Mímir - 01.06.2007, Blaðsíða 31

Mímir - 01.06.2007, Blaðsíða 31
Hann hörfaði undan þessu andliti, skildi það eftir í skellóttum speglinum, fannst það tor- kennilegt, framandi. Hver var þessi náungi? Hvaðan bar hann að? Hvers vegna var hann svona veimiltítulegur? Hvað var hann eiginlega að vilja þarna, þessi vesalings, vesalings —. Egill veit ekki hvað hann vill, hvað hann er eða hvert hann á að stefna. Það eina sem hann hef- ur er líkaminn, ástarþráin og augnablikið og honum líður aðeins vel svo lengi sem líkamleg- um þörfum hans er fullnægt og þegar allt snýst um hann sjálfan og líkamann. Líkaminn er það eina sem ákvarðar hugveruna, það sem hún miðar allt við. Textinn er eftir því kynósa og þrunginn af ótta og sjálfshatri."4 Líkaminn er hluti af okkur sjálfum og um leið annar og sem slíkur er hann uppspretta ýmissa tilfmninga, allt frá ást til haturs og alls þess á milli. Yfirleitt tekur líkaminn sér óstöðuga stöðu einhvers staðar á milli öfganna en er á sama tíma uppspretta unaðar og sárs- auka, lífs og dauða. Það er í þessum öfgafulla og óhöndlanlega líkama sem narkissísk sálar- og sjálfsmyndarkreppa Egils kemur fram. Hug- takið narkissismi er fengið úr goðsögninni um Narkissus sem var svo hugfanginn af sjálfum sér að þegar hann sá spegilmynd sína í tærri lind gat hann ekki hætt að horfa og tærðist því upp af óendurgoldinni ást til sjálfs síns. Þetta er sá skilningur sem almennt er lagður í hugtakið, þ.e. að viðkomandi þjáist af hamslausri sjálfs- dýrkun eða sjálfsánægju, en þó væri nærtækara að segja að sá sem er narkissisti vilji elska sjálf- an sig en sé ekki fær um það. Því verða tengsl viðkomandi við aðra með óeðlilegum hætti.2'’ Grundvallarskilgreining Freuds á hugtakinu er að sá sem er narkissisti sé óhæfur að elska aðra og beini því líbídó sínu, orkunni sem knýr kynhvötina áfram, að sjálfum sér. Freud grein- ir narkissima í tvö stig. Fyrra stigið á sér stað í 24 Dagný Kristjánsdóttir 1999:217. 25 Ragnhildur Bjarnadóttir 1992:243. bernsku. Barnið er sjálfhverft í þeim skilningi að það upplifir aðra með hliðsjón af því hvort þeir fullnægja þörfum þess eða ekki og líbídó þess hverfist um það sjálft. Smám saman yfir- gefur barnið narkissíska tilveru sína og lærir að beina líbídó sínu að viðföngum í stað þess að beina því að sjálfu sér. Síðara stigið er hins veg- ar sjúklegt afturhvarf til fyrra stigsins og lýsir sér í því að einstaklingurinn velur sér elslíhuga sem elskar hann nógu heitt til að hann geti elskað sjálfan sig af sama ákafa. Narkissistinn þráir að vera elskaður en er í raun fyrst og fremst ástfanginn af ástinni.26 Það er Aldís sem velur sér Egil fyrir elsk- huga og eltist við hann. Hún mætir í sömu kennslustundir og hann, dúkkar upp í laugun- um í efnislitlum sundbol og tælir hann loks yfir kertaljósi og rauðvíni. Það lifnar yfir Agli og honum líður vel. Hann á hug, hjarta og líkama Aldísar sem elskar hann og þráir. Um stund gengur allt vel, tilveran snýst um líkamann og kynferðislega virkni, á meðan hún sýnir honum jafnmikinn áhuga og hann sýnir sjálfum sér. En um leið og Aldís fer að gera kröfur til Egils, hvetja hann til að breyta sér, vilja vera með öðru fólki en einungis honum, ásamt því að kynlífið dofnar, koma brestir í sambandið. Um leið og Aldís fer að fjarlægast Egil, gera eitthvað upp á eigin spýtur og kynlífið minnkar skjóta efa- semdir upp kollinum í huga Egils, eins og við sjáum þegar hann virðir ástmey sína fyrir sér sofandi í rúminu eftir að hafa verið úti að skemmta sér: „Hver var þessi manneskja sem lá þarna í ælu sinni? Þekkti hann hana? Var þetta manneskjan sem hafði leyst hann úr prísund fyrir einu og hálfu ári? Var hún fyrst núna að sýna sitt rétta andlit?“ (201). Aldís og Egill eru ekki lengur eitt og það á Egill bágt með að þola. Hann hugsar afskap- lega mikið um kynlíf og flestar minningar hans 26 Sieurión Bjömsson 2002:23-55 og Raenhildur Bjarna- dóttir 1992:242-257. 29
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148

x

Mímir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.