Mímir - 01.06.2007, Blaðsíða 108

Mímir - 01.06.2007, Blaðsíða 108
varð það fljótt vinsælt um allan heim.3 Evrópu- löndin Frakidand, Bretland og Þýskaland sem og Norðurlönd eiga sér til dæmis tiltölulega langa rapphefð, eða frá því um miðjan níunda áratuginn, en íslenskt rapp lét lengi á sér standa. Fyrstu íslensku rappsveitirnar til að gefa út plötur voru Quarashi og Subterranean, 1996 og 1997, en þessar sveitir röppuðu á ensku.4 Þó hafði verið gefið nokkuð út af smáskífum á ís- lensku. Fyrstu heilu rappplöturnar á íslensku voru Stormurinn á eftir logninu með rapparan- um Sesari A og plata XXX Rottweiler hunda sem bar nafn þeirra. Þær komu út árið 2001 og í kjölfar plötu Rottweiler hundanna, sem sló í gegn, tók markaðurinn kipp og út kom fjöldinn ailur af hipphoppplötum, langflestum á íslensku. Sú bóla sprakk þó fljótt þegar útgefendur misstu áhugann og því hefur ekki mikið farið fyrir rappi á Islandi síðustu árin á sýnilegum mark- aði. Margir eru þó enn að rappa og þær plötur sem út koma eru gefnar út í litlu upplagi og af listamönnunum sjálfum eða smáum plötu- útgáfum. Mikið er einnig um að tónlistar- mennirnir skiptist á lögum á netinu því að þar geta þeir komið tónlist sinni á framfæri og fengið viðbrögð frá öðrum tónlistarmönnum. Islenska rappið er því síður en svo í lægð þótt markaðsöflin sjái sér ekki hag í að hampa því eins og er. Þegar rapp tók að heyrast á íslensku þótti mörgum það skrýtið þar sem rapp er uppruna- lega bandarískt og menn höfðu ekki heyrt það 3 Upplýsingar um sögu rappsins í Bandaríkjunum voru teknar af síðum Adaso og Davey D.: http://www. headbob.com/hiphop/hiphophistory.shtml og http:// www.daveyd.com/raptitle.html. 4 Þessar upplýsingar, sem og aðrar sem hér fara á eftir um rappmenningu á Islandi, hef ég að mestu frá sveitung- um mínum, þeim Georg Kára Hilmarssyni og Stefáni Olafssyni, sem og Ágústi Bent Sigbertssyni. Kann ég þeim bestu þakkir fyr'r °g axla vitaskuld sjálf alla ábyrgð á mögulegum glöpum og villum í textanum. á neinu öðru tungumáli en ensku. Fullyrt var að ekki væri hægt að rappa á íslensku þar sem ís- lenskan hentaði ekki fyrir þessa gerð tónlistar. Meira að sega þótti það vera dæmi um sérstak- lega gott rapp að ekki mætti á því heyra að það væri íslenskt, (sbr. t.d. Agúst Bent Sigbertsson 2006a) þ.e. hinu íslenska var afneitað og hið framandi upphafið. Þetta er dæmigert fyrir fyrstu stig menningarflutnings sem fjallað verð- ur um á eftir. Það voru svo rappararnir sjálfir sem sneru þessu viðhorfi vísvitandi með því að fjalla í textum sínum um hve ómögulegt það væri fyrir rappara að rappa á ensku ef íslenska væri móðurmál þeirra þar sem þeir hefðu ekki næga kunnáttu í málinu. Síðustu ár hafa þær raddir þagnað sem lasta rapp á íslensku og þótt sumir rappi á ensku er íslenskan algengasta tungumálið í rappi á Islandi. Þetta er til dæmis ólíkt rokktónlist þar sem margir tónlistarmenn taka enskuna fram yfir íslenskuna, oft, en þó ekki alltaf, til að eiga möguleika á því að ná frama í útlöndum. 4. Hipphopp á íslandi Sú þróun á tungumáli rappsins sem hér er lýst er dæmigerð fyrir færslu menningar eins og James Lull lýsir henni (1995). Androutsopou- los og Scholz (2003) hafa rannsakað hvernig rapp hefur breiðst út í Evrópu. Þeir könnuðu fimm Evrópulönd til að sjá hvernig rapp aðlag- ast nýjum aðstæðum, öðm tungumáli, umhverfi og menningu. Þeir styðjast við skilgreiningu og flokkun James Lull á tilfærslu menningar. Hann flokkar ferlið frá upprunalegu menning- arsvæði til endanlegs í þrjú stig: menningar- flutning (e. deterritorialization), þegar ákveðin tegund menningar flyst óbreytt milli staða, menningarblöndun (e. cultural melding and medi- tation), þegar menningin byrjar að festa rætur á öðru svæði, og menningaraðlögun (e. reterritor- ialization), þegar menningin hefur aðlagast nýj- um aðstæðum og verður hluti af nýja svæðinu 106
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148

x

Mímir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.