Mímir - 01.06.2007, Blaðsíða 43

Mímir - 01.06.2007, Blaðsíða 43
lið á borð við \fiskunum\. En við það myndi þessi brandari missa fyndni sína og hætta að vera brandari. Hér má nefna að slík setningar- leg tvíræðni getur fyrirfundist í setningu án þess að þess að hún verði hið minnsta fyndin fyrir vikið, sbr. (17): (17) Jón bað Maríu að þvo sér. Það fer ekki á milli mála að þessi setning er tví- ræð þó að tvíræðnin feli ekki í sér færslu liða. Afturbeygða fornafnið \sér\ getur hér bæði átt við Jón og Maríu. En þrátt fyrir það er ekki hægt að segja að þetta sé brandari. Þessi setn- ing hefur eðlilega orðaröð og engar færslur hafa heldur átt sér stað í henni. 3. Niðurstöður og lokaorð A íslenskri tungu hefur enn sem komið er ekki verið fjallað að ráði um brandara út frá mál- fræðilegu sjónarmiði. Talsvert hefur þó verið skrifað um þessa sýn á brandara á erlendum tungum, sérstaklega á ensku. Ohætt er að fullyrða að brandarar skiptist í sögubrandara og tungumálsbrandara eftir eðli sínu og útliti. Helsta atriðið sem skilur að tungumálsbrandara og sögubrandara er mögu- leikinn á þýðingu á önnur tungumál. Undan- tekningarlítið er hægt að þýða sögubrandara en oft reynist torveldara að þýða tungumálsbrand- ara. Vikið var að hugmyndum Attardos o.fl. sem töldu að með því að skipta út orði í slagyrði mætti ákvarða hvort brandari væri sögubrand- ari eða tungumálsbrandari þar sem einungis sögubrandarar héldust fyndnir ef slagyrðinu væri breytt. Tungumálsbrandararnir reyndust því öllu áhugaverðari flokkur að fást við vegna þessara takmarka. Því má gera því skóna að ein- hver hluti tungumálsbrandara sé frumsaminn en ekki þýddur og staðfærður úr erlendum tungumálum. Það er í raun efni í aðra athugun. Sú undirgrein tungumálsbrandara sem lýtur að tvíræðri merkingu í kerfisbyggingu setninga er e.t.v. einna áhugaverðust. Dæmi um slíka brandara reyndust ekki mörg og í rannsókn Attardos o.fl. (1994) voru aðeins 5% allra brandara setningarlega tvíræð. Helstu niður- stöður úr þeirri athugun voru þær að svo virð- ist sem setningafræðin, þ.e. kerfisbyggingin og framsetning slíkra brandara, hjálpi til við túlk- un á tvíræðan máta. Þegar t.d. fráfærslu er beitt er ýtt undir tvíræða merkingu sem myndi alls ekki vera eins áberandi í venjulegri og eðlilegri orðaröð setningarinnar. Einnig reyndust setn- ingarlegir brandarar vera auðveldari þegar kom að þýðingum á önnur mál því tvíræðni þeirra bjó í kerfisbundnu formi setningarinnar frekar en í einstökum orðum eins og í tilviki orða- safnsbrandaranna. Flestir hinna íslensku setningarlegu brand- ara tilheyra þeim flokki sem byggði á tvíræðni í tilvísunarsetningum. Flest dæmin sem til voru verða þó að teljast gömul og bækurnar þar sem þá er að finna eru frá fyrri hluta síðustu aldar. Hins vegar er hina brandarana að finna jöfnum höndum í bókum, eldri og yngri, sem og á net- inu sem verða að teljast nýlegustu heimildirnar. Dæmi fundust um tvíræðni í forsetningarliðum bæði á íslensku og ensku og rennir það stoðum undir þá kenningu að með nægilega stóm heild- arsafni megi ef til vill finna meiri líkindi með íslenskri setningarlegri tvíræðni og erlendri en niðurstöðurnar bentu til í þessari athugun. 41
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148

x

Mímir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.