Mímir - 01.02.1974, Blaðsíða 32

Mímir - 01.02.1974, Blaðsíða 32
menn hafi búið við allgóð kjör, eða svipað og var um síðustu aldamót. Þá hefur prófessor Jón mælt hauskúpur úr kumlum. Norðvestur-ev- rópskir hausar frá þessum tíma falla í tvo flokka, sem kalla má skammhöfða og langhöfða. Hinir fyrrnefndu finnast á Islandi, Bretlandi, Irlandi, og í Vestur-Noregi, en langhöfðarnir í Norður- Noregi, Svíþjóð og Danmörku. Utbreiðsla þessi fellur saman við útbreiðslu blóðflokka í þess- um löndum. A svæði skammhöfða ríkir O- flokkurinn (yfir 65%), en A-flokkur á hinu. Hvar og hvernig kuml finnast: Af meðfylgjandi korti er auðsætt, að skipting kumlfunda er mjög misjöfn eftir landshlutum. Nú hafa fundizt alls 146 kuml eða kumlateigar með leifum 294 manna. Skiptast grafirnar í 96 einstök kuml og 50 kaumlateiga. Tveir stærstu kumlateigar landsins eru í Svarfaðardalshreppi. Flestar grafanna hafa fundizt á mið-norður- landi, suðurlandsundirlendi, og á Héraði. Þessi misskipting hefur verið skýrð þannig, að áhrifa uppblásturs og framkvæmda gæti meira á sum- um svæðum en öðrum. Aðeins 9 hinna 146 fundarstaða eru kunnir vegna beinna rannsókna. Hinir hafa allir fundizt fyrir tilverknað náttúru- afla eða framkvæmda, svo sem vegagerðar. Mest kveður að áhrifum uppblástursins, enda hafa um 40% allra kumla komið í ljós af þeim völdum. Eins og vænta má eru kuml, sem veðrazt hefur ofan af, mjög illa leikin, og verður lítið af þeim ráðið. Mest kveður að uppblæstri á öskufalls- og foksandssvæðum suður- og austur- lands, enda eru flest kuml í þeim héruðum af þessum toga. Aftur á móti hafa margir hinna fornu legstaða á norðurlandi fundizt við vega- gerð. Athyglisvert er, hve fá kuml hafa fundizt á vesturlandi, aðeins 14 á svæðinu vestan Ölfusár og Hrútafjarðar, og við nánari athugun kemur í ljós, að þau eru hvert öðru fátæklegra. Upp- blásturs gætir lítt vestanlands. Hins vegar hef- ur vegagerð og annað jarðrask verið mikið á þeim stöðum, sem vænta mætti kumlafunda. Því hlýtur sú spurning að vakna, hvort ekki sé raun- verulegur munur á kumlafjölda milli landshluta. Flestir kumlafundir eru kenndir við nöfn þeirra jarða, er þeir hafa fundizt á (t. d. Kropp- ur, Vindbelgur), en mannabein, er upp koma á afréttum, eru kennd við önnur örnefni (Alaugar- ey, Hámundarstaðaháls). Niðurlag: Af því, sem hér hefur verið lýst, má draga ýmsar ályktanir: 1) Greinilegt er, að landnám hófst hér í lok 9. aldar eða byrjun hinnar 10. Kumlféð er nær undantekningarlaust frá þessu tímabili, sem er órækari sönnun en nokkrar ritaðar heimildir. Þá hafa ýmsar menjar fyrstu landnámsmar aa verið aldursgreindar með öskulögum (t. d. „bær Ingólfs” í Reykjavík). 2) Grafsiðir þessara manna líkjast mjög því, sem gerðist á Norðurlöndum á 10. öld. Einkan- lega svipar gröfunum til þeirra norsku, og þætti engin þeirra framandleg, ef hún hefði fundizt þar. Megnið af grafgóssinu virðist einn- ig þaðan komið. Þá renna beinarannsóknir frekari stoðum undir vestur-norskan og/eða vestrænan uppruna landnámsmanna. 3) Haugfé og frágangur kumla benda ein- dregið til heiðins siðar. Það mun ekki samræm- ast kristnum hugmyndum að leggja það í grafir manna, sem mölur og ryð fá grandað. 4) Aldur þeirra hluta, sem í kumlum finnast, sannar einnig, að kristni komst á um mót 10. og 11. aldar. Aðeins einn 11. aldar gripur hefur komið upp úr hérlendu kumli. 5) Itök heiðni virðast hafa verið minni á Islandi en víða annars staðar. Nokkur atriði benda til þessa: (a) Mjög er algengt, að höfuð kumlnáa snúi til suðurs eða suðvesturs. (b) Tals- vert virðist hafa verið af djúpum (allt að 1.25 sm), ferhyrndum gröfum. (c) Fábreytni graf- góssins kann að stafa af áhrifum kristni fremur en af fátækt. (d) Brunakuml voru afar algeng á hinum norðurlöndunum, en hafa aldrei fundizt á Islandi. Kristnin tók þegar í upphafi fyrir all- ar líkbrennslur. 32
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Mímir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.