Mímir - 01.06.2007, Blaðsíða 118

Mímir - 01.06.2007, Blaðsíða 118
Carroll segir að í hryllingssögum séu inn- byggðar leiðbeiningar um hvernig áheyrendur eigi að bregðast við sögunum. Þessar leiðbein- ingar sjáum við í viðbrögðum sögupersóna, mennska fólksins, við skrímslunum í hryllings- sögum. Hryllingssögur kenna okkur því viðeig- andi leiðir til að bregðast við skrímslum ef við skyldum nú einhvern tíma hitta svoleiðis veru.13 Það kannast allir við að hafa einhvern tíma verið hræddir við eitthvað, kannski myrkrið eða það sem hugsanlega leynist í því, marr í gólfijölum eða vindinn sem gnauðar fyr- ir utan. Þetta á sérstaklega við um börn og þess vegna skiljum við svo vel ótta Nonna og vina hans og samsömum okkur þeim. Þegar Nonni heyrir soghljóðið í skápnum liggur hann í svitakófi í rúminu og reynir eins og hann getur að útiloka það. Hann er grafkyrr og þorir varla að anda. Þegar hann síðan gægist undan sænginni heyrir hann hljóðið mjög greinilega. Hann finnur „skelfinguna blossa upp inni í sér, þjóta um allan líkamann og streyma upp í háls þar sem hún breyttist í ösk- ur“ (39). Hann kastar yfir sig sænginni og öskr- ar á mömmu sína. Þegar Nonni liggur stífur í rúminu, kallar á mömmu sína og heimtar að hafa ljósið kveikt og skáphurðina lokaða finnst okk- ur það vera viðeigandi viðbrögð við skelfingunni, hvort sem hún er raunveruleg eða ekki. Og þegar Nonni sér skrímslið í fyrsta sinn verður honum svo mikið um að það líður yfir hann (86): Þrjú eldrauð augu störðu á hann innan úr skápnum. Skelfingin sem greip hann var svo kröftug að það var eins og færi um hann raf- lost. Hann reyndi að öskra en hljóðið festist í hálsi hans. Rauð augun leiftruðu og drógust saman í þrjár illkvittnislegar rifur. Nonni fann fyrir heitri bleytu í klofmu, fann hvernig veruleikinn skildi við hann og myrkrið varð algjört. Hann féll aftur fyrir sig og inn í meðvitundarleysið. 13 Noél Carroll 1990:30-31. Þegar Brynja verður hrædd verða fætur hennar máttlausir og henni finnst hún þurfa að grafa sig niður, loka á þessa hræðilegu sýn (178) — alveg eins og við gerum þegar við hjúfrum okk- ur undir sæng eða teppi við lestur hryllings- sagna, eða lokum augunum og setjum púða fyrir andlitið þegar við horfum á skelfilega kvik- mynd. Hið raunverulega skrímsli Börnin í Húmdölum er gegnsósa af ofbeldi, blóði, dauða og öðrum hryllingi en það skelfi- legasta við bókina er þó úttekt sögunnar á því ofbeldi og misnotkun sem mörg börn á Islandi og annars staðar í heiminum búa við. Samfé- lagið er illt og börnin bera þess merki og pers- ónur þeirra sýna reiði og ótta við að verða yfirgefnar eða hafnað. Saman byggja börnin upp styrk til að takast á við hið illa, en sá styrk- ur er um leið bundinn hinu illa því að reiði þeirra byggist fyrst og fremst á varnarleysi og valdaleysi þeirra gagnvart eigin lífi. Þegar þau loks geta gert eitthvað er eins og þau hafi ekki stjórn á styrk sínum. Illskan kemst í börnin og reiði þeirra og andúð gagnvart núverandi ástandi brýst út í gríðarlegu ofbeldi þar sem höfuð þeytast af búkum, önnur springa og blóðið flæðir, fossar og spýtist í allar áttir. Þegar börnin beita nýfundnum styrk sínum eru þau satt að segja engu skárri en skrímslið sjálft.14 Næstum öll vandamál barnanna eru foreldr- unum að kenna, skrímslið er þar ekki undan- skilið. Það er kunnuglegt stefið um að börn séu næmari en fullorðið fólk og að þessi næmni eldist af þeim. Börnin í Húmdölum eru engin undantekning frá þessari reglu, sérstaklega ekki Isak. Hann er ofurnæmur, eins og amma hans kallar það, og getur meira að segja smitað ann- að fólk af hæfileikum sínum og skapað áþreif- anlegar eftirlíkingar af því sem býr í hugar- 14 Dagný ICristjánsdóttir 2005:39. 116
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148

x

Mímir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.