Mímir - 01.02.1974, Side 44

Mímir - 01.02.1974, Side 44
líf á leiksviðinu. Ef litið er þar að auki á táknmerkingu klukkustrengja, sem vandlega er gengið frá í verkinu, verður ekki fram hjá því komist, að í Klukkustrengjum séu að meira eða minna leyti lagðar fram alvarlegar mein- ingar um firringuna og þar fór nú í verra! Með hliðsjón af fyrsta kafla þessarar grein- ar er helst hægt að hugsa sér, að höfundur hafi eftirfarandi mynd af þeim málum: Menn eru almennt firrtir og líður illa. Menn reyna gjarnan að stofna til ástarsambanda, til þess að ráða bót á þessu, en mistekst það yfirleitt, vegna þess að enginn maður leitar til annars á réttum stað og stund. Til þess að útskýra hvers vegna menn farast þannig á mis er þessi óskiljanlegi Orgelstillari dreginn inn í leikritið og síðan sendur burt úr því aftur, þegar persón- ur leiksins hafa sætt sig við firringuna upp til hópa. Það þarf varla að orðlengja það, hversu bágborin hugmyndafræði þessa verks er. Hún rennur öll út í sandinn áður en komið er að hugsanlegri orsök og afleiðingum þess vanda- máls, sem fitlað er við. Ég geri kröfu til orsaka- samhengis, þegar fjallað er um firringu, vegna þess að allt of mikið hefur verið um það mál talað af ámóta skilningsleysi og grunnfærni og í þessu leikriti. Það má til gamans nefna eina túlkunarhug- mynd enn, sem ef til vill stenst í þessu verki. Það er sú tilgáta, að með því að láta öll þessi mannlegu samskipti mistakast eins og áður er nefnt, sé höfundur að gefa það í skyn, að málið hafi brugðist hlutverki sínu sem tjáningar- tæki — sé firrt. Sé það meiningin, þá er því um leið haldið fram, að firring málsins sé orsök að firringu mannsins, sem er alrangt. Firring manna og máls á sér sömu orsakir, en það eru hlutir sem ekki ber á góma í leikritinu Klukku- strengir. Kristján Jónsson. Á BARNASPÍTALANUM („Er eitthvað að því að missa fæmrna?" Siegfried Sassoon.) Sýni nú fótlausi drengurinn dándisfrúnni hve flínkur hann er með hækjurnar. Það er allt í lagi með suðið í systurinni: „Hann er ekki vanur ennþá". — Enginn því sinni, það var sagður prinsessuvilji, komdu nú Tommi. Aðeins örfá kvalafull skref yfir klefagólfið og konungleg hönd strýkur vanga þinn blítt. Lífið verður ei lengur strítt. Að missa tvo fætur er varla neinn voði, ef vegna þess er slíkur heiður í boði. Er sér maður hinna afbrýðisaugu vona, er erfitt að hugsa sér þetta betra en svona. Mættu hækjuhöggin þín aðeins fá að bergmála í hausnum á henni, þaðan í frá. Höf. Hugh Macdiarmid Þýð. Kristján Jónsson 44

x

Mímir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.