Mímir - 01.06.2007, Blaðsíða 63

Mímir - 01.06.2007, Blaðsíða 63
anlegt (47). Hálfdán vissi ekki að orðið kven- mannsnár væri haft yfir lík og það af Obbu. Með þessu nöturlega orði sem Baldur sendir vinnumann sinn með sést berlega virðingarleysi hans gagnvart tilfinningum Hálfdáns og þar með annarra smælingja. 3. í rússíbana með köflótt ullarteppi og langa reykjarpípu Merkisberi hins „góða“ í sögunni er Friðrik en ólíkt Baldri er hann ekki allur þar sem hann er séður. I fyrstu kynnist lesandi Friðriki út frá samtali hans við Hálfdán og þegar sögumaður segir frá námsárum hans í Kaupmannahöfn. Ytri lýsingar á honum koma síðar en þá er líkt og sjálfur leynilögreglumaðurinn Sherlock Holmes sé mættur á sviðið: I farþegahópnum var hávaxinn ungur maður. Hann hafði brúnköflótt ullarteppi á öxlum, steingráan harðkúluhatt á höfði, og langa reykjarpípu í munni. (59) Þessi og önnur lýsing á evrópskum klæðnaði hans: „í síðbuxum og jakka, með síðbæronska slaufu um hálsinn", ber vitni um spekingslegan og jafnvel sérlundaðan heimsmann sem sker sig verulega úr hópnum (49). Þá ályktun má einnig draga af þeirri vitneskju sem þegar hefúr kom- ið fram um heimsmanninn Friðrik. Hann er titlaður grasafræðingur sem hefúr tengst heims- borginni en velur síðan að búa einn í afdölum með hinni fötluðu Öbbu. I upphafi var ætlun hans að koma til Islands til að ganga frá dánar- búi foreldra sinna og hverfa síðan aftur til sæl- unnar í Kaupmannahöfn. Hann breytir þessari stefnu snögglega þegar hann, undir áhrifum vímuefna, verður vitni að ömurlegum aðstæð- um Öbbu. Við þá sýn brestur hann í grát, kúvendir lífi sínu og flytur með Öbbu á æsku- stöðvar sínar. Sögumaður lýsir Friðriki sem einlægum og viðkvæmum manni. Af viðmóti hans og samtali við Hálfdán að dæma er hann trúr og tryggur vinur sem er góður heim að sækja. Hann ræðir við Hálfdán sem jafningja og býður honum te að drekka. Af samtali þeirra má ráða að Friðriki er í nöp við séra Baldur eftir að hann rak Obbu úr kirkjunni. Enginn af kirkjugestum í Daln- um stóð með Öbbu svo að Friðrik hættir líka að umgangast þá og verður jafn utangarðs og hún. Sagt er að Dalamenn hafi hlegið að Friðriki og Öbbu þegar þau voru að gróðursetja tré í litla skikanum sínum við Brekku. Síðar í sögunni, eftir að Abba er látin, er sagt að Friðrik leiki á klerkinn þegar hann tek- ur sjálfur að sér greftrun hennar. Ástæðurnar eru tvær, annars vegar óbeit hans á Baldri og hins vegar ástand kirkjugarðsins. Sögumaður beitir írónískum og gróteskum frásagnarhætti í lýsingum sínum á kirkjugarðinum í Botni sem er sagður fara bókstaflega á flot í vorleysingum. Þá „kreistist úr kirkjugarðinum út í ána“ og „allt er þar soðið og í einum graut, tennur og rófu- bein, tær og fingur, rasskinnar hér, mjaðma- grind úr konu þar, hryggsúla frá þessari öld, karlmannsístra frá þeirri næstliðnu" (76). Það er engin furða að Friðrik velur Obbu annan og betri legstað. Nákvæmar lýsingar af vandvirkni hans við að búa um lík hennar sýna einskæran söknuð hans. Oft eru tilfinningar Friðriks í brennidepli en skýrast lætur sögu- maðurinn þær koma fram við kveðjuathöfnina. Þar er sagt að hann fari með fallegt frumsamið ljóð sem er í anda Öbbu. Friðrik er einmana og grætur. Það má hins vegar velta fyrir sér hvort hann hafi ekki líka á þessu augnabliki horfst í augu við sitt aumkunarverða líf. Er hann sáttur við sjálfan sig? Sagan gefur tilefni til að svara þessari spurningu neitandi. Vitað er að Friðrik hélt til Danmerkur til náms. 1 stað þess að stunda námið hellti hann sér út í svallsamt líferni stórborgarinnar með tilheyr- andi vímugjöfúm. Afleiðingarnar leyna sér ekki því að þegar litið er til baka má greina sterka þrá hans eftir sálarró. Þessi þrá hans kemur 61
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148

x

Mímir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.