Mímir - 01.02.1974, Síða 43

Mímir - 01.02.1974, Síða 43
Hann rrúir því, að hann finni sína lífsfyllingu í því að fara til Sviss og yrkja ljóðaflokk og/eða ballett, með breiðri skírskotun til samtímans. Kristófer er ómögulegt að framkvæma þetta lengi framan af, vegna ristilsins í konunni sinni, Emelíu. Hann fer fram á skilnað við hana og honum til sárrar hrellingar játar hún því. Þá rennur það upp fyrir Kristófer, að hann getur ekki ort án þess að hafa einhvern til þess að þvo af sér. Eins og sjá má hefur Kristófer nokkra sér- stöðu í verkinu. Hans leið til lífsfyllingar ligg- ur ekki í gegnum stofnun ástasambands, held- ur slit hjónabands. Þetta virðist þó ekki vel vörðuð leið til lífshámingju, því hann er rétt byrjaður að hrinda fyrirtækinu í framkvæmd, þegar hann snýr aftur tii lands. Kristófer hefur ennfremur sérstöðu í því, að koma Orgelstill- arans hefur engin merkjanleg áhrif á hann. Það hefur hún aftur á móti á hina, enda er þessi Orgelstillari sjálft hreyfiafl verksins. Með nálægð sinni einni saman kveikir hann þá hugmynd hjá Jórunni, að gegnum hann geti hún skapað sér og kvenfélaginu yfirnáttúru- lega lífsfyllingu. Það verður til þess, að hún hafnar tilboði Haralds, sem leitar þá til Rann- veigar, sem hafnar tilboði hans, vegna þess að Orgelstillarinn hefur hafnað henni, svo að hún missti alla von um lífshamingju hvort eð var. Vegna alls þessa verður Haraldur svo daufur í dálkinn, að hann hafnar Jórunni og telur sig enga von eiga um lífshamingju hvort eð er. Vegna ákafrar löngunar í Orgelstillarann hafnar Læla Eiríki og það er líka vegna þess, sem Eiríkur áttar sig á því, hvað hún er Ijót og þess vegna hafnar hann henni líka áður en yfir lýkur. 2. kafli Gerð verksins og túlkunarmöguleikar Það leynir sér ekki, að höfundur Klukkustrengja er góður og þjálfaður handverksmaður. Málið er liðlegt og líkt töluðu orði eins og vera ber í leikriti. Samtöl eru næstum undantekningar- laust óþvinguð og eðlileg og tilsvör oft mein- fyndin. Þetta er ekkert smáræði. Mér liggur við að segja, að þetta verði að teljast með frumskilyrðum þess, að leiksýning eigi mögu- leika á því að lánast. Það verður þó ekki farið nánar í það hér, því þetta er fyrst og fremst ritdómur um lesið leikrit. Það er að mínu mati tímabært að líta á leikrit Jökuls af þeim sjónarhóli, úr því að farið er að gefa þau út og leggja fram til verðlauna. Það sem meiri áhersla verður lögð á að íhuga hér, er hvað höfundur er að fara með gerð þessa verks og hver hugmyndafræði þess er. Það má með nokkrum sanni segja, að þetta verk sé undarlegur bastarður af stefnulausum skopleik, sem helst mætti flokka með afþreying- arbókmenntum annars vegar, en hins vegar al- variegri ádeilu. Eg get ekki kallað það annað en dæmigerð einkenni gamanleiks, að allar at- hafnir persónanna skuli byggjast á misskilningi. Þessi misskilningur er í rauninni það eina, sem leikritið býður áhorfanda sínum, því ástandið er það sama við upphaf og endi. Þetta er að mínu viti eitt helsta einkenni hreinræktaðra gaman- og afþreyingarleikrita. Þau breyta engu sem máli skiptir, leggja ekkert nýtt til mál- anna, en skemmta manni á meðan sýning stend- ur yfir. Ef höfundur hefði haldið sér eingöngu við þau ástamál, sem hann byggir verk sitt á að meginhluta, hefðu væntanlega allir getað sæst á þá lausn, að þetta sé einfaldlega gamanleik- ur og hann jafnvel ansi góður sem slíkur, en því miður er málið ekki svo einfalt. Persónur leiksins eiga alls ekki heima í gamanleik, nema Kristófer og ef til vil'l Eiríkur. Þetta fólk er firrt, það á tóma og ömurlega ævi og er þannig í mikilli andstöðu við allt glens og gaman. Persónum leiksins leiðist tilveran yfirleitt, þó þau æsi sig nokkuð upp um tíma vegna Orgel- stillarans. Það er óhugsandi, að höfundur ætli sér að skemmta væntanlegum áhorfendum leik- ritsins, með því að sýna þeim ömurlegt mann- 43

x

Mímir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.