Mímir - 01.06.2007, Blaðsíða 124

Mímir - 01.06.2007, Blaðsíða 124
ið á þorra hin síðustu ár. Ekki líkaði Mímislið- um þessi tilhögun sem skyldi. Enda segir í lög- bók Mímis í 3. grein, lið d), að markmið eða hlutverk félagsins sé að blóta þorra. Málið var því leyst með því að halda bæði þorrablót og árshátíð og hentaði það skemmtanaglöðum fé- lögum einkar vel. A þorrablóti er öl drukkið og fornu súrmeti stútað. I einhver ár var svokallað- ur þorrakokteill í boði, sem sé styttri útgáfa þorrablótsins með áherslu á ölið. Þróunin hef- ur verið jákvæð og mjög þjóðleg. Á undanförn- um þorrablótum hafa glímukóngur og -drottn- ing Mímis verið krýnd eftir harða keppni. Það er óumdeilt að árshátíðin er hápunktur skemmtanalífs Mímis og mýgrútur hefða sem henni fylgir. Samkvæmt hefðinni heiðra veislu- stjóri og heiðursgestur samkomuna með nær- veru sinni. Ræðusnillingar flytja minni karla og kvenna og sungið er Táp og fjör og frískir menn og Fósturlandsins Freyja. Fyrirferðarmesta hefðin er þó víturnar en vítanefnd er skipuð fyr- ir fram (oft samt bara þarna um kvöldið) og hún fellir dóm sinn yfir þeim sem hafa hagað sér á vítaverðan hátt. Vítt er fyrir hvers kyns af- brigðilega hegðun: að toga í skegg karla og kvenna, drekka úr hófi, nota erlendar slettur í máli sínu o.s.frv. Hinn vítti fær síðan val um að taka út refsingu sína með því að lepja dauðann úr skel (brennivín úr hörpuskel) eða drekka af horninu Grími. Klára þarf allt það magn sem vítanefndin skenkir viðkomandi ella mun hann níðingur nefndur. Eins og gefur að skilja falla þessir tilburðir oftar en ekki í óminnisþoku áfengisins en meðan á þeim stendur eru þeir hin besta skemmtun. Á þorrablótsárshátíðinni eru einnig söngstjörnurnar af Kraptakvöldinu hvattar til að láta ljós sitt skína og eftir æfingu inni á klósetti er yfirleitt orðið við óskum að- dáendanna. Satt mun reynast hið fornkveðna að íslenskunámið sé stoppistöð til frægðar og frama. Um vorið er enn farið í skála eða sumarbú- stað að ógleymdri vorferðinni. Er hún með svipuðu sniði og haustferðin en undanfarin ár virðast Mímir og Ríkisútvarpið hafa tekið hönd- um saman og er vorferðin yfirleitt farin á sama degi og Söngvakeppni evrópskra sjónvarps- stöðva er haldin. Er því brennt í bæinn og Evróvisjón-gleði haldin í heimahúsi. Eins og sést á ofangreindu eru hefðirnar margar sem tengjast Mímisárinu sem er frá september og fram í maí. Og fjarri Mímisliðum að virða þær að vettugi á neinn hátt. Þrátt fyrir það hafa félagar ítrekað reynt að koma á fót nýj- um og hressandi hefðum. Það hefur gengið misvel. A árunum fyrir aldamót var t.d. árviss viðburður að Mímisliðar færu saman í geisla- klukk (e. lazertag) og skelltu sér síðan á Ölver til að þenja raddböndin í karókr. Tilraunir voru gerðar með spilakvöld Mímis, leikritakvöld, upplestra og bókakynningar. Best þykir hafa heppnast svokölluð ferskmennaganga Mímis sem aðeins er nokkurra ára gömul hefð. Þá er nýnemum safnað saman fyrir utan Árnagarð, þeir leiddir um völundarhús háskólasvæðisins og að lokum á nærliggjandi öldurhús. Einnig hefur það orðið að hefð að halda upp á dag ís- lenskrar tungu og má segja að við séum einnig samankomin hér í kvöld af því tilefni þar sem hann var í gær. Síðast en ekki síst ber að nefna einstaklega vel heppnaða útskriftarferð nokk- urra Mímisliða til Færeyja í febrúar 2005 og vona ég að hefð skapist um slík ferðalög því að hópurinn fékk höfðinglegar móttökur hjá fær- eyskum frændum og frænkum. Nú halda menn sennilega að Mímir hafi stökkbreyst úr baráttuglöðum unglingi í sjálfum- glaðan miðaldra mann með gráa fiðringinn sem heldur út á galeiðuna við hvert tækifæri. Því fer þó fjarri því að nemendur hafa í gegnum Mími komið til leiðar mörgum hagsmunamálum sín- um. T.a.m. var árið 1988 haldin í Brekkuskógi ráðstefna stúdenta og kennara sem leiddi til breytinga á BA-náminu. Málþing var haldið árið 2000 um stöðu íslenskunáms og íslensk- unnar í þjóðfélaginu og varð það einnig til þess 122
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148

x

Mímir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.