Mímir - 01.06.2007, Side 8

Mímir - 01.06.2007, Side 8
sína: Um handrit að Guðmundar sögu bróður Arngríms (1960), og var það hans fyrsta fræði- lega grein. Nokkrum árum síðar vakti C-gerð Guðmundar sögu biskups athygli hans og nán- ari athugun leiddi í ljós að hún skipaði veglegri sess í þróunarsögu Guðmundar sagna en áður hafði verið talið. Það varð úr að hann gerði úr garði vísindalega útgáfu allra fjögurra gerða sög- unnar. Utgáfa á Guðmundar sögu biskups varð þar með aðalviðfangsefni hans í fræðunum. Fyrsta bindið sá dagsins ljós árið 1983 (Ævi Guðmundar biskups. Guðmundar saga A), en honum varð fljótlega ljóst að sér mundi ekki endast aldur til að gefa út öll fjögur bindin ef uppteknum hætti væri haldið, og fól verkið við tvö síðustu bindin yngri fræðimönnum. Við annað bindi útgáfunnar (B-gerð) ætlaði hann hins vegar að ljúka einmitt á síðasta ári, og til þess var hann sestur að á sínum gamla vinnu- stað, Arnasafni í Kaupmannahöfn, þegar hann varð bráðkvaddur. Stefán tók einnig að sér að gefa Guðmundar sögu biskups út fyrir Hið ís- lenska fornritafélag og var sú vinna langt kom- in er hann lést. Utgáfa texta útheimtir að öll þekkt handrit hans séu rannsökuð og rannsókn Stefáns á handritum Guðmundar sögu leiddi m.a. af sér ljósprentaða útgáfu á átta handritsbrotum með sögum af íslenskum biskupum með rækilegum inngangi um skrift og málfar sem kom út árið 1967 sem sjöunda bindið í ritröðinni Early Ice- landic Manuscripts in Facsimile (Sagas oflce- landic Bishops. Fragments ofEight Manuscripts). Þekking Stefáns og áhugi á málsögu og handritum að fornu og nýju leiddu hann einnig á aðrar brautir, og sér þess m.a. stað í ritgerða- safninu Stafkrókum, sem Stofnun Árna Magn- ússonar gaf út í tilefni af sjötugsafmæli hans (ritið kom út árið 2000). Sem dæmi um það má nefna athuganir hans á biblíumáli fyrr og nú. Stefán var málfræðingur en hann lagði einnig stund á handritafræði í víðri merkingu þess orðs (skriftarfræði þar með talin), textafræði og al- menna menningarsögu, þ.e.a.s. fílólógíu í gam- alli merkingu þess orðs. Hann var afar fróður um handrit, sérstaklega mál þeirra, skrift, skrif- ara og innihald, en „kódikólóg“ var hann ekki í þrengri merkingu orðsins. Hann sinnti skriftar- rannsóknum meira og minna alla starfsævina og var því afar vel að sér um skrift og skrifara; það má segja að hann hafi verið sjálflærður „paleograf' og mjög áhugasamur um allt sem viðkom skrift. Arið 1970 hvarf Stefán heim til íslands og gerðist starfsmaður við Handritastofnun ís- lands (síðar Stofnun Árna Magnússonar á Is- landi, sem er nú hluti af nýrri stofnun sem ber heitið Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum), en ári síðar hófust afhendingar hand- rita frá Kaupmannahöfn til stofnunarinnar í Reykjavík, sem tók á móti handritum þessum og varðveitir fyrir hönd Háskóla íslands. Handritastofnun Islands átti því láni að fagna að þangað réðust í upphafi góðir fræði- menn og duglegir með mikla þelckingu og brennandi áhuga á viðfangsefnum sínum. Stef- án hafði samt gert sér í hugarlund að það yrði stærri hópur en raun varð á á íslandi, sem sýndi handritum og handritarannsóknum áhuga. Hann var einnig stundakennari við heimspeki- deild Háskóla Islands (sem heitir nú Hugvís- indadeild) flesta vetur 1981-94 og kenndi handritalestur og málsögu. Nokkrir stúdentar skrifuðu hjá honum lokaritgerðir (bæði B.A. og M.A.) og hann átti sæti í doktorsnefnd þegar hann lést. Hann tók við forstöðu Árnastofnun- ar þegar Jónas Kristjánsson lét af störfum 1994, og þeim verkum gegndi hann með prýði þau fjögur ár sem þá voru eftir af opinberri starfsævi hans. Hann var samhliða forstöðumannsstarf- inu prófessor með takmarkaða kennsluskyldu við heimspekideild og hélt áfram að kenna handritalestur og málsögu. Einn þáttur starfa Stefáns við Árnastofnan- irnar í Kaupmannahöfn og Reykjavík var að leiðbeina fólki við úgáfustörf og aðrar rann- 6
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148

x

Mímir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.