Mímir - 01.02.1974, Blaðsíða 39

Mímir - 01.02.1974, Blaðsíða 39
í G-lið áttu svarendur að setja frekari athuga- semdir. Þessar eru þær helstu: Frá eldra fólki: „Eg held að höfundurinn sé ekki fyrst og fremst að segja sögu Benedikts sem sjálfstæðrar persónu, enda þótt sannar heim- ildir séu fyrir henni, heldur sé þarna á ferð leitandi sál á öræfum mannlífsins til að hjálpa þeim sem eru hjálparþurfi og leggur jafnvel líf sitt í hættu vegna þess. Það er þjónustan við lífið." / „Fólk, sem hefur orðið hart úti í lífs- baráttunni hefur tekið tryggð við skepnur. En nú er öldin önnur, það er áfengið." / „Eg álít að nútímamenn myndu ekki gera þetta án hagnaðar." / „Gefur innsýn í fortíðina." / „Mér virðist sagan bera með sér staðgóða þekkingu höfundar á náttúru og veðurfari landsins; einn- ig því nána sambandi, sem skapast getur milli manns og þeirra dýra, sem hann umgengst ná- ið." / „Um söguna og söguhetjuna Fjalla-Bensa, eins og hann var oft nefndur, vil ég taka fram eftirfarandi: Sagan er ekki skáldskapur, hún er að mestu sönn frásögn færð í skáldsögubún- ing og þar aðeins lýst einni fjallaferð Bensa og þeirri sögulegustu. Um Fjalla-Bensa hefur talsvert verið ritað, þar á meðal í bókinni Göng- ur og réttir, en bestu lýsingar á manninum og þessu starfi hans fékk ég hjá Þingeyingi, sem nú er löngu látinn. Hann taldi að Benedikt hefði farið þessar ferðir eingöngu vegna þess að hann gat ekki hugsað til þess að sauðfé, sem kynni að vera lifandi uppi í óbyggðum, yrði hungrinu og refnum að bráð. Fyrir sumar þess- ar ferðir fékk hann litla sem enga borgun, þótt hann legði oft líf sitt í hætm. Ætli margir gerðu þetta núna? Hvað heldur þú?" Frá yngra fólki: „Mér finnst sagan hálfleiðin- leg og óraunveruleg. Eg held að enginn lifandi maður myndi nenna þessu ótilneyddur." / „Mér fannst sagan mjög skemmtileg og áhrifamikil. Hún sýnir mjög vel hvern hug Benedikt bar til allra skepna." / „Skemmtilegur frásagnarandi." / „Mér finnst sagan óvenjuleg og ólík þeim sögum, sem ég hef lesið áður." / „Mér finnst stíll sögunnar góður, en efnið leiðinlegt." / „Sagan minnir á dæmisöguna um fjárhirðinn, sem gætti hundrað sauða og týndi einum, skildi hina eftir og fór að leita að þessum eina." / „Mér finnst sagan vel skrifuð, og mér finnst hún áhrifarík, maður lifir sig alveg ósjálfrátt inn í söguna." / „Þettavar nú frekar fróðleg saga,þótt mér hafi ekki fundist hún mjög skemmtiieg. Eg las hana áhugalaus fyrst í stað, en þegar fór að líða á söguna, varð hún aðeins skemmti- legri. Mér fannst Benedikt frekar undarlegur maður. T. d. er ég ekki viss um, að það finnist svona hjálpfús maður hérna nú. Og mér fannst hann mjög viljugur að nenna að fara með hrút svona langa leið og í kafandi snjó." Ymsir vildu rökstyðja svör sín frekar. Hér eru þrjú sýnishorn: (Við E) „Benedikt varð að hjálpa Hákoni til að halda því trausti, sem öll sveitin bar til hans, þó að það bryti í bága við ferðaáætlanirnar." / „Hann gerði þetta vegna kindanna og af sinni göfugmennsku og fórnarlund. En fyrir Hákon og hans líka er ekkert gerandi." (Við F) „Það er ekki þar með sagt að ég eyði mínu lífi í að þjóna öðrum eða fórna mér." Ekki skal fjölyrt frekar um niðurstöðurnar, enda eru þær ekki svo sláandi að ástæða sé til slíks. Þó verður að benda sérstaklega á útkomu hjá 1. og 3. flokki menntunarstéttar í A-spurn- ingu. I D-spurningu er dreifing svara í 4. lið at- hyglisverð, þegar skipt er eftir aldri, búsetu og menntunarstöðu. I F-spurningu kemur fram greinilegastur munur, einkanlega eftir aldri (eldri 100% já, yngri 5396 nei), en einnig eftir búsetu og menntunarstöðu. Spurning F er líka hvað hug- lægust og sú skipting sem gerð er, aldur, kyn o. s. frv. virðist njóta sín best þar. Má færa að því ýmis rök. Því má bæta við, að skipting eftir kynjum virðist sýna minnstan mun. 39
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Mímir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.