Mímir - 01.06.2007, Blaðsíða 80

Mímir - 01.06.2007, Blaðsíða 80
merki eru sett á eftir málsgrein gefur það til kynna að mælandi sé eitt spurningarmerld og skilji hvorki upp né niður í því sem hann ætlast til að fá svar við: (14) M16: er eitthvað næs að frétta annars? (15) M3: hversu oft hef ég boðið fram aðstoð mína??? Einnig er algengt, ef ákafi spurningarinnar er mikill, að upphrópunarmerki séu sett með henni og standa þau þá á undan spurningar- merkinu og eru alla jafna fleiri en spurningar- merkin. Með því að setja spurningu fram með fleiri spurningarmerkjum en einu er eins og þáttur spurningarinnar víki fyrir staðhæfmg- unni eða tilfmningamerkingu setningarinnar en því sé öfugt farið ef merkið er aðeins haft eitt, eins og hefðin gerir ráð fyrir. 4. Framsetning orða Mælendur gera margt í netsamræðum til þess að líkja eftir talmáli og er þá orðanotkun ekki undanskilin. I rauninni kemst málnotkun í netspjalli nálægt því að vera svo frjáls að menn sjá sér leik á borði og reyna eftir fremsta megni að gæða ritaða ræðu sína talmálslegum blæ. Með því að rita orðin eins og þau eru borin fram, og skauta með því fram hjá venjubund- inni stafsetningu, ná mælendur fram tónbrigð- um talmáls í framsetninguna (Crystal 2001:88). 4.1 Lengd og áhersla Tónfall raddarinnar ásamt blæbrigðum hennar hefur mikla þýðingu fyrir merkingu málsins í venjulegu talmáli. Hægt er að segja fallega hluti á svo hranalegan hátt að merking orðanna bliknar vegna þess hvernig þau eru sögð. Erfitt er vegna eðlis samræðuformsins að líkja eftir tónfalli raddar í netspjalli en til þess að ná fram örlitlum blæbrigðamun nota mælendur endur- tekningar á bókstöfum í framsetningu orðanna og líkja með þeim hætti eftir framburði þeirra (Crystal 2001:88) eins og dæmin hér á eftir sýna: (16) M4: vaaaaá! (17) M13: ooojjjjjj (18) M20: kemuru úúút ?:D (19) M27: mjöööög töff Endurtekning hljóða hefur í sumum tilvikum áherslugildi fyrir merkinguna. I orðinu mjög er ö endurtekið nokkrum sinnum til þess að skapa áherslu og magna upp mikilvægi orðsins í setningunni. Mælanda hefur í því tilviki ekki þótt nægja að segja viðmælanda sínum að það sem um ræddi væri töff eða mjög töff heldur var vægi orðsins mjög svo mikilvægt í setningunni að endurtekning bókstafsins ö var notuð til þess að skapa áherslu. í dæmunum hér að framan má augljóslega sjá skemmtilegan fjölbreytileika í ritun orðanna og túlkun mælenda á framburði þeirra. Þeir lengja ekki einungis endahljóð orðanna, eins og eðlilegra væri í tali með nýju tónfalli og blæ- brigðum, heldur nota þeir stafsetninguna sem leið til að túlka blæbrigði orðanna á nýjan hátt en slíkt myndi mögulega ekki koma fram í talmáli. Þetta gerist líklega vegna þess að þrátt fyrir að mælendur séu að nýta sér talmál til framsetningar ritaðrar ræðu bera þeir orðin ekki fram á þeim tíma sem þau eru vélrituð á tölvuskjánum og send til viðtakanda. Því rita þeir lengingarnar oft eftir tilfmningu og til- brigðum en ekki venjulegum reglum. 4.2 Ritunframburðar Mjög einstaklingsbundið er hversu mikið málnotendur laga ritaða ræðu skilaboðanna að talmálslegum framburði. Ritun orða eftir fram- burði mun vera eitt helsta einkenni þessa sam- skiptaforms og það sem gerir spjall í gegnum netforrit jafn frábrugðið hefðbundnu ritmáli og raun ber vitni (Greenfield og Subrahmanyam 2003:722): 78
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148

x

Mímir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.