Mímir - 01.02.1974, Page 31

Mímir - 01.02.1974, Page 31
s ast gerður lágur moldarhaugur yfir. Hauggarð- ar, grafklefar og brunakuml eru óþekkt hér á landi. Líkkismr hafa verið fátíðar og sömuleiðis steinþrær. I flestum gröfum er einn maður, því tvíkuml eru hér fátíð. Tvenns konar stellingar eru algengastar: Lík- . ið liggur á bakinu með beina fætur, eða á hlið- inni, oftast kreppt, og virðist fyrri staðan algeng- ari. Stundum virðist hafa verið hærra undir höfði hins framliðna. Hendur eru aldrei krosslagðar á brjósti. Þess eru fá dæmi, að lík sitji upprétt í gröf sinni, eins og algengt er með Svíum. Höf- uðið snýr oftast til suðurs eða vesmrs, og rekja menn það til kristinna áhrifa. Vera má, að kumladysinni hafi upphaflega verið ætlað að koma í veg fyrir, að hinn dauði gengi aftur. Einnig kann umbúnaðinum að hafa verið stefnt gegn „hundi og hrafni" og öðrum skógardýr- um, sem raskað gæm grafró hins framliðna. Hinn upprunalegi tilgangur kann þó að hafa verið flesmm gleymdur, þótt gömlum venjum væri fylgt. En kumladysin hefur haldizt mun lengur en heiðinn siður, eða allt til þess tíma er aftökur lögðust af á Islandi. Aflífaðir afbrota- menn voru oftast dysjaðir undir grjótfargi og þeim er leið áttu fram hjá var skylt að grýta dysina. Þannig urðu greftrunarvenjur heiðinna manna tákn vanvirðu og útskúfunar. Haugféð: Eins og áður er sagt er haugfé heizta einkenni heiðinna grafa. Islenzk kuml eru þó yfirleitt fátæklegri en tíðkaðist í nágrannalöndum. Flest- ir algengir hlutir úr daglegu lífi hafa talizt gjaldgengir sem haugfé. Vissir hlutir finnast þó mun oftar en aðrir, og eru þessir helztir: 1) Bein hesta............................. 79 2) Spjór ................................. 47 3) Hnífar ................................ 38 4) Sörvistölur............................ 29 5) Gjarðahringjur ........................ 29 6) Brýni................................. 23 7) Axir .................................. 21 8) Kúptar nælur ........................ 21 9) Hundar .............................. 19 10) Klæðaleifar 16 11) Metaskálar og met.................... 16 12) Beizli............................... 16 13) Eldfæri ............................. 10 14) Skjaldarbólur........................ 10 Hestar í kumlum eru miklu algengari hér á landi en á öðrum norðurlöndum. Oftast voru hrossin heygð til fóta, og lengdu þau því gröf- ina til muna. Aftur á móti eru bátakuml mjög fá hér, um sex alls. Allir þeir munir, sem upp voru taldir, eru frá 10. öld. Undantekningar hafa aðeins fund- izt á tveimur stöðum. Það eru nælur frá Skóg- um í Flókadal, sem taldar eru frá fyrri hluta 9. aldar, og kúpt næla frá Syðri-Hofdölum í Skagafirði, sem talin er frá 11. öld. Allmargir þessara hluta finnast um allt það svæði, sem víkingar áttu ítök í um þessar mund- ir. En aðrir eru einkennandi fyrir einstök lönd innan þessa svæðis. Búnaður hesta, kúptar næl- ur, spjótsoddar, kléberg og flöguberg benda eindregið til Noregs. Nokkrir hlutir eru vest- rænir (frá Bretlandseyjum), svo sem þrjú brons- ístöð, sverð og hringprjónar. En af írskum upp- runa eru m. a. þrjár bjöllur, sem benda til hinn- ar keltnesku kristni. Agaðsperla og beltishringja eru hins vegar frá Frakklandi. Þá hafa fundizt í íslenzkum kumlum og sem lausafundir all- margir munir, sem benda til austur-norrænna áhrifa (þ. e. frá Svíþjóð og Eystrasaltslöndum). Mest áberandi þeirra eru döggskórnir, sem hér eru algengari en í Noregi og Danmörku. Þeir bera órækt vitni um samband Islendinga við austur-norrænar þjóðir. Fjórir af sex hafa fund- izt vestanlands. Beinin: Prófessor Jón Steffensen hefur gert lengdarmæl- ingar á 39 kumla-beinagrindum. Hann kemst að þeirri niðurstöðu, að meðalhæð karla hafi á þessum tíma verið 172.3 sm, en kvenna 161.2 sm. Þessi líkamshæð bendir til þess, aðlandnáms- 31

x

Mímir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.