Mímir - 01.02.1974, Qupperneq 36

Mímir - 01.02.1974, Qupperneq 36
ALEXÍA M. GUNNARSDÓTTIR, HELGA SIGURJÓNSDÓTTIR, HELGI BERNÓDUSSON. GUNNAR GUNNARSSON: AÐVENTA ÞJÓÐFÉLAGSFRÆÐILEG RANNSÓKNARAÐFERÐ Inngangur Þjóðfélagsfræðileg (sociologisk) bókmennta- rannsókn er mjög yfirgripsmikil. Hún getur fal- ist í því að kanna útbreiðslu og vinsældir til- tekins skáldverks, hvort munur sé á mati fólks á ákveðnu ritverki eftir aldri, kyni, umhverfi eða stétt, hvort ritdómendur móti bókmennta- smekk almennings að einhverju leyti o. s. frv. Segja má, að þessi rannsóknaraðferð sé ótæm- andi. Henni er líka beitt, þegar athuga skal, hvers konar þjóðfélagsmynd og hvaða lífsvið- horf koma fram í tilteknu verki ákveðins höf- undar. Rithöfundar verða fyrir áhrifum af um- hverfi sínu eins og aðrir menn, og því hlýtur sérhvert skáldverk að sýna einhvers konar þjóð- félagsgerð. Skáldinu er hins vegar í sjálfs vald sett, hvernig það þjóðfélag er og hvaða lífsvið- horf hann lætur persónurnar túlka. I þjóðfélags- fræðilegri greiningu er ekkert mat lagt á þær lífsskoðanir, sem birrast í verkinu eða boðskap þess, ef einhver er. Hvers konar rannsókn Fyrst er að ákveða hvað taka skal fyrir hverju sinni. Við reyndum að fá fram mismunandi áhrif bókarinnar, viðhorf fólks til hennar og athuga hvort þessi viðhorf færu að einhverju leyti eftir búsem, aldri, kynjum og mennmn. Val hópa í þessu skyni völdum við þrjá hópa fólks. 1. Fólk yfir 60 ára aldri (elst 84ra ára, yngst 60 ára, meðalaldur 70,6 ár). 2. Landsprófsnemendur af Stór-Reykjavíkur- svæðinu. 3. Landsprófsnemendur í héraðsskóla úti á landi. í öllum hópunum voru að sjálfsögðu bæði karl- ar og konur. Að þessu vali loknu höfðum við samanburð: 1. tveggja aldursflokka, þ. e. fólks yfir 67 ára aldri og unglinga 14—16 ára. 2. kynja. 3. þrenns konar búsetu, þ. e. Stór-Reykjavíkur- svæði, þorp og sveit. 4. mismunandi mennmnar. Hvað snertir unglingana, tókum við mið af menntun foreldra. Menntunarhóparnir vom hafðir þrír, og er það fremur gróf skipting. 1. hópur, fólk með barna- og gagnfræðaskóla- menntun. 2. hópur, fólk með iðnaðarmenntun. 3. hópur, háskólamenntað fólk, kennarar o. þ. h. Hvað ó að koma fram — gerð spuminga Næsta verk var að útbúa spurningar með til- liti til þess, sem fram átti að koma. Spurning- arnar reyndum við að hafa þannig, að fram 36

x

Mímir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.