Mímir - 01.02.1974, Síða 22

Mímir - 01.02.1974, Síða 22
ber nokkuð á þessum dæmum og fer fjölgandi, að því er virðist. Þær fátæklegu heimildir, sem hér er stuðzt við frá 17. og 18. öld., er hægt að túlka á þann veg, að þær mæli ekki gegn þeirri skoðun Björns Karels, sem fyrr er vitnað til, að á 17. öld taki hinir fornu u-stofnar, eða leifar þeirra, almennt upp þá beygingu í flt. sem Valtýr Guðmundsson gefur í málfræði sinni. Reyndar skal það viðurkennt, að jákvæð rök þessu til staðfestingar eru ekki mjög sterk. Hin venjulega skýring á þessu fyrirbrigði er sú, að hér séu á ferðinni áhrif frá i-stofnum, sem frá fornu fari höfðu í flt. endingarnar -ir, -i, -um, -a, og reyndar taka stundum gömul a-stofnaorð eins og dalur upp þetta endinga- mynztur í flt. Hins vegar má benda á það, að í þessari breytingu felst víkkun á sviði hinnar ágætu reglu Runólfs Jónssonar, að þf. flt. fáist með því að sleppa r-i nefnifalls. Þá er komið á það samband milli nf. og þf. flt., sem Hjelmslev nefnir „determination”,1 þ. e. hægt er að ákvarða form þolfallsins út frá formi nefnifallsins. Þetta samband eða fall (funktion) frá nf. til þf. flt. virðist gilda um flestöll karlkynsorð í nútíma- máli, nema þau sem enda á -ur í nf. flt. feður, bcendttr, nemendur, o. s. frv., fyrir svo' utan þau gömlu u-stofnaorð, sem enn hafa stundum -u í þf. flt., en áður en u-stofnaorðin tóku i-endinguna voru þau undantekning frá þessari reglu. 3.2 Um þgf. et. í gömlu máli var nokkuð rætt í 1.2.3, og skal hér bætt nokkru við um þróun þess. Samkvæmt þeim upplýsingum, sem reynt var að tína saman í 1.2, virðist frábrigða frá hinni reglulegu beygingu gæta meir í þgf. et. í elzta máli en öðrum föllum. Ber þar hæst endingarleysi. Tvær kenningar eru nefndar um uppruna endingarlausa þgf. í u-stofnum, önnur sem gerir ráð fyrir því, að endingarlaust þgf. sé upprunalegt í langstofna orðum, hafi verið í frumgermönsku -u (*vandu > vpnd) (Brug- mann), en aðrir telja (t. a. m. Noreen), að end- ingarlausa myndin sé til komin fyrir áhrif frá i-stofnum, helzt fyrst í orðum, sem höfðu óbreytilegt stofnsérhljóð.2 Ég tel hugsanlegt, að endingarlaust þgf. sé upprunalegt í sumum orðum. Það, sem einkum veldur því, að ég tel slíkt ekki óhugsandi, er misræmið á milli beyg- ingar orðanna litr og siþr annars vegar og friþr, kviþr og liþr hins vegar, þar sem fyrr nefndu orðin eru endingarlaus í elzm hdr., en hin síðarnefndu hafa endingu. Hugsanlegt væri þá, að einstök orð hefðu haft endingalaust þgf. frá fornu fari (t. a. m. litr og siþr), en önnur haft endingu. Síðar meir hafi svo komið upp endingarlaust þgf. í öðrum orðum og þá t. a. m. fyrir áhrif frá i-stofnum. Björn Þórólfsson telur, að endingarlausar þágufallsmyndir komi varla fyrir fyrr en eftir 1000, og þá í einstökum orðum. A 14. og 15. öld segir Björn, að megi bæta við þau orð, sem Noreen segir, að komi fyrir endingarlaus, orð- unum háttr, hjgrtr, Hprðr, MQrðr, NjQrðr, svprðr, vpllr og knQttr. Stöku sinnum segir Björn, að þgf. hafi hina reglulegu endingu, en „meginhluti” (= stofn?) sé eins og í nf. og þf., t. a. m. Guðrauði, Njprði.3 Jón Helgason nefnir, að í Nýja testamenti Odds komi fyrir þágufalls- myndin flotnum af flötur.i I Guðbrandsbiblíu hefur það, að sögn Bandles, færzt í vöxt miðað við fornmál, að u-stofna- orð séu endingarlaus í þgf.5 Vert er að veita því athygli, að þau orð, sem Bandle sýnir ekkert dæmi um með endingu í þgf. eru: limur (kemur ekki fyrir í þgf. et. hjá Larsson) litur (alltaf endingarlaust hjá Larsson), siður (alltaf end- ingarlaust hjá Larsson) og lögur (Morberialpg). 1 Sjá Louis Hjelmslev: Omkring sprogteoriens grund- iæggelse, Khöfn MCMXLIII, bls. 32—33. Sbr. ennfremur Hreinn Benediktsson: On the Inflection of the ia-Stems in Icelandic í Afmælisriti Jóns Helgasonar, Rvík. 30. júní 1969, bls. 398. 2 A. M. Sturtevant: Irregularities in the Old Norse Substantive Declensions, bls. 86—87. (Scandinavi- an Studies 19. 1946—47.) 3 Um ísl. orðm., bls. 21—22. Á bls. 83—84 nefnir B. K. Þ. nokkur dæmi til viðbótar frá um 1600. 4 Málið bls. 57. 5 Die Sprache, bls. 240—41. 22

x

Mímir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.