Mímir - 01.02.1974, Síða 46

Mímir - 01.02.1974, Síða 46
Á Mímisfundi 15. marz flutti Vésteinn Óla- son lektor erindi, sem nefndist Baulaðu nú Búkolla mín. Var það mjög athyglivert og fjallaði um byggingu þjóðsagna og ævintýra. Aðsókn var allgóð. U. þ. b. 30 Mímisliðar mættu. Rannsóknaræfing fór fram í Þinghóli, Kópa- vogi 8. júní. Helgi Guðmundsson lektor flutti snjalla tölu um Baska á Islandi. Enda þótt æfingin væri svo síðla, var hún vel sótt, og ber það áhuga Mímismanna á hugðarefnum sínum fagurt og ótvírætt vitni. Vorferð Mímis var aldrei farin. Ætlunin var að fara til Færeyja, en það reyndist ekki unnt ýmissa hluta vegna. Þegar að því kom, að halda skyldi aðalfund, kom í ljós, að bækur Mímis voru í fórum ritara, ritarinn erlendis og fórur hans ekki finnanlegar. Brugðið var því á það ráð að halda kynningar- kvöld á undan aðalfundi. Var það haldið í Tjarnarbúð 2. nóvember. Sú nýbreytni var tekin upp á þessu kynningarkvöldi, að námið var ekki kynnt, en því meiri áherzla lögð á að kynna siði og venjur innan félagsins. Auk þess var bókmenntakynning: Þorsteinn prummp- ur var kynntur og flutt úr verkum hans. Með þolinmóðu og fórnfúsu njósnarstarfi og ýtarlegri eftirgrennslan tókst stjórnarliðum loks að finna fórur ritara, svo að unnt varð að blása til aðalfundar. En það er önnur saga. Á Juditharmessu 1973. Guðni Kolbeinsson. Hafið gát á verðbólgunni T Hækkið tryggingaryðar Hækkun trygginga samkvæmt vísitölu Samvinnutryggingar hafa nú ákveóiö aó taka upp visitöluákvæöi i skilmála innbús- -trygginga og lausafjártrygginga, þannig aó upphæóir hækki árlega meö hliösjón af visitölu framfærslukostnaöar og byggingar- kostnaói. Til þess aó þessi ákvæöi komi aó fullum notum er mjög áriöandi, aö allar tryggingarupphæöir séu nú þegar leiöréttar og ákveönar eftir raunverulegu verömæti þess, sem tryggt er. Verðlag hefur þrefaldast á tíu árum Meginvandi islenzks efnahagslifs á undan- farandi áratugum hefur verió hin öra verö- bólguþróun. Sl. 10 ár hefur visitala fram- færslukostnaóar tæplega þrefaldazt og vísitala byggingarkostnaöar er nú þremúr og hálfum sinnum hærri en fyrirlOárum síöan. Sannvirðistrygging er forsenda fnllra bóta Ef til vill gera ekki allir sér grein fyrir, aö sannviröistrygging er forsenda fullra tjón- bóta, þvi séu eignir eigi tryggöar á fullu verói, þá verður aö líta svo á, aó trygging- artaki sé sjálfur vátryggjandi aó þvi, sem á vantar fullt verö og ber því sjálfur tjón sitt aö þeim hluta. I SAMVINNUTRYGGINGAR 46

x

Mímir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.