.1974, Side 16
I Fornmál 1.1 Fyrir fornmálið setur Noreen1 upp eftir- farandi beygingardæmi fyrir u-stofna: I II III vpndr fiorþr fpgnoþr vpnd fiorþ fpgnoþ vende vpnd firþe fagnaþe vandar fiarþar fagnaþar vender firþer fanaþer vpndo vende fiorþo fagnaþe vpndom fiorþom fpgnoþom vanda fiarþa fagnaþa Áberandi einkenni á beygingu þessara orða, þó sérstaklega sniða I og II, eru þær morfó- fónemísku breytingar, sem verða í sérhljóðum stofnanna. Hins vegar teljast til u-stofna all- mörg einkvæð2 orð, sem ekki höfðu þessar morfófónemísku breytingar. Má þar nefna orð með i í rótaratkvæðinu, svo sem: liðr, Umr, stigr (stígr), litr, siðr, viðr, kvittr, kvistr og friðr og auk þess nokkur önnur orð með rótar- sérhljóði, sem ekki tók hljóðvörpum eða klofn- ingu, (Orðin hljóðvarp og klofning eru hér höfð um um synkrónískar morfófónemískar breytingar, sem eru afleiðingar hinna sögulegu hljóðvarpa og klofningar.) t. a. m. réttr, reitr og verðr.3 Þessi orð, sem ekki höfðu hljóðvörp, hljóta að hafa skorið sig nokkuð frá öðrum u-stofna orðum, og gæti það e. t. v. réttlætt að setja upp sérstakt beygingardæmi fyrir þau í elzta máli. Þessi orð voru mjög lík i-stofnum eins og vinr að beygingu, það eina, sem skildi á milli, var þf. flt. á -u og e. t. v. þgf. et. á -i í u-stofnum, en ekki í i-stofnum.4 A priori gæti manni því dottið í hug, að þau orð, sem hafa óbreytilegt rótarsérhljóð, verði fyrst til þess að glata beygingarsérkennum sínum, t. a. m. u-end- ingunni í þf. flt. 1.2 Noreen gerir ráð fyrir nokkurri óreglu í beygingunni í fornu máli, einkum í nf., þgf. og r et. og þf. flt.5 svipaðar athugasemdir koma fram hjá Alexander Jóhannessyni.6 1.2.1 Noreen segir, að oft sé orðið sonr end- ingarlaust í nf. et. og að það sé reglan í forn- íslenzku, að orðið sé endingarlaust sem síðari samsetningarliður í föðurnöfnum. I orðasafni Larssons úr elztu ísl. handrimm er ekkert dæmi um endingarlaust nefnifall í þessu orði eða öðrum.7 1.2.2 Ef. et. segir Noreen, að endi oft á -s, t. a. m. í vgrþr og viþr, stundum í liþr og þrýþr. Eina dæmið, sem kemur til greina hjá Larsson í þessu sambandi, er ef. smiþsens (Elúcídaríus 7:10), en Noreen (§ 358) telur það vera a- stofn. Finnur Jónsson8 nefnir dæmi um s-eignarfall: ulfliðs Dgnum miðli. Þetta vísuorð er svona í handriti:9 ulflids dauh midli. Þessi vísa er eign- 1 Adolf Noreen: Altnordische Grammatik I., 5. útg. Túbingen 1970 (Ljósprentun 4. útg. frá 1923-), bls. 273. 2 Tímans vegna verður snið III að mestu leyti látið mæta afgangi í þessu spjalli, enda virðist þf. flt. þeirra orða hafa fengið i-endingu þegar í fornu máli, en end. -u með viðeigandi u-hljóðvarpi í þessu falii var einmitt eitt af séreinkennum ein- kvæðu u-stofnanna fram eftir öldum. Engu að síður er það verðugt athugunarefni, að þetta beyg- ingarsnið hefur klofnað í tvennt, þar sem eru snið- in fatnaður og söfnuðnr hjá Valtý Guðmundssyni (Isl. grammatik, bis. 58.). 3 Þess er reyndar getið, að orðið verðr hafi þgf. virði (í Hávamálum), en eitthvað draga menn í efa, hvort hér sé um orðið verður að ræða. Sjá Finnur Jónsson: Det norsk-islandske skjaldesprog, Khöfn. 1901, bls. 56 og Noreen, Altnord. Grammat. § 395, Anm. 1. 4 Noreen segir, § 388, 2., að það komi fyrir, að þgf. endi á -e (= i) í i-st. í fornu máli. 5 Altnord. Grammat., bls. 274. 6 Alexander Jóhannesson: Islenzk tunga í fornöld, Reykjavík, 1923—-24, bls. 206—207. 7 Ludvig Larsson: Ordförrádet i de álsta islánska handskrifterna, Lund 1891. Sjá ennfremur O.Band- le: Die Sprache der Guðbrandsbiblía, Bibliotheca Arnamagnæana Vol. XVII, Khöfn. 1956, bls. 239-, þar sem höfundur bendir á samsettar föðurnafns- myndir með r-endingu í Islendingabók. 8 Skjaldesprog, bls. 56. 9 Den norsk-islandske skjaldedigtning ved Finnur Jónsson I A Khöfn. 1912, bls. 354. 16

x

Mímir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.