Mímir - 01.02.1974, Side 34

Mímir - 01.02.1974, Side 34
6) Austrænu munirnir bera vitni um meiri tengsl Islands við austræna menningu heldur en álitið hefur verið hingað til. Þetta á sjálf- sagt rætur að rekja til ættartengsla eða verzlun- ar. Ekki er óeðlilegt að álykta, að þeir menn, sem hrökklazt hcfðu af Noregi, hafi í fyrstu beint verzlun sinni í aðra átt. 7) Af Landnámu má ráða, að vestrænir (kristnir) menn hafi einkum setzt að á vestur- landi. (Auður djúpúðga nam Dali; Jörundur kristni bjó að Görðum á Akranesi; Asólfur alskik flutti frá Ásólfsskála undir Eyjafjöllum vestur á Kjalarnes, því hann undi ekki sam- neyti við heiðna menn). Hin óeðlilega fáu og fátæklegu kuml á vesturlandi gætu bent til trúarbragðaskiptingar eftir landshlutum á land- námsöld, og að kristni hafi aldrei lagzt þar af með öllu. Einnig má benda á það, að flest kirkjuörnefni (t. d. Kirkjuból, Kirkjubær) eru á þeim slóðum, sem kumlin eru fæst. HEIMILDIR: Jón Steffensen: Stature as a criterion of the nutri- tional level of Viking Age Icelanders. Árb. ísl. fornlfél., fylgirit 1958. Jón Steffensen: The physical anthropology of the Vikings. Jour. Roy. Anthropol. Inst., 1953. Kristján Eldjárn: Kuml og Haugfé (kaflar I, III, IV, VI). Bókaútg. Norðri, 1956. Kristján Eldjárn: Viking archaeology in Iceland. Árb. ísl. fornlfél., fylgirit 1958. Kristján Eldjárn: Kuml úr heiðnum sið, fundin á síðustu árum. Árb. ísl. fornlfél., 1965. HEIÐRUÐU SAMBORGARAR! Ég er borgari og borga útsvar. Ég er borgari og borga skatta. Ég er borgari og borga viðlagasjóðsgjald. Borgari og borga matinn. Borgari og borga allskyns þjónustu. Borgari og borga jafnvel hamborgara og ostborgara á Hótel Borg í miðborg Reyk j avíkurborgar Það getur varla borgað sig að vera borgari. Kristján Jónsson. 34

x

Mímir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.